Færsluflokkur: Lagalistinn

Lagalistinn 14. október 2009

Er ekki kominn tími til að breyta þessum lögum þarna til hægri?

Eru ekki allir komnir með ógeð á Lady Gaga? („NEI!“ - Heimurinn)

Anyways, það sem ég er að hlusta mest á þessa dagana er eftirfarandi:

Ready For The Weekend - Calvin Harris: Þetta er lagið sem kemur mér í stuð. Ég hreinlega dýrka þetta lag. Calvin Harris er það sem bróðir minn myndi kalla „lazy kúl“, og þó svo þetta lag sé engan veginn lazy þá er það voða voða kúl. Mig langar allt of mikið í þennan geisladisk.

Bedroom Viper - Mini Viva: Þær voru að gefa þetta lag fríkeypis til aðdáenda um daginn og ég fékk smá Róisín Murphy/Modern Timing deja vu .. af hverju að gefa svona geggjuð lög? Þetta er reyndar ekki svona „omfg ég dey þetta er svo gott!“ lag, meira svona „frábært eftir fimm hlustanir ...“ .. eru ekki öll bestu lögin þannig?

My Man - Jade Ewen: Jade Ewen sveik mig allsvakalega með því að ganga í Sugababes í staðinn fyrir Keishu fyrir nokkrum vikum. Ég hefði nefnilega alveg viljað gefa henni sjens sem sóló-söngkonu, sérstaklega með flott lög eins og My Man (sem er aðallega flott því hún syngur það með svo mikilli innlifun). En nei, ekki lengur. Núna verð ég að hata hana framvegis (a.m.k. þangað til Sugababes hætta (eftir ca. 2 mánuði)). En þar sem þetta lag kom út á undan svikunum, þá er það smá undantekning. 

Standing Up For the Lonely - Jessie Malakouti: Það er rosalegt 90s vibe sem svífur yfir vötnum í þessu lagi. Þetta svona up-beat/down-beat trans-diskó-klúbbalag sem maður fær á heilann. Xenomania gengið er ábyrgt fyrir þessu, eins og 85% alls sem ég hef verið að hlusta á síðustu mánuði. Þetta lið er ótrúlegt. 

About a Girl (Keisha Mix) - Sugababes: Samið af gaurnum sem semur allt það besta (og reyndar versta, líka) fyrir Lady Gaga. Ég fílaði þetta lag frá fyrstu hlustun, en ég býst við því að ég eigi eftir að hlusta meir á það bara vegna þess að þetta er síðasta „official“ lagið sem Sugababes gáfu út á meðan Keisha var meðlimur. Það er reyndar búið að stroka hana út úr nýjustu útgáfum þess, og líka út úr vídjóinu, en á „gömlum“ útgáfum (þ.e. 4 vikna gömlum) má enn heyra hana syngja eins og hún eigi lífið að leysa. Engin snilld, en það er eitthvað við það ... 


Lagalistinn

Hvað er ég að hlusta mest á þessa dagana?

Beyoncé Knowles - Beautiful Nightmare (Sweet Dreams) - Nýjasta platan hennar Beyoncé er mjög mjög misgóð. Fyrir hvert meistaraverk er annað leiðinlegt og tilgangslaust lag. Sweet Dreams (sem er á Sasha-Fierce-dansdisknum) er með betri lögunum, en mér fannst lagið samt langbest í upprunalegri útgáfu sinni, þegar það hét einfaldlega Beautiful Nightmare.

The Bird and the Bee - Love Letter to Japan - Ég heyrði fyrst í The Bird and the Bee þegar þau gáfu út lagið Again and Again árið 2007 (held ég) og var meira en lítið hrifinn. Núna er komin út ný plata og þetta lag er alveg einstaklega skemmtilegt og catchy. Meira frá þeim, prease.

Erik Hassle - Hurtful - Það er ekki oft sem ég fæ lög á heilann sem eru sungin af karlssöngvara. Ég held að síðast hafi það gert þegar ég fann á netinu Confusion Girl með Frankmusik (sem er farinn að verða hip og kúl í þeim hópum sem telja sig vita eitthvað um slíkt). En þetta lag er æði. Voða skemmtilega sorglegt.

Girls Aloud - Nobody But You - Já vá, surprise surprise, Girls Aloud lag hérna! Þetta er B-skífa frá 2006 og, eins og með svo margar aðrar B-skífur þeirra, skil ég ekki alveg hvers vegna þetta var ekki gefið út eitt og sér. Sigh.

Röyksopp feat. Robyn - The Girl and the Robot - Vélmenni virðast ætla að verða hip-trendið í tónlist árið 2009; fyrst með þessu geðsjúka lagi með þessu skandinavíska hæfileikafólki og svo eru stelpurnar í Girls Aloud að fara að gefa bráðlega út 7 mínútna langa smáskífuna Untouchable sem inniheldur mjög áberandi skírskotun í róbóta. Og bæði lögin eru frábær. Og bæði eiga eftir að verða vinsæl.

(Smellið á nöfnin á lögunum til að sjá vídjó, ef þau eru á annað borð til!)


Lagalistinn

Það er búið að vera mikið vandamál fyrir mig að velja lög í lagalistann síðustu daga, einfaldlega vegna þess að ég er búinn að hlusta á svo einhæfa tónlist upp á síðkastið. Ég ákvað því að hætta við að „velja eitthvað flott“ og setja frekar inn það sem ég hef verið að hlusta á í raun og veru: Sugababes!

Og ekki bara einhverjum Sugababes lögum, heldur óútgefnum albúmslögum sem eru annað hvort mid-tempó eða ballöður! Áhugavert, ekki satt? („Nei“ - Heimurinn).

Ace Reject - Óumdeilanlega besta Sugababes lag allra tíma. Samið (að sjálfsögðu) af hinu ótrúlega Xenomania gengi, sem hefur einhvern veginn lag á því að semja tónlist sem við fyrstu hlustun vekur athygli fyrir að hljóma ólíkt öllu öðru sem maður hefur heyrt, en um leið og maður hlustar aftur þá er maður meira og minna hooked. Textinn í þessu brjálæðislega góða lagi er líka einhvers konar blanda af ljóðrænni popp-lýrík og svo nútímalegum vísunum („had to erase all your messages“), sem gerir það að verkum að lagið er nútímalegt en samt sem áður tímalaust á sama tíma.

Eins og með flest bestu Xenomania-lögin, þá er uppbyggingin á þessu virkilega furðuleg, og það er varla hægt að segja hvar versin enda og viðlögin byrja. 

Caught in a Moment - Ókei, það var smá lygi að segja að þetta væru allt óútgefin lög. Caught in a Moment er t.a.m. eitt af vinsælli lögum stelpnanna og af plötunni Three (eins og öll hin lögin hérna, nema Ace). Það er bara svo flooooootttttttt! Ef það yrði haldinn ballöðukeppni milli smáskífanna þeirra Sugababes, þá yrðu annað hvort Caught in a Moment eða Stronger (af Angels With Dirty Faces) sigurvegararnir. Persónulega myndi ég velja Caught, því raddirnar þeirra eru svo ótrúlega fallegar í því lagi.

Og svo eru lokaharmóníurnar í Caught (ooooh-ooooh-oooohs) flottari en í Stronger (oo-oh-oo-ooh-oo-wo-oh). 

Conversation's Over - Ég rambaði óvart á þetta lag einhvern tímann fyrir nokkrum árum og fékk það á heilann. It's still there ...

Twisted - Hérna er hin hliðin á Xenomania-peningnum. Við hliðina á hverri einustu súper-pródúseruðu tilraunaflækju (eins og Ace Reject eða Biology með Girls Aloud, t.d.) stendur yndislega einfalt en samt sem áður skemmtilegt lag. Twisted er gott dæmi um svoleiðis lag sem liðið gaf Sugababes. Hérna er pródúksjónin strípuð niður í frekar einföld hljóðfæri og „straightforward“ uppbyggingu. Samt voða voða flott.

We Could Have it All - Fyrstu 20 sekúndurnar af þessu lagi eru svo svalar. Og lagið er líka flott. Þetta er lagið sem ég gleymi alltaf að Sugababes hafi gert. En um leið er það eitt af þeirra flottustu lögum. 

Fyrir þá sem hafa áhuga, þá eru fyrir ofan linkar af stelpunum að syngja Caught in a Moment, Stronger og Conversation's Over live. Mjög, mjög flott, sérstaklega fyrri tvö lögin. Hins vegar klúðrar Heidi sínum kafla í Conversation's Over all hrikalega, en hún brosir svo fallega í staðinn að maður fyrirgefur henni. :D


Tónlistarspilari

Ég er búinn að setja upp skemmtilegan tónlistarspilara hér til hliðar sem complimentar „Lagalista“ bloggin mín (þ.e. „Lagalista“ bloggIÐ mitt eina). Í framtíðinni munu þær færslur vera með linka á youtube vídjó og annað den slags og kannski einhverjar athugasemdir til að útskýra af hverju ég kýs að hlusta á viðkomandi lag yfir höfuð, en svo ættuð þið að geta hlustað á viðkomandi lag/lög í tónlistarspilaranum á meðan.

Sniðugt, já?

En já, fyrst ég skrifaði ekkert um lögin síðast þá eru hér fyrir neðan smá skemmtilegar staðreyndir um þessi lög sem skemmta mér konunglega þessa dagana:

Girls Aloud - Memory of You: Ótrúlegt en satt þá er þetta B-hlið á mun síðra lagi sem kom út nú á dögunum. Og ekki bara B-hlið, heldur B-hlið á vínyl-útgáfu lagsins! Reyndar eru aðdáendur Girls Aloud orðnir svo ástfangnir af þessu lagi að búið er að stofna facebook-grúppur sem krefjast þess að lagið verði gefið út á geisladisk eða til niðurhals. Þetta hefur vakið það mikla athygli að fréttamiðlar í Bretlandi skrifa um málið, eins og í þessari löngu, yfirgripsmiklu grein úr gæðaútgáfunni The Sun.

Hverju sem því líður, þá er þetta lag einfaldlega frábært. Fullkomið myrkt-diskópopp frá skemmtilegustu popptónlistarhöfundum samtímans.

Frank - Money in My Pocket & All I Ever Do: Ef einhver þekkir þessa bresku stúlknasveit sem kom, sá og tapaði árið 2006, þá verð ég hissa.

En hvað eru þær þá að gera á þessum lista? Jú, Xenomania-snillingarnir eru ábyrgir fyrir tónlistinni sem sveitin spilaði, þar á meðal einu besta óútgefna popplagi allra tíma: Money in My Pocket. Mig langar svo svo svo mikið að heyra það í sinni upprunalegu útgáfu (þ.e. útgáfuna sem lítill armur Xenomania-veldisins, hljómsveitin Mania, gaf út), því satt skal segja er söngur þeirra Frank-stúlkna ekki beint merkilegur. Mania-gellurnar sem sömdu lagið eru fullar af attitjúdi og svona grófu-girl power sem tapast svolítið í þessari útgáfu.

Samt sem áður er lagið magnað eitt og sér, sama hver syngur. Eins og með flest bestu Xenomania lögin er bakspilið grunsamlega einfalt á meðan laginu er skipt í fjölmarga kafla sem flækjast allverulega þegar líður á: byrjar á intrói, fer yfir í vers, þaðan í langa brú, þaðan í kórus, svo aftur vers, brú, kórus og svo: middle-eight; auka-middle-eigth; kórus; ný brú; auka kórus/shout-out (með oh! oh! oh! í bakgrunninum); og svo intróið endurtekið að lokum. Loves it.

All I Ever Do er öllu „venjulegra“ og kannski ekkert sérstaklega merkilegt, en það er einhver melankólískur mid-tempó fílingur yfir því sem ég get ómögulega staðist og ég er búinn að vera með þetta lag á heilanum í nokkrar vikur.

Textinn eftir Miröndu Cooper er líka skemmtilegur.

Camille - Money Note: Já ... hvað á ég að segja? Ef þið eruð ekki búin að skoða vídjóið, þá mæli ég eindregið með því að þið gerið það. Annars er þetta bara stórfurðulegt en samt sem áður ofsagott lag. Hver er Camille? Ekki hugmynd .. but I like her!

Kylie Minogue - The One: Ég get ekki sagt að ég sé einhver mega Kylie aðdáandi, en þegar hún tekur sig til þá gefur hún stundum út alveg hreint stórmögnuð lög. The One er eitt af þeim. Melankólískt elektrópopp af bestu gerð. Pottþétt besta lagið af X-plötunni.

Little Boots (Buffetlibre vs. Sidechains remix) - Love Kills: Little Boots er ung stelpa frá Bretlandi sem BBC kaus nýlega „mest spennandi nýju stjörnuna“ fyrir árið 2009. 

Þetta lag er „ábreiða“ (gubb) af gömlu Freddy Mercury lagi, og jeminn eini hvað það er flott! Þið getið meira að segja náð í það sjálf frítt (og löglega) hérna. Skrollið bara niður þangað til þið sjáið Little Boots. Þetta er í raun mjög sniðug síða þar sem hægt er að sækja án endurgjalds fullt af skemmtilegum lögum þar sem nýjar og nýlegar hljómsveitir kovera gömul lög sem þær fíla. Amazing.  


Lagalistinn

Hvað spilast í iPodnum um þessar mundir?

Alesha Dixon - The Boy Does Nothing

Camille - Money Note

Frank - All I Ever Do

Frank - Money in My Pocket

Girls Aloud - Memory of You

Kylie Minogue - The One

Little Boots - Stuck on Repeat

Little Boots - Love Kills

Pacific! - Hot Lip


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband