Ekki var Leonard Bernstein bara skemmtilegur stjórnandi og ágætt tónskáld, heldur var hann snilldarpíanóleikari líka. Sjáið hann bara spila Konsert í G eftir Ravel. Ég hef aldrei séð annað eins ...
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá hann stjórna 9. sinfóníu Beethovens í Austur-Berlín sennilega árið 1987 eða 1988. Söngkennarinn minn Prof. Dr. Kammersöngkona (Þjóðverjar hafa líkt og Austurríkismenn gaman af titlum) Hanne-Lore Kuhse var góð vinkona Friedelind Wagner (barnabarn Richard Wagners) bauð mér á þessa tónleika með þeim stöllum.
Ég var síðan kynntur fyrir Herra Bernstein, sem var ógleymanlegt. Hann er einn skemmtilegasti stjórnandi, sem ég hef séð og þótt ég hafi aðeins talað við hann í nokkrar mínútur sá ég að hann var afskaplega heillandi persónuleiki.
Athugasemdir
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá hann stjórna 9. sinfóníu Beethovens í Austur-Berlín sennilega árið 1987 eða 1988. Söngkennarinn minn Prof. Dr. Kammersöngkona (Þjóðverjar hafa líkt og Austurríkismenn gaman af titlum) Hanne-Lore Kuhse var góð vinkona Friedelind Wagner (barnabarn Richard Wagners) bauð mér á þessa tónleika með þeim stöllum.
Ég var síðan kynntur fyrir Herra Bernstein, sem var ógleymanlegt. Hann er einn skemmtilegasti stjórnandi, sem ég hef séð og þótt ég hafi aðeins talað við hann í nokkrar mínútur sá ég að hann var afskaplega heillandi persónuleiki.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.10.2008 kl. 15:28
Já, ég get ímyndað mér það! Mjög flottur maður.
Erlingur Óttar Thoroddsen, 4.10.2008 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.