Send more brains!
13.10.2007 | 23:44
Nú er orðið kalt hérna í St. Paul svo ég skrapp í gær í Mall of America til að finna e-r hlý föt. "Skrapp" er samt ekki alveg rétta orðið, því maður skreppur ekkert svo endilega þangað. Það tekur ca. klukkutíma að komast þangað, í fyrsta lagi, og svo a.m.k. tvo í viðbót að skoða sig um, nema maður viti nákvæmlega hvert maður ætlar að fara. Það eru svo margar búðir þarna að ég efast um að ég eigi nokkurn tímann eftir að vita nákvæmlega hvert ég á að fara.
Og guð blessi H&M! Ég fann þar hlýjan jakka, hlýjan trefil, og hlýja peysu - allt á spott prís! Ég var mjög ánægður. Ég held að ég haldi mig bara við H&M í framtíðinni. Aðrar búðir eru skrítnar. Og svo er ég mjög fúll yfir því að hvorki Topshop né Jack&Jones þekkjast hérna. Kannski í New York??
Mér hefur ekki gengið vel að láta drauminn um Hryllingsmyndamaraþons-október rætast. Ég ætlaði að vera voða duglegur og horfa á a.m.k. eina á dag ... Frekar kannski eina á viku. Ykkur til ólýsanlegrar ánægju, án efa, ætla ég að telja upp þessar myndir og hvað mér fannst um þær:
Lizard in A Woman's Skin - Meh.
Return of the Living Dead - Úje! Mjöööög skemmtileg mynd.
Hellrasier 3: Hell on Earth - Ojjjjjjj. Vá, þessi mynd er svo hryllilega hryllilega ömurleg að ég get ekki lýst því. Illa gerð í alla staði.
Demons - Subbuleg ítölsk "zombie"-splattermynd. Of course I like it.
Og í kvöld ...? Kannski nýjasta myndin hans William Friedkin, Bug, eða kannski Death Proof hans Tarantinos? Kannski ekkert?
Svo er ég kominn með SKYPE!
Ég er reyndar búinn að vera með Skype í nokkrar vikur, en hef ekki verið mjög duglegur að nota það. Ég er nú þegar kominn með nokkra aðila á Skypeið mitt, m.a. Baldvin. Ég og hann horfðum á X-Files í gegnum Skype í gærkvöldi og í dag, og það var mjög gaman. Næstum því eins og að horfa á þessa snilldarþætti heima á Fálkagötu 5! Við erum komnir á 7. seríu og þetta er allt saman mjög spennó eins og venjulega.
Annars er ekki mikið að frétta. Ég ætla að heimsækja BKS í New York eftir nokkra daga, þegar miðsvetrarfríið mitt byrjar, og það verður mjög skemmtilegt. Ég ætla líka að nota tækifærið og hitta hana Elínu, þ.e. ef hún er ekki of upptekin við að hitta stórstjörnur á förnum vegi. ;-)
Athugasemdir
Ójá. Flesk rúlar!
Baldvin Kári (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.