"Í hverju á ég að vera?" #2 - Stephen King

Hrollvekjuhöfundurinn Stephen King er ábyrgur fyrir mörgum eftirminnilegustu illmennum nýlegrar kvikmynda- og bókmenntasögu og því tilvalið að minnast nokkurra þeirra í tæka tíð fyrir hrekkavöku.

Þeir sem vilja "dress-to-impress" geta til dæmis litið til eins óhugnalegasta trúðsskrímslis fyrr og síðar, Pennywise the Dancing Clown, eða það-ið úr míníseríunni IT. Fyrir utan trúðslíkið geta áhugasamir fengið sér risastórar gular tennur, blöðrur fylltar af blóði og augu sem varpa frá sér hvítu, skerandi ljósi. Og að sjálfsögðu ber að hafa í huga að leikarinn sem fór upprunalega með hlutverkið er þekktastur fyrir að vera draggdrottning úr Rocky Horror Picture Show. Það er þessi skelfilega blanda ýkts kvenleika, yfirdrifins ofleiks og sannfærandi illsku sem gerir Pennywise að skemmtilegri hrekkjavökutýpu!

 

Fyrir kvenþjóðina er tilvalið að finna sér einfaldan, fölbleikan kjól (eða eldrauðan, það fer eftir því hver horfir ...), kórónu og sprota, og svo hella góðum skammti af svínsblóði yfir sjálfa sig og múnderinguna - þá munuð þið líta út eins og Carrie White úr kvikmyndinni Carrie, sem er einmitt fyrsta kvikmynd gerð eftir (fyrstu) bók Stephen King. Þið getið stytt ykkur stundir í partýinu með því að einblína á fólk sem ykkur líkar ekki við og reyna að beita hugarorku ykkar gegn þeim.

Fyrir þá sem vilja einfaldari búninga, þá geta þeir fengið sér sveitó föt, sveitó málfar, hermt eftir svínum, gert sér upp hrifningu á Liberace og fengið sér stóra sleggju, eins og Annie Wilkes í Misery. 

Þeir sem vilja koma sér almennilega í karakter án þess að fara yfirum í búningavali geta einnig tekið sér til fyrirmyndar Jack Torrence úr The Shining. Í raun og veru þarf bara geðveikislega glottið hans Jack Nicholson til þess að það virki ... veit samt ekki hvort það séu margir sem geta hermt eftir því ... Já, og ég vil engar axir inn á mitt heimili.

 

Að lokum, fyrir þá sem vilja vera meiriháttar showstoppers þann 31. október, þá mæli ég með því að fólk mæti sem eftirfarandi illmenni ...

 That's it for now! :D 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég elska Kathy Bates. Nennirðu að kaupa ótrúlega fallega karlmannsgínu og klæða hana svo í Annie-Wilkes-búning og láta eins og það sé ég í partíinu þínu? Plís? Það eina sem verður erfitt er að finna nógu fallega gínu.

-B

BKNY (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 00:19

2 identicon

uhhhh...má ég ekki bara koma í venjulegum fötum?? ;)

Sigga (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:28

3 identicon

Baldvin: Done and done!

Sigga: Þú mátt klæða þig eins og Fríða ;)

Erlingur (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 11:21

4 identicon

Erli, þú veist það þýðir ekkert að gefa innantóm loforð. Ég mun fara fram á að sjá myndir til sönnunar.

BKNY (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 03:18

5 Smámynd: Erlingur Óttar Thoroddsen

Be careful what you wish for ... That's all I'm sayin.

Erlingur Óttar Thoroddsen, 20.10.2008 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband