Mál málanna:

Kreppubjór.

Af hverju ekki að drekka frá sér allt vit á þessum síðustu og verstu? Og skítt með peninginn, hann er hvort eð er verðlaus.


Ástandið er óumdeilanlega slæmt þegar ...

... RÚV sleppir íþróttafréttum í aðalfréttatíma kl. 19.00.

Hefur það einhvern tímann gerst? Sleppir RÚV ekki öðrum dagskrárliðum einmitt til þess að sýna frá íþróttaviðburðum?

Á Íslandi er augljóslega kreppa. Ég og Gunni elduðum lax. 

 


"He's not a psycho, he's an asshole!"

Ítalskar hryllingsmyndir eru stútfullar af visku.

Hér á Fálkagötu 5, casa Lingur et Gunni, er allt að gerast. Við erum farnir að elda og baka á fullu. Komið er nýtt risasjónvarp í herbergið mitt (ég þakka aftur fyrir mig, Vignir og Kristín!), og Tuska og Pulsa eru komnar með nýjan lampa. Hver veit nema hið margumtalaða og sárt saknaða sturtuhengi muni birtast á næstu dögum?

Svo hef ég líka tekið þá ákvörðun að hætta að fylgjast með fjölmiðlum því þeir eru sérstaklega niðurdrepandi í þessu svokallaða kreppuástandi. Ef maður fylgist ekki með þá tekur maður ekki eftir neinum breytingum, ergo ástandið er ýkt til muna. Og þó svo ástandið sé ekki ýkt, þá hefur yfirvofandi bensínskortur landsins engin áhrif á mig og þó svo Bónus sé að klára ávexti og grænmeti þá versla ég hvort eð er meira við Krónuna og þeir segjast ekki eiga í neinum vandræðum með vöruskort.


Ótrúlegt

Ekki var Leonard Bernstein bara skemmtilegur stjórnandi og ágætt tónskáld, heldur var hann snilldarpíanóleikari líka. Sjáið hann bara spila Konsert í G eftir Ravel. Ég hef aldrei séð annað eins ...

 


Night of the Broken Toe

Nei, hún brotnaði reyndar ekki, en hún er samt blá og marin. Ég lenti í þeim óskemmtilegu aðstæðum í gær að stór, þungur staur datt beint ofan á tána mína og ég hef verið hálf-haltrandi síðan þá. Ég tek glaður á móti öllum samúðarkveðjum.

Eins og sjá má, þá er afskaplega langt síðan ég skrifaði hérna síðast, en það er allt svokallaðri BA-ritgerð að kenna. Mér tókst að klára og skila á réttum tíma (nokkrum dögum fyrr, meira að segja) og hef verið í hálfgerðu spennufalli síðan. Svo fékk ég einkunnina fyrir ritgerðina núna í fyrradag og hún var 9, sem eru mikil gleðitíðindi!

Ég hef eytt deginum í dag fagnandi með því að baka brauð og taka til í íbúðinni minni. Mikið stuð! Svo verður kannski eitthvað meira og skemmtilegra gert í kvöld á Q-bars "balli" með Birnu og Evu a.k.a. DJ-Glimmer (kannski með special guest appearance by yours truly!)

Nú þegar háskólagöngu minni er (ó)formlega lokið í bili, þá veit ég varla hvað ég á að gera við tímann. Ég held ég gerist bara snillingur í bakstri og prjónaskap (það er orðið svo kalt að maður verður að eiga eitthvað úr lopa) og horfi þess á milli á alla sjónvarpsþættina sem ég hef verið latur við að fylgjast með síðustu ár. Trúiði því að ég er ennþá ekki búinn með aðra seríu af Desperate Housewives og er bara kominn á þátt 16 af fyrstu seríu Heroes? Ég þarf að taka mig á ... Kannski ég skrifi eitthvað meir hér líka, enda óumdeilanlega spennandi tilvera sem bíður mín næstu vikur og mánuði!

Að lokum vil ég mæla með því að allir taki sig til og horfi á Oliver Stone myndirnar JFK og Nixon, svona back-to-back, til þess að gíra sig upp fyrir nýjustu forsetamyndina hans, W, um George W. Bush. Ef marka má nýja trailerinn fyrir hana þá er W eins konar gamansamur lokapunktur í "þríleik" þar sem JFK var spennumynd og Nixon epísk tragedía. JFK hefur lengi verið ein af mínum uppáhaldsmyndum, en Nixon er lítið verri og eiginlega stórkostlega góð!


Fjölgun í fjölskyldunni

Á mánudaginn síðasta fluttu inn á Fálkagötu 5 tvær litlar (lesist: stórar) skjaldbökur, sem fengu vinnuheitin Tuska og Pulsa, endavar ég fyrir löngu síðan búinn að ákveða að eignast dætur sem ég myndi svo skíra Tusku og Pulsu.

- "Tuska mín! Tuska mín, komdu að fá þér að borða! Fáðu þér Pulsu!"

eða ...

- "Pulsa mín! Pulsa mín, viltu ekki þrífa herbergið þitt? Ég skal bleyta Tusku."

Eins og sjá má eru þetta tilvalin nöfn og uppspretta endalausrar gleði fyrir alla þá sem bera ekki nöfnin sjálfir. En svo komst ég að því að Tuska var einfaldlega ekki kvenkyns, heldur karl. Og þar fyrir utan var Pusla eitthvað svo brussuleg að mér fannst vanta hæfilegra nafn á hana.

Nú hef ég komist að niðurstöðu. Dömur mínar og herrar, ég kynni fyrir ykkur Benjamín Tusku og Gilitrutt Pulsu Thoroddsen.

DSC00068 

DSC00067

 

 

 

 

 

 

 

 

DSC00070

 

 

 

 

 

 

 

 

Eru þær ekki sætar? 


Af kvikmyndum (mínum, það er)

Fálkagötu 5 hefur verið breytti í framleiðsluskrifstofu fyrir kvikmyndina Hverful ást við fyrstu sýn, sem fer í tökur innan skamms. 

Nú hefur fjórðu útgáfu af handriti verið lokið og Baldvin Kári situr sveittur og íslenskar handritið mitt, því helvítis Final Draft forritið sem ég á birtir ekki íslenska stafi. Bítlarnir hjálpa okkur að "ná þessu saman" (geddit? geddit?) sem og kaffi og bakaríið á horninu.

Hlutirnir ganga það vel í augnablikinu að það hlýtur eitthvað að fara úrskeiðis bráðum. Eins og t.d. að við fáum ekki myndavél. Eða að við fáum ekki leikara. Eða eitthvað svoleiðis. En við erum ekki Debbie Downer, sérstaklega ekki á meðan úr sköpunargáttunum flæðir, svo öll þau vandamál eru seinni tíma.

Svo stóðst ég ekki mátið og klippti They Suck (munið eftir henni??) enn meir. Hún er nú ekki lengur tæpar 25 mínútur, heldur tæpar 22, sem er þónokkuð skárra. Hún er enn rosalega svolítið gölluð, en nú þegar stirðbusalega byrjunin er farin þá er hún áhorfanlegri.  


Hvatning

Ég sá í dag tvær nýlegar kvikmyndir sem hvöttu áfram ódrepandi kvikmyndagerðaráhuga minn.

Sú fyrri, All the Boys Love Mandy Lane, vegna þess að hún var gerð fyrir næstum engan pening en var samt virkilega góð og situr nokkuð óþægilega eftir í manni löngu eftir að hún klárast.

all_the_boys_love_mandy_lane_movie_poster4 

 

Sú seinni, I Know Who Killed Me, vegna þess að ef svona hryllilega léleg mynd er framleidd og sýnd út um allan heim, þá á ég augljóslega erindi í þennan bransa.

i_know_who_killed_me 

 


Ef þið eruð háð ...

... PerezHilton.com, eins og ég, þá er afskaplega hættulegt að fara ekki inn á síðuna hans í nokkra daga. Ég var t.d. að renna yfir allt sem ég hef misst af síðustu þrjá, fjóra dagana ... 20 síður aftur í tímann ... 2 klukkutímar af lífi mínu.

En sorglegt. En sorglegt.


Rauðkál

Er til sú fæða sem batnar ekki með rauðkáli?

Það held ég ekki.

matur_raudkal

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband