Þegar mér leiðist
13.11.2007 | 01:24
já þá má ykkur alveg leiðast líka. Þess vegna fáið þið þessa óskemmtilegu bloggfærslu.
Nú mun ég lýsa því sem ég hef verið að gera í dag:
1. Ég kláraði að skrifa "interlinear commentary" um 35. sonnetu Shakespeares. Aldrei heyrt um hana? Nei, hún er ekkert sérstaklega fræg. Ritgerðin fjallaði aðallega um andstæðurnar sem Shakespeare dregur upp í sonnetunni og allar földu kynferðislegu vísanirnar. Já, hann Shakespeare var mikill dóni.
2. Ég kláraði að skrifa samanburð um "The Description of Cookham" eftir Aemiliu Lanyer og "To Penhurst" eftir Ben Jonson - tvö ljóð sem skópu hina svokölluðu "herraseturs"-undirgrein enskra bókmennta. Sá samanburður var aðallega leiðinlegur.
3. Fór og talaði við fasistakennarann úr færslunni hér að neðan og spurði hann hvernig ég gæti breytt síðustu ritgerð þannig að ég fengi hærri einkunn fyrir hana. Hann útskýrði og ég fór glaður út. Ég hata hann ekkert sérstaklega lengur.
Og hvað á ég eftir að gera?
1. Skrifa eitthvað sem tengist bæði "The Lottery" eftir Shirley Jackson og ljóðum Allen Ginsberg. Veió!
2. Örugglega eitthvað meir, en ég nenni ekki að gera það.
Mér til óánægju fór ég í bíó í gær að sjá 30 Days of Night. Það var frekar léleg mynd og ég mæli eindregið ekki með henni. Annars hef ég ekkert skemmtilegt að segja í bili.
Jú! Ég man! Ég fann gamla Nylon vídjóið "Lög unga fólksins" á netinu. Fyrsta smáskífan þeirra. Muniði eftir öllu fjaðrafokinu í kringum Nylon sumarið 2004? Ó, good old days! Mjög gaman að horfa á þetta vídjó þó svo upprunalega útgáfan með Unun hafi verið miklu, miklu betri!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Af ritgerðum ...
11.11.2007 | 02:25
Ég er ekki alveg hættur að fylgjast með Íslandi. Ég skoða t.d. blogg þeirra sem voru með mér í bókmenntafræðinni og sé að núna er ritgerðatörn hjá þeim.
Þeim til stuðnings langar mig til að lýsa því yfir að ég væri miklu frekar til í að vera að skrifa ritgerðir á Íslandi en hérna í Bandaríkjunum, sérstaklega í kúrsinum American Literature from 1860. Maðurinn sem kennir þann kúrs er fasisti, ég sver það. Ég þoli hann ekki. Ég hef skilað inn tveimur ritgerðum til hans og fengið eina lala-einkunn og eina frekar góða einkunn en alls engin uppbyggileg komment. Við eigum að endurskrifa þessar ritgerðir, en hvernig á ég að vita hvað ég á að endurskrifa þegar ég veit ekki hvað er að?!
En ég er búinn að hefna mín. Ég var að skila inn ritgerð til hans sem er svo fræðileg að hún er óskiljanleg. Gott á hann fyrir að gagnrýna mig og mína ritsnilld!
Annars er það af mér að frétta að klukkan er hálf-níu á laugardagskvöldi og ég veit ekki ennþá hvað ég á að gera! Einhverjar uppástungur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Smá meira með Tori ...
9.11.2007 | 18:35
Nokkrar merkilegar klippur
Josephine
Þetta er lagið sem ég ætlaði að spila í útvarpinu í sumar, en svo spilaði ég Riot Poof í staðinn ...
Riot Poof
Ooooog smá svona fyndið. Molly Shannon að leika Tori Amos í Saturday Night Live
Kosher All These Years
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tori Amos
9.11.2007 | 03:38
En Regina Spektor er ekkert í samanburði við Tori Amos, sem var flytjandi á Tónleikum #2, komplett með hljómsveit og ljósashowi.
Hún var í einu orði sagt MÖGNUÐ. Ótrúlega mögnuð. Og ég á aldrei eftir að skilja hvernig hún getur spilað á tvö píanó á sama tíma, sitjandi á milli þeirra. Kannski er það mjög einfalt, en það lítur frekar flókið út.
Pottþétt bestu tónleikar sem ég hef séð fyrir utan Madonnu - og það verður erfitt að toppa þá tónleika, einfaldlega vegna þess að þeir voru svo yfirþyrmandi flottir og skemmtilegir. Tori setti upp flott sjóv, en hún var ekki með 20 dansara og hún sagði aldrei neinum að "suck George Bush's ..." ahemm, fjölskyldublogg.
En vá hvað hún er frábær söngkona. Þegar hún söng "Black Dove" þá hélt ég að ég myndi deyja. Hérna er gömul klippa af henni að syngja "Black Dove". Ekki alveg eins og að sjá það live, en samt flott frammistaða - og þið getið líka horft á konuna spila á píanóin tvö á sama tíma. Crazy!
Af mér er svo að frétt að ég fékk fyrstu tíuna mína hérna í dag! Fyrir smá verkefni, ekkert merkilegt, en samt gaman :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nú snjóar bara!
6.11.2007 | 02:27
Já, það byrjaði að snjóa hérna í dag. Ekkert mikið. Það sá ekki á jörðinni eftir á, en svo sannarlega snjór. Og svo er líka orðið ógeðslega kalt, sem er ekki gaman. Sem betur fer er búið að setja hitann á dormið!
Hinsvegar er ég ekki ánægður út í skólayfirvöld þessa dagana. Af einhverjum fáránlegum ástæðum var ákveðið upp úr þurru (eða a.m.k. án þess að láta vita af því) að setja takmarkanir á netaðgang nemenda. Ég get semsagt bara verið í 2 klukkutíma í einu á netinu og eftir þann tíma þarf ég að tengja mig aftur. Ekkert flókið, bara pirrandi.
Það er samt ekki það slæma. Nei, hryllingurinn sem fylgir þessu er sá að núna er búið að loka fyrir allt torrent-dánlód sem þýðir að ég get ekki lengur stolið lögum og myndum af netinu. Þetta er náttúrulega ömurlegt í alla staði. Hvernig á ég að lifa það af að heyra ekki nýjustu útleknu lög allra minna uppáhaldslistamanna?? Eða horft á myndir sem ég tími ekki að sjá í bíó eða kaupa eða leigja??
Ha???!!!
Og ekki getur maður kvartað. "Hey, ég get ekki lengur stolið tónlist af netinu. FIX IT!" Ég held að fólk myndi ekki hlusta.
Það sem maður þarf að þola hérna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Svo margt!
3.11.2007 | 02:13
1. New York
Um helgina var miðsvetrarfrí í skólanum svo mér datt í hug að fara til New York að heimsækja hann Baldvin! Sem ég og gerði og það var afskaplega skemmtileg ferð. Fyrir utan að sjá típíska ferðamannastaði á borð við Frelsisstyttuna, Empire State bygginguna og Times Square, þá hjálpaði ég Baldvin að gera stuttmynd fyrir skólann sinn, söng sex sinnum karókí (m.a. Avril Lavigne! úje!), fór á seleb-skemmtistað á flottasta staðnum í bænum en sá engin seleb :( (hins vegar voru Ashley Olsen og Lance Armstrong víst að kyssast þar á mánudaginn! :D), og naut þess að vera í þessari stórkostlegu borg.
"Why'd you have to go and make things so complicated!" :)
Voða skemmtileg ferð og fá Baldvin og Elín sérstakar kveðjur! Gaman að hitta "gömlu" vinina aftur!
2. They Suck
Stuttmyndin They Suck er tilbúin. TILBÚIN!
Já, þetta er sama myndin og ég hef verið að gera síðustu hundrað árin. Betra seint en aldrei, yes? Hohoho ... Ég er búinn að dunda mér við að búa til smá pakat og hér er afraksturinn:
Smá fótósjopp djobb. Gaman að þessu.
Ég er líka búinn að ákveða að stofna kvikmyndagerðarfélagið Hægt og bítandi og verður They Suck fyrsta mynd þess félags. Tvöfalda merkingin er augljós, en ég ætla samt að útskýra hana:
1) Hægt - vegna þess að ég geri allt svo hægt
2) Bítandi - vegna þess að myndin er um vampírur
Clever, yes?
3. Halloween
Hrekkjavaka var haldin hér á landi núna á miðvikudaginn og það var voða skemmtilegt. Flottasti búningurinn var án efa samlokukonan í kaffiteríunni sem klæddi sig eins og belja (dýrið). Ég vildi að ég hefði tekið mynd af því ...
Ég ákvað, eftir mikla umhugsun, að vera Eurotrash vampíra. Það var frekar einfaldur búningur en ég held að hann hafi virkað alveg ágætlega. Þjóðverjarnir sem ég eyði mestum tíma með voru allir í svipuðum gír, svo ég smellpassaði í hópinn.
"I want to drink your blooooood!"
Hins vegar er hægt að geta þess að mikill skandall kom upp í skólanum eftir Hrekkjavökuna því einhverjir í "skólaelítunni" (þ.e. e-ir meðlimir ruðningsliðsins, klappstýrur og meðlimir nemendaráðsins) klæddu sig upp í "blackface". U.þ.b. 200 myndir af þessu fólki voru hengdar upp um alla veggi skólans (og voru svo rifnar niður) og nú er víst búið að reka e-a úr ruðningsliðinu og það er allt í rugli. Baby mama drama, just the way I like it! :)
Hrekkjavöku-hryllingsmynda-maraþonið mitt var frekar aumt, en þó tókst mér að horfa á einhverjar myndir. Hérna er listi yfir þær, í gæðaröð:
Death Proof - Mjööööög góð
Bug - Mjööööög góð
Demons - Trashy ass fun
Feast - Trashy ass fun
Return of the Living dead - Trashy ass fun
Planet Terror - Lala
Lizard in a Woman's Skin - Lala
Hellraiser 3 - Ojjjjjjjjjjjjjjjjjjjjj
Á sjálfan 31. október horfði ég svo á Freddy's Dead: The Final Nightmare (þ.e. "síðustu" Nighmare on Elm Street myndina, eða nr. 6 (það eru samt tvær í viðbót ...)) sem mér fannst viðeigandi því ég held barasta að það sé fyrsta alvöru hryllingsmyndin sem ég man eftir að hafa séð, á Stöðvarfirði árið nítjánhundruðnítutíuoglítið (man ik nákvæmlega hvenær ...)
Hún fær því að sjálfsögðu að vera Mjöööööög góð (en er í raun á veru e-s staðar á milli Trashy ass fun og Ojjjjjjjjjjjjjjjjjj).
Semi/non-horror ...
Cruising - Mjöööööög góð
Carlito's Way - Mjöööööög góð
+ nokkrir X-Files þættir úr 7. seríu m/ BK og G&T - Mjööööööööööööööög gott!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sendiherra Íslands
16.10.2007 | 04:54
Mínir íslensku þjóðarréttir voru:
Kleinur: Já, djúpsteiktar og brúnar. Ótrúlegt en satt, þá litu kleinurnar mínar út eins og alvöru kleinur. Hins vegar brögðuðust þær eins og eitthvað allt annað og verra. Eins og einhver hefði hellt salti ofan í deig og svo steikt það upp úr saltri fitu. Ógeðslegt. Þessi réttur kláraðist á svipstundu.
Vínarbrauð: Eða, eins og ég kallaði það, deig með sætu kremi. Fólk hérna skilur ekki íslensku. Og vínarbrauðin mín litu ekki út eins og neitt annað sem hefur sést í þessum heimi, svo það efaðist enginn um það að þetta væri íslenskt. Ég fann bara uppskrift á netinu. Hún hljómaði ekki flókin. Mig langaði í vínarbrauð. Þessi réttur kláraðist líka.
Grjónagrautur: Augljóslega íslensk uppfinning (þó svo hún hafi greinilega komist með einhverjum krókaleiðum til Evrópu og Suður-Ameríku ...) og eini rétturinn sem ég kunni að elda. Grjónagrauturinn bragðaðist þess vegna eins og grjónagrautur. Með kanilsykri, að sjálfsögðu. Þessi réttur kláraðist fyrst.
Já, ég held að ég hafi verið fínn sendiherra Íslands í dag.
Stoltur kokkur þarna á ferð.
Fyrir borðhald ...
... og eftir. Bara til að sanna að allt kláraðist! (Já, kleinurnar fóru allar að lokum. Og ekki í ruslið!)
"Mmmmm, góður matur sem þú bakaðir, Erlingur. Þú ert góður kokkur." Þessi orð ómuðu um allan salinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
YouTube spesjal
14.10.2007 | 00:04
Kylie Minogue - 2 Hearts
Looooove it! Þetta er svona eins og Goldfrapp by way of the Scissor Sisters. Og vá hvað Alison Goldfrapp á allan heiður skilinn fyrir útlitið á henni Kylie í þessu vídjói. Fullt af fólki HATAR þetta lag, en fullt af fólki er líka klikkað.
Girls Aloud - Call the Shots
Ég sver það, ég er búinn að hlusta á þetta lag svona 2932108293823 sinnum síðan í fyrradag.
Sugababes - My Love is Pink
Þegar ég er ekki að hlusta á nýja Girls Aloud lagið, þá er ég að hlusta á nýja diskinn með Sugababes - og þá sérstaklega þetta lag (sem hljómar reyndar eins og Girls Aloud lag (Xenomania, take a bow), but that's a good thing).
Roisin Murphy - Let Me Know
Oooooommmmmmmggggggg! Svalasta kona í heimi að vera svölust í geimi.
Aimless Morris Minor - Bless U
Fyndnast. Í. Heimi.
Surprise song with surprise band!
Já, ef þið þekkið mig þá ætti ekki að vera mjög erfitt að fatta hvaða lag þetta er. Og ef þið fattið það ekki, þá mæli ég með því að þið horfið. Mjöööög flott vídjó og mjööööög ... ahemm ... frábrugðið lag :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Send more brains!
13.10.2007 | 23:44
Nú er orðið kalt hérna í St. Paul svo ég skrapp í gær í Mall of America til að finna e-r hlý föt. "Skrapp" er samt ekki alveg rétta orðið, því maður skreppur ekkert svo endilega þangað. Það tekur ca. klukkutíma að komast þangað, í fyrsta lagi, og svo a.m.k. tvo í viðbót að skoða sig um, nema maður viti nákvæmlega hvert maður ætlar að fara. Það eru svo margar búðir þarna að ég efast um að ég eigi nokkurn tímann eftir að vita nákvæmlega hvert ég á að fara.
Og guð blessi H&M! Ég fann þar hlýjan jakka, hlýjan trefil, og hlýja peysu - allt á spott prís! Ég var mjög ánægður. Ég held að ég haldi mig bara við H&M í framtíðinni. Aðrar búðir eru skrítnar. Og svo er ég mjög fúll yfir því að hvorki Topshop né Jack&Jones þekkjast hérna. Kannski í New York??
Mér hefur ekki gengið vel að láta drauminn um Hryllingsmyndamaraþons-október rætast. Ég ætlaði að vera voða duglegur og horfa á a.m.k. eina á dag ... Frekar kannski eina á viku. Ykkur til ólýsanlegrar ánægju, án efa, ætla ég að telja upp þessar myndir og hvað mér fannst um þær:
Lizard in A Woman's Skin - Meh.
Return of the Living Dead - Úje! Mjöööög skemmtileg mynd.
Hellrasier 3: Hell on Earth - Ojjjjjjj. Vá, þessi mynd er svo hryllilega hryllilega ömurleg að ég get ekki lýst því. Illa gerð í alla staði.
Demons - Subbuleg ítölsk "zombie"-splattermynd. Of course I like it.
Og í kvöld ...? Kannski nýjasta myndin hans William Friedkin, Bug, eða kannski Death Proof hans Tarantinos? Kannski ekkert?
Svo er ég kominn með SKYPE!
Ég er reyndar búinn að vera með Skype í nokkrar vikur, en hef ekki verið mjög duglegur að nota það. Ég er nú þegar kominn með nokkra aðila á Skypeið mitt, m.a. Baldvin. Ég og hann horfðum á X-Files í gegnum Skype í gærkvöldi og í dag, og það var mjög gaman. Næstum því eins og að horfa á þessa snilldarþætti heima á Fálkagötu 5! Við erum komnir á 7. seríu og þetta er allt saman mjög spennó eins og venjulega.
Annars er ekki mikið að frétta. Ég ætla að heimsækja BKS í New York eftir nokkra daga, þegar miðsvetrarfríið mitt byrjar, og það verður mjög skemmtilegt. Ég ætla líka að nota tækifærið og hitta hana Elínu, þ.e. ef hún er ekki of upptekin við að hitta stórstjörnur á förnum vegi. ;-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Strawberry Fields Forever ...
2.10.2007 | 04:08
Í stuttu máli: Leikurinn var ca. tveir-og-hálfur-tími, og a.m.k. hálfan þann tíma gerðist ekki neitt. Það besta var eftirfarandi mynd:
Og þegar allir stóðu upp til að hlusta á/syngja ameríska þjóðsönginn. Og þegar ég hélt að allir væru að búa á einn leikmanninn frá Minneapolis, en svo komst ég að því að fólkið var ekki að segja BÚ heldur Lew, sem er nafnið hans. Ji, en vandræðó. Fleiri myndir hér!
Annars er frá því að segja að ég sá alveg ótrúlega ótrúlega magnaða mynd sem heitir Across the Universe. Það mun vera fyrsta kvikmyndin sem ég sé í amerísku kvikmyndahúsi síðan The Mummy var og hét - og það var árið 1999! Across the Universe er söngleikur með fullt af frægum Bítlalögum og ótrúlegustu kvikmyndatöku ársins. Horfið bara á trailerinn!
Já, henni er leikstýrt af Julie Taymor sem ég gjörsamlega dýrka. Hún gerði líka Fridu með Sölmu Hayek og Titus með Anthony Hopkins og hún leikstýrði fyrstu sviðsuppsetningunni af The Lion King (þessari frægu, frægu ...) Hún er gjörsamlega rugluð, þessi kona. Og var örugglega útúrdópuð þegar hún hugsaði upp sumar senurnar í þessari mynd. En vá, þið eigið ekki eftir að gleyma henni. Strawberry Fields Forever atriðið er pottþétt ótrúlegasta sena ársins.is - you heard it first here! Ég ætla að fara aftur! :D
Svo er kominn októbermánuður sem þýðir að allir sannir hryllingsmyndaaðdáendur eru komnir í Hrekkjavökugír. Ein hryllingsmynd á dag kemur skapinu í lag, ikke? Ég byrjaði daginn snemma í gærkvöldi og horfði á Lizard in a Woman's Skin eftir Lucio Fulci. Hún kom ekkert sérstaklega skemmtilega á óvart. Voða mikill been-there-done-that fílingur yfir henni ... Í kvöld held ég að ég horfi á The Return of the Living Dead! :)
Og næstu vikur verða mjöööög spennandi: Nýjar plötur með PJ Harvey, Sugababes, Roisin Murphy, Dragonette (ok, ekki "ný" plata, en hún er að koma út í fyrsta skiptið núna!) og Girls Aloud! Sexy? YES YES YES!
Fleiri myndir hérna - af nýju klippingunni minni og herberginu og ýmsum öðrum uppákomum! Og þið ættuð ekki að þurfa að vera á facebook til að sjá þær (en facebook er æði!)
Ójá, og svo er ég búinn að eignast nýja vini sem eru major selebs (a.m.k. á þeirra eigin skala, og líklega margra annarra) - þeir fengu mynd af sér birta hjá Hollywood-blogghórunni Perez Hilton! Ef þið ýtið hérna þá eru þeir neðstir, búnir að mála á vegginn "Painters *heart* Perez" :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)