Búinn að tapa mér aftur
28.1.2008 | 04:16
Þetta á reyndar við um margar aðra sjónvarpsþáttaraðir sem mér finnst skemmtilegar. Ég hef skyndilega og ástæðulaust hætt að horfa á t.d. Desperate Housewives, Heroes, Ugly Betty og, það sem mér finnst sorglegast, Veronicu Mars. Hins vegar sá ég þriðju seríu af VM á útsölu í dag á 20 dollara svo ég varð að kaupa hana, sem þýðir að ég mun leggjast í hana bráðlega.
En fyrst um sinn ætla ég að horfa á LOST.
Ég man þegar ég byrjaði að horfa á LOST. Kláraði fyrstu seríuna á þremur dögum; gat einfaldlega ekki hætt að horfa. Fannst eins og ég væri að lesa skemmtilega skáldsögu sem tók sér góðan tíma í að kynna persónur, skapa ógnandi og dularfullt andrúmsloft o.s.frv. Svo missti þetta allt saman dampinn í dágóðan tíma. Þriðja sería byrjar a.m.k. vel. "Pre-credit" sekvensið fjallar meira að segja um ást einnar persónunnar á Stephen King, sem gladdi óneitanlega mitt auðgladda hjarta. Ég held að persónurnar hafi verið að tala um The Langoliers("Furðuflug"), sem var reyndar aldrei gefin út í harðkápu í USAinu, svo ég gæti haft rangt fyrir mér, en í sjónvarpsþætti sem fjallar um strandaglópa eftir flugslys er erfitt að ímynda sér hvaða önnur King saga á betur við.
Ég veit að King var að fíla LOST í tætlur og að JJ Abrams fílar King í tætlur. Ætli uppáhaldsrithöfundurinn minn hafi pullað X-Files og laumuskrifað einn LOST þátt? Ég vona það innilega, en verð að efast. Það væri líklegast búið að blása slíkt upp umtalsvert. Annars var ég líka að fá mér nýjustu bókina hans King - Duma Key - og hún virðist mjög skemmtileg! Hlakka til að lesa hana í nýja stólnum mínum :D (lofa myndum síðar ...)
Svo er ég búinn að sjá fullt af nýjum og gömlum áhugaverðum myndum upp á síðkastið:
Cloverfield - Þetta er svona fyrsta "event"-mynd ársins hérna úti. Einmitt gerð af fólkinu sem er ábyrgt fyrir LOST. Hún er ágæt. Ef þið hafið einhvern áhuga á því að sjá hana, þá mæli ég eindregið með því að þið gerið það í bíói. Helst með fullt af fólki. Ég get ekki ímyndað mér að þessi mynd virki á sjónvarpsskjá. Margt gott í henni, en álíka margt slæmt. Eins og t.d. enginn klímax.
Juno - Æði. Sæt. Skemmtileg. Whatever. Þetta verður pottþétt "mynd" "ársins" skv. "gagnrýnendum". Og hún á það alveg skilið.
Sweeney Todd- Ég var einu sinni GEÐVEIKUR Tim Burton aðdáandi. Svo varð hann allt í einu eitthvað goth-fyrirbæri, en ég fílaði hann samt. Svo gerði hann Planet of the Apes. Ég fílaði hann samt. Svo kom Big Fish. Ég fílaði ennþá. Svo kom Charlie and the Chocolate Factory. Fílingurinn dvínaði talsvert. Svo kom The Corpse Bride og fílingurinn dó. Ég man ekki einu sinni um hvað sú mynd snerist, en það var eitthvað afskaplega ómerkilegt.
Ég var semsagt eiginlega búinn að afskrifa hann og allt sem ég hafði séð/heyrt um Sweeney Todd gerði ekkert til að breyta því áliti. Ég fór því á myndina með engar væntingar, sem var kannski eins gott því mér fannst hún yndisleg. Svo yndisleg að ég fór að sjá hana aftur fannst hún jafnvel ennþá betri þá!
Útlit myndarinnar er eins yfirgengilega Burtonískt og hægt er að ímynda sér, og ég get vel trúað því að það eitt eigi eftir að hrinda fólki frá henni, en að mínu mati er Sweeney Todd einmitt fyrirbæri sem þurfti á þessu sérstaka útliti að halda. Tónlistin, söguþráðurinn, "boðskapurinn" - allt saman passar þetta við Burtoníska útlitið.
Og talandi um tónlistina. Amazing! Og talandi um Amazing. Angela Lansbury lék í þessu verki þegar það var fyrst sett upp á Broadway. Og talandi um Angelu Lansbury. Þá er hægt að kaupa upptöku á leikritinu á DVD með Frk. Murder, She Wrote!
AMAZING!
Asylum - Amicus mynd sem er ekki annað hægt en að elska. Peter Cushing, Herbert Lom, Britt Ekland, Charlotte Rampling og fleiri í Z-hrollvekju antólógíu: Geðlæknir sækir um stöðu á gömlu hæli en kemst að því að fyrrverandi forstöðumaðurinn er sjálfur orðinn brjálaður. Ef hann getur fundið út hver sjúklinganna er forstöðumaðurinn brjálaði, þá fær hann starfið.
Yndislegt.
Antibodies - Þýsk mynd sem er einstaklega ógeðfelld og óþægileg en mjög vel heppnuð. Frábærlega vel tekin upp. Mjög vel leikin. Mjög áhrifarík. Maður gleymir henni ekki í bráð. En hverjum datt í hug að setja inn tölvuteiknuð dádýr á versta mögulega stað í myndinni? Omg, hálfviti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kominn til Minneapolis!
23.1.2008 | 15:59
Til þess að gera morguninn yndislegri, þá áttaði ég mig skömmu síðar á því að ég hafði óvart borgað leigubílstjóranum 20 dollurum meira en ég átti að gera og var því staurblankur (enda greinilega samantekin ráð hjá Nemendaskrá HÍ og LÍN að leggja ekki inn á mig námslánin, þó svo einkunnirnar mínar séu komnar inn á Ugluna fyrir LÖNGU síðan!!) Ég fékk því smá panic-attack; staddur á flugvellinum með engan pening og síma sem var liggur-við inneignarlaus. Ég sendi því sms í von um að það kæmist til móður minnar góðu. Það komst á áfangastað og mamma reddaði peningamálunum snöggvast, svo mér tókst að taka subwayið aftur til Manhattan þar sem ég flatmagaði hjemme hos Baldvin næstu klukkutímana. Horft var á X-Files og drukkið var gin, eins og vera ber.
En að lokum komst ég loks á leiðarenda. Það hlýjaði mér um hjartaræturnar þegar flugvélin lenti og flugstjórinn tilkynnti farþegum að hitastigið í tvíburaborgunum væri ca. -1 gráða Fahrenheit (þ.e. -18 gráður celcius). Það var einstaklega sársaukafullt að anda þegar ég steig út úr vélinni. Góðir félagar mínir sóttu mig og það var mjög skemmtilegt að hitta þá. Helmingur þeirra skiptinema sem er eftir fer í næstu viku svo við verðum bara fjögur eftir, en það er góður hópur svo ég er bara hress með það.
Í morgun er ég svo búinn að endurraða helmingnum mínum í litla herberginu á heimavistinni, komplett með Pál Óskar í græjunum.. Núna er ég með koju og smá letipláss undir henni. Vantar bara baunapokastól eða eitthvað þvíumlíkt og þá verður þetta allt tilbúið.
Og svo er hann Heath Ledger bara dáinn! Smá sjokk og mjög sorglegt. Ég held að ég verði að horfa á Brokeback Mountain eða eitthvað til að minnast hans! :(
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já!!!
14.1.2008 | 23:13
Þetta er líka skemmtileg lesning:
< Pitchfork gagnrýnir Girls Aloud / Sugababes, The Sound of Girls Aloud / Overloaded Rating: 8.5 / 8.5
Ég myndi líka setja link á fjögurra stjörnu gagnrýni Allmusic.com en síðan virðist liggja niðri í augnablikinu. Alas.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það hefur kannski ekki farið framhjá neinum ...
9.1.2008 | 12:24
Svona lítur plötuumslagið út:
Gordjöss, yes?
Og talandi um fegurð, þá mæli ég með því að fólk horfi á fyrsta vídjóið af þessari nýju plötu, við lagið A&E. Ótrúlega flott myndband, eins og var við að búast, og skemmtilega "öðruvísi" lag. Sem er samt ekkert svo öðruvísi ef maður hefur heyrt acoustic útgáfuna af Fly Me Away. Eða ef maður leggur saman hljóðið af fyrstu plötunni og popp-músík templatin af þeim seinni tveimur. Þá fær maður út A&E. Þetta er bara lógískt framhald. Frábært lag!
Þetta er þó ekki eina flotta myndbandið sem hefur komið út á þessum fáu dögum sem liðnir eru af árinu 2008. Nei, góðvinkonur mínar í Sugababes ákváðu að birta nýja myndbandið sitt við lagið Denial á heimasíðunni sinni. Og þó svo ég viti að margir fíla ekki the 'babes eins mikið og ég, þá er ekki hægt að neita því að þetta myndband er einfaldlega stórfenglegt! Ég held að þessi tvö myndbönd, Denial og A&E, verði kandídatar fyrir bestu myndbönd ársins 2008 í lok ársins, og ég bíð spenntur eftir að sjá fleiri!
En hvað með bestu myndbönd ársins 2007?
Já, ég er ekki alveg búinn með listana mína fyrir síðasta ár, en myndbandalistinn verður ekki birtur fyrr en eftir að ég er kominn aftur til Am'ríku þar sem harði diskurinn minn góði er, því mig langar að taka smá screencaps og solls ...
En hér er ein vísbending um myndband sem verður mjög ofarlega á þeim lista ... Hafiði séð þetta?
Annars hef ég verið að liggja mikið í leti síðustu daga, sem þýðir að ég er búinn að liggja á MySpace óeðlilega mikið, og einhvern veginn hef ég komist inn á spam-póstlista eða farið inn á spam-prófíl eða eitthvað, og núna er ég farinn að fá ca. 100 friend-requests á hverjum degi frá fögrum, lítið klæddum ungum konum sem heita klámmyndanöfnum. Þetta er ofsalega pirrandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Straight A student!
2.1.2008 | 18:36
Húrra fyrir mér!
Þetta kallar á einn bjór, ef ekki tvo, í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Svona listar #2 - Bíóversjón
29.12.2007 | 16:33
Dark Ride Það er eins og einhver hafi viljað endurgera myndina Funhouse eftir Tobe Hooper, komplett með hæfileikaleysi þess ömurlega leikstjóra, en ekki með neinni ástríðu. Glötuð, glötuð mynd.
The Abandoned Eina myndin sem ég hætti að horfa á í ár
28 Weeks Later Gerði allt illa sem fyrri myndin gerði vel
Dead Silence Frá leikstjóra Saw. Þetta er víst framtíðin.
Disturbia But why? BUT WHY?!
Bestu myndir ársins 2007
1. Zodiac (David Fincher)
2. No Country For Old Men (Coen bræðurnir)
3. Across the Universe (Julie Taymor who can do no wrong)
4. Inland Empire (David Lynch)
5. Sunshine (Danny Boyle)
6. Death Proof (Íslandsvinur #1)
7. The Mist (Frank Darabont)
8. Bug (Einhver sem ég hélt að væri hættur að gera myndir)
9. Enchanted (Disney. All you need to know)
10. Perfume: The Story of a Murderer (Tom Tykwer)
Ég hefði líka getað sett Children of Men og The Prestige á listann (Children hefði verið mjööööög ofarlega), en þar sem þær eru á mörkum þess að vera 2006/7, þá fá þær bara special mention.
Special metion #2
Eating Out 2: Sloppy Seconds Fyndnari en allar "fyndnu" gamanmyndirnar sem komu út í ár.
Jahá. That is that.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Svona listar ...
28.12.2007 | 23:17
2007 LISTMANIA!
BESTU LÖG ÁRSINS
5. Umbrella - Rihanna Ég man nú þá daga sem enginn fílaði þetta lag nema ég og öllum fannst það ömurlegt og enginn trúði mér að það yrði vinsælt. Svo varð það vinsælasta lag í heimi þangað til allir í heiminum fengu ógeð á því og fannst það ömurlegt aftur. Nema mér og Birnu. Við elskum það ennþá. Umbrella-ella-lella-lesbía!
4. Girlfriend - Avril Lavigne Ef þessi listi hefði verið gerður í mars/apríl, þá hefði þetta lag pottþétt verið á toppnum.
3. Song 4 Mutya (Out of Control) - Groove Armada & Mutya Buena Og þetta hefði verið á toppnum næstu vikurnar eftir það. Ég ætla ekki að setja link á vídjóið því einhverjum datt í hug að gera LJÓTASTA VÍDJÓ ALLRA TÍMA við þetta lag.
2. I Get Around - Dragonette Intro - verse - verse - CHORUS DAUÐANS - verse - CHORUS DAUÐANS - bridge - sem fer yfir í CHORUS DAUÐANS.IS þangað til lagið klárast. I can't possibly resist this!
1. Call the Shots - Girls Aloud It's all the no-ou-ou-ou-ou's and the oooooooooooooh's ...
Önnur bestu lög ársins í stafrófsröð eftir tegund ...
Ballaða ársins Early Winter - Gwen Stefani
Comebacklag ársins Chick Fit - All Saints (take that Spice Girls!!!)
Comebacklag ársins #2 2 Hearts - Kylie
Diskólag ársins Let Me Know - Róisín Murphy
Diskólag ársins #2 - Kiss You Off - Scissor Sisters
Dúett ársins Beautiful Liar - Beyoncé + Shakira (bara vegna þess að þetta eru B-Girl og Shake-Shake! SAMAN!)
Kynferðislag ársins Take it Like a Man - Dragonette
Geðsjúkasta lag ársins Sexy! No No No ... - Girls Aloud (líka BESTI TITILL ársins!)
Indípopplag ársins 1234 - Feist
Grenjulag ársins Foundations - Kate Nash
Guilty Pleasure lag ársins - Potential Breakup Song - Aly & AJ (og líka Bullseye, sem var betra ...)
Shoulda-been-a-single-lag ársins Modern Timing - Róisín Murphy
Súper-mainstream-lag ársins Love Story - Katherine McPhee
Tori Amos lag ársins Big Wheel - Tori Amos
What the fuck?? lag ársins Jimmy - M.I.A.
Who the fuck?? lag ársins Ain't No Party - Orson
Unglingapopplag ársins He Said She Said - Ashly Tisdale
Vanmetnasta lag ársins So You Say - Siobhan Donaghy
Og þar sem það komu bara tvö Sugababeslög út í ár, hvorugt í miklu uppáhaldi hjá mér, þá vil ég setja Denial og My Love Is Pink í sérstakt Singles-to-be sæti (koma út á næsta ári ...)
BESTU PLÖTUR ÁRSINS
1. Dragonette - Galore
2. Róisín Murphy - Overpowered
3. PJ Harvey - White Chalk
4. Avril Lavigne - The Best Damn Thing (já, screw the haters!)
5. Sugababes - Change
Einnig fannst mér góðar eftirfarandi plötur
M.I.A. - Kala
Tori Amos - American Doll Posse
En ég vil ekki setja þær í sæti að þessu sinni.
Ennfremur vil ég taka það fram að ég hef ekki ennþá hlustað á Tangled Up með Girls Aloud í heild sinni, en miðað við það sem ég hef heyrt, þá á hún eftir að ýta a.m.k. Sugababes útaf listanum, og kannski Avril og PJ neðar! OMG!
LISTAMENN SEM ERU NÚNA GAMLIR OG GLEYMDIR EN ÉG UPPGÖTVAÐI EKKI FYRR EN Í ÁR:
1. Rachel Stevens - OOOOOOOOMMMMMMMGGGGGGGG!!!!!!
2. Rufus Wainwright - Ditto, nema aðeins meiri "list" ...
BESTU KVIKMYNDIR ÁRSINS
Í VINNSLU!
Bloggar | Breytt 29.12.2007 kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég er á leiðinni!
21.12.2007 | 15:43
Jahá, ég er að klára að pakka, fer svo að fá mér morgunmat á Grinko's kaffihúsinu á horninu, fer svo í Wal-Mart að kaupa síðustu gjafirnar, fer svo í franskt bakarí í hádegismat, fer svo að rúnta með Katie (sem bauð mér í Thanksgiving mat) og öðrum, fer svo á flugvöllinn og svo verð ég kominn heim í fyrramálið!
Jei! :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í kjólinn fyrir jólin?
17.12.2007 | 19:55
Já, ég var að klára heimaprófin mín tvö einmitt núna í þessu, sem þýðir að ég er BÚINN með þessa önn!
Veió!
Annars langaði mig að tala smá meira um tónlist. Pitchfork var birta lista yfir bestu lög ársins. Þau voru fundin út, að ég held, með einhverskonar stærðfræðiformúleringum þar sem topp-25 listar allra gangrýnendanna á Pitchfork voru lagðir saman og svo deilt ...
Já eða eitthvað.
Allaveganna, mér fannst það gríðarlega magnað að eitt af mínum topp 5 uppáhaldslögum í ár - Song 4 Mutya (Out of Control) - lenti í 95. sæti! Kannski ekki mjög ofarlega, en miðað við það að lagið var bara gefið út í Evrópu + Mutya "ex-Sugababe" Buena syngur það, þá finnst mér það bara helvíti gott! Og svo setja þeir hana Sophie Ellis Bextor í sæti líka ... wtf?!
I love it .. en wtf?!
Allaveganna, ég hef heyrt nákvæmlega 10 lög af 100 á þessum glæsilega lista sem gleymdi alveg öllum uppáhaldslögunum mínum. Ég býst við því að enginn hafi sent þeim Call the Shots ...
En það er svosem ekkert leyndarmál að ég er ofsalega mikið á eftir þegar kemur að tónlist. Ég uppgötvaði ekki Fleetwood Mac fyrr en árið 2004. Ég var að byrja að fíla Talkie Walkie með Air núna um daginn. Ég féll fyrir Rufus Wainwright í gær. Ég fíla ekki ennþá Led Zeppelin.
Og ef þetta er besta lag ársins 2007, þá er ég alveg til í að vera smá á eftir ... Þau settu a.m.k. Ömbrellu í 5. sæti.
ps. þeir sem muna ekki eftir Sophie Ellis Bextor, þá ætti þetta að rifja hana upp fyrir ykkur ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Best og verst í tónlist?
14.12.2007 | 21:15
Núna eru öll stóru tónlistarmagasínin (og vefritin) að setja saman lista yfir bestu (og stundum verstu) plötur ársins o.s.frv.
Allt voða týpískt. Radiohead er ofarlega á mörgum listum. Arcade Fire líka. Björk er á nokkrum listum. PJ Harvey líka (eins gott!!). M.I.A. (úje).
En hvar er Róisín? Hvar eru Dragonette?!?! Overpowered og Galore eru óumdeilanlega skemmtilegustu, dansvænustu plötur ársins ársins. Hverjum er ekki sama um nýstárleika? Hvað varð um að bera virðingu fyrir hæfileika?
Ég mun að sjálfsögðu búa til minn eigin lista einhvern tímann þegar ég nenni. Á honum verða nöfn sem ég efast um að séu á mörgum öðrum listum. Hér koma nokkrar vísbendingar:
"Hey hey, you you, I don't like your ..."
"My love is ____ / ever'body knows / so what you think?"
"Just cos you're raising the bet and call the shots no-ou-ou-ou-ou-ow on meeeeee, ooooooooooooh!"
En hvað var uppáhaldsLAGIÐ ykkar í ár? (koma svo, svarið!!)
ps. ég held að ég þurfi að taka til baka slatta af því sem ég sagði um leiðinlega, ósanngjarna kennarann minn. Í dag fengum við endurskrifaðar ritgerðir til baka og, viti menn, ég fékk 10 fyrir þrjár þeirra! Veió!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)