Kominn út
27.8.2007 | 14:10
Jæja, þá er maður kominn út til Ameríkunnar. Mér er ekki til setunnar boðið, ætla að drífa mig út að tala við alþjóðaskrifstofuna hér á bæ og fara svo í smá verslunarleiðangur að kaupa hitt og þetta sem mig vantar í búið.
Búið, nota bene, er herbergi sem ég mun deila með honum Cory Peterson, stærðfræðinema. Hann er reyndar ekki ennþá kominn á staðinn svo ég get ekki mikið lýst honum - nema að hann á hvorki farsíma né myspace prófæl, en ég veit ekki hvaða þýðingu það hefur fyrir mig eða mannkynið.
En ég er allveganna kominn í Hamline University og mér líkar það vel (amk fyrstu nóttina!) og ég læt heyra í mér síðar!
Athugasemdir
Mikil útrás til BNA um þessar mundir, hvar ertu með leyfi?
Ásta Gunnlaugsdóttir, 27.8.2007 kl. 14:30
Velkominn til Norður-Ameríku. Mikið er gott að hafa þig svona „nálægt“ okkur hér í norðrinu.
Halldóra (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 16:54
Takk Halldóra! :D
Og ég er staddur í St. Paul í Minnesota! Þar sem stuðið er og Princess Kay of the Milky Way fær andlit sitt skorið í smjör!
Erlingur Óttar Thoroddsen, 27.8.2007 kl. 20:49
Velkominn til Amríku. Vonandi hefurðu gaman.
Baldvin Kári (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 02:03
Velkominn yfir pollinn!
Sveinbjörn J. Tryggvason (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 02:24
Velkominn út Erlingur. Það verður gaman að fylgjast með blogginu þínu. Með kveðju frá Steindóri frænda
Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.