It's like THUNDER!!! LIGHTNING!!!

Ég vaknaði í nótt við þær rosalegustu þrumur og eldingar sem ég hef nokkurn tímann heyrt og skildi í fyrsta skipti hvernig fólk getur verið hrætt við svona veður. Ég hef alltaf haft gaman af svona óveðri en bara vegna þess að maður upplifir aldrei neitt svona á Íslandi. Og svo hef aldrei upplifað það svona ... nálægt! Það var eins og allar eldingarnar væru að koma niður beint ofan á skólann og hávaðinn var ótrúlega mikill. Svo voru svo margar eldingar að mér fannst ég vera á diskóteki með strobe-ljósum. Veeeery scaaaaary!

Svo fór líka ótrúlega hávært viðvörunarkerfi í gang og ég heyrði hávaða og læti frammi. Fólk hlaupandi eftir göngunum. Svo bankaði einhver á hurðina mína en þegar ég fór til dyra var gangurinn alveg tómur til beggja hliða. Again, veeeeery scaaaaaary! Ég læddist niður og hitti öryggisvörð sem var greinilega í miklu uppnámi og vissi ekkert hvað hann átti að gera. Hann sagði mér að fara niður þar sem e-ir aðrir nemendur höfðu safnast saman. Þá voru nokkrir þýskir skiptinemar búnir að bætast við minn einsmannshóp og við fórum til hinna krakkanna sem búa á þessu dormi og biðum viðvörunarkerfið af okkur.

Þetta var svolítið mögnuð nótt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Iss, þetta er ekkert. Vertu feginn að hafa ekki farið til Grikklands =]

stefán atli (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband