"Í hverju á ég að vera?" #3 - High class stalk 'n' slash
20.10.2008 | 11:20
Þó svo subbulegar unglingahryllingsmyndir áttunda og níunda áratugarins séu yfirleitt ekki taldar með gæðakvikmyndum þá má samt færa rök fyrir því að kvenhetjurnar sem þar komu fram hafi stuðlað að auknum fjölda sterkra kvenna í stórum "high-profile" Hollywoodmyndum tíunda áratugarins. Sömuleiðis er hægt að sjá kvikmyndir eins og Basic Instinct, Silence of the Lambs, Seven og fleiri, sem svar "alvörugefinna" kvikmyndagerðarmanna við hinni svokölluðu slægingarmynd (slasher film).
Í stuttu máli sagt: þið getið líka klætt ykkur upp sem Catharine Tremell í Halloweenpartýinu. Engin þörf á nærbuxum, bara kuldalegu viðmóti og hvössum orðum. Það er heldur ekki verra að læra utanað dialoguinn í atriðinu hér fyrir neðan, einu frægasta og alræmdasta atriði kvikmyndasögunnar, og nota nokkra vel valda frasa í partýinu. Ég er að hugsa um nokkra sérstaka frasa ...
http://www.youtube.com/watch?v=bQ8gi_BK8Sg
Þótt þetta séu allt frekar stórar, dýrar og vel þekktar myndir, þá eru búningarnir nokkuð einfaldir. Hvíta dressið hennar Sharon Stone ætti ekki að vera flókið að setja saman, og heldur ekki appelsínuguli fangagallinn hans John Doe úr Seven. En þið þurfið kannski að raka af ykkur hárið í staðinn ...
http://www.youtube.com/watch?v=v4NcuPb4wmA
Þið getið feikað fín jakkaföt og búið ykkur til nafnspjöld ef þið viljið vera eins og Patrick Bateman úr American Psycho. Í raun og veru er ekkert ólíklegt að svoleiðis týpa rati inn fyrir dyrnar í partýinu, enda er 90s-tilbúningurinn Bateman sambærilegur stereótýpunni um hinn útlitssjúka samkynhneigða mann, sem er núna orðinn hinn metrósexjúal gagnkynhneigði maður. (?) ... (!) ... Whaaat?
http://www.youtube.com/watch?v=GWte3W-LDg4
Enn og aftur, þeir sem vilja dress to impress, þá geta þeir fundið sér búning við hæfi úr kvikmyndinni The Cell ... það er úr fjölmörgum að velja.
http://www.youtube.com/watch?v=-eCD5Nuoyi4
Og þeir sem vilja dress to impress á annan hátt geta líka leikið eftir þetta fræga atriði með Buffalo Bill úr Silence of the Lambs. En ég vara ykkur við, ég mun ekki spila þetta lag á mínu heimili. Ever.
http://www.youtube.com/watch?v=xjTqoMFyIIw
Og að lokum þá bendi ég þeim sem nenna ekki að hugsa um búninga að mæta sem eftirfarandi par. Það er kannski hæpið að segja að þessi mynd tengist unglingahryllingsmyndinni á einhvern hætt (ok, ekki hæpið heldur kjaftæði), en það er morð í myndinni. Og ... já. Búið. En ef einhver mætir sem þetta par þá verð ég mjög glaður. Og Baldvin Kári verður tvöfalt glaðari.
http://www.youtube.com/watch?v=82_QuziGIFE
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.