"Í hverju á ég að vera?" #1 - Karlakonur og kvenkarlar
17.10.2008 | 00:25
Í tilefni væntanlegs Hrekkjavökupartýs hef ég tekið það að mér að hjálpa fólki með búningaval. Þetta er fyrsti hluti slíkrar aðstoðar ...
Að klæða sig upp fyrir Hrekkjavökupartý er ekkert grín og margir eiga í miklum vandræðum með að ákveða sig í hverju þeir eiga að fara. Þess vegna ætla ég að reyna að hjálpa ykkur eymingjunum aðeins með nokkrum vel völdum uppástungum!
Þar sem þetta er afskaplega hýrt partý, og þar sem Halloween (og allar búningahátíðir) eru nokkurskonar tegund af draggi, þá er sjálfsagt að fyrsta þemað í þessum uppástungum sé: karlakonur og kvenkarlar í hryllingsmyndum!Hryllingsmyndir eru uppfullar af karlkyns morðingjum sem klæða sig upp sem konur og sömuleiðis karllegum konum með óhreint í pokahorninu. Ekki láta hómófóbíuna fara í taugarnar á þér og sjáið bara hversu kúl sumar þessara persóna eru í raun og veru!
Þetta eru einnig karakterar sem strákar jafnt sem stelpur geta hermt eftir, enda er heterónormatíf hegðun látin fljúga út um gluggann í hrollvekjugreininni allri!
Af slíkum persónum ber helst að nefna Móðurina úr Psycho ... og Psycho 2, 3 og 4. Þar sem við lifum í lit þessa dagana er best að taka sér móðurina úr annarri myndinni sér til fyrirmyndar, enda stórfínt bíó þar á ferð.
Þeir sem vilja ganga enn lengra í dragginu geta fundið sér langa, ljósa hárkollu, svört sólgleraugu og svo flottan leðurjakka (sem hægt er að nota við önnur tækifæri líka) og breytt sér í hina/hinn dularfullu/dularfulla Bobbi úr Dressed to Kill. Ekki gleyma rakhnífnum!
Það ætti ekki að vera mjög erfitt að klæða sig sem Frú Voorhees úr Friday the 13th. Hallærisleg ömmu-rúllukragapeysa og gallabuxur. Já, og karlmannshendur og karlmannsstígvél ...
Og þeir sem fíla hálistir af ýmsu tagi ættu að geta fundið sér stífa dragt, sett hárið upp í hnút og hækkað í sér röddina umtalsvert og þannig orðið að Frú Tanner úr Suspiria, stirðasta ballettkennara sögunnar.
Og þar hafiði það. Vonandi hjálpar þetta eitthvað!
Fleiri góð ráð munu birtast á næstu dögum! :D
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.