Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Le Return!

Jebbs, kominn aftur. Kominn úr sól og sumar yfir í vetur og ógeð. Já, hér er sko enn vetur. Snjórinn fyrir utan sannar það. Og það á víst að halda áfram að snjóa, heyrði ég rétt í þessu. Gaman gaman.

En ég get yljað mér við minningarnar frá Kaliforníu þangað til það verður hlýtt hér. Eða farið í ljós nokkrum sinnum og ímyndað mér að ég búi í hitaparadís. Eins og Santa Cruz. Þar sem ég eyddi meirihlutanum af síðustu viku. Omg. Ooooh baby do you know what it's worth, ooooooh heaven is a place on earth! Etc. Heaven = Santa Cruz.

Ferðasagan kemur innan skamms, myndskreytt og mögulega vídjóskreytt ef mér finnst vídjóin birtingarhæf. En ef þið eruð ógó spennt að skoða myndir STRAX, þá er fyrsti hluti kominn upp á facebook og á myspace. Facebook ætti að virka fyrir alla, en þið tékkið bara á þessu. Þetta eru meira og minna sömu myndirnar.


Spring break!!

Jebbs, kominn í frí og er á leiðinni til San Francisco eftir nokkra klukkutíma!

Var að byrja að pakka (er alltaf á svo góðum tíma með það) og svo er það bara smá hádegismatur og beint á flugvöllinn!

Þetta verður mayjah!

Eða kannski FIERCE. Hot mess. Fierce hot mess tranny from Transylvania. Hot mess.

Tranny. 



SNL - Project Runway on FunnyOrDie.com


Rúsínukonan

Róisín Murphy sendi frá sér nýtt myndband í dag.

Ef ég ætti að vera grafalvarlegur, hlutlaus og þurr, þá myndi ég segja að nýja myndbandið væri prófessjónal, en að það vantaði eitthvað "oomph" sem er til staðar í öðrum myndböndum þessarar söngkonu. Útlit myndbandsins er til fyrirmyndar, eins eru búningarnir sem Murphy klæðist skemmtilegir, en það myndavélin hefði mátt hreyfast meira; það vantar smá myndrænt stuð til, enda er þetta dansvænt lag.

 

Ef ég ætti að segja það sem mér finnst, þá myndi ég segja OMG! Róisín Murphy er SVALASTA MANNESKJA Í FOKKING HEIMINUM!  


Draumfarir

Í nótt dreymdi mig ýmislegt. T.d. að ég hefði samið helvíti gott popp-danslag sem svipuðum takti og Love Machine með Girls Aloud, nema bara með bull-texta. Svo var ég allt í einu blaðaljósmyndari staddur í Danmörku að taka myndir af árlegu hrísgrjónagrautsbaði Margrétar danadrottningar. Það var stórhátíð, fullt af fólki og loftfimleikar. Nokkrir fimleikastrákar buðu mér meira að segja í partý um kvöldið, svo ég fór í danska Topman (sem ég veit ekkert hvort sé til í alvörunni) og fann mér hræódýra en flotta skyrtu á 11 kr. danskar, sá líka flottari buxur en ég hef séð allan tímann hérna í Bandaríkjunum, og hefði getað valið úr endalausri flóru binda, ef ég hefði sofið lengur.

En nei. Nú er ég búinn að missa úr heila klukkustund því Ameríka er komin á sumartíma. En ég lifi enn í fortíðinni. Hjá mér er klukkan ekki 10, heldur 9. Ég á að vera sofandi.

484px-Queen_Magrethe_sep_7_2005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

grjono

 


Þegar vondir dagar verða góðir

Ég var í frekar fúlu skapi í dag. Var frekar þreyttur (því herbergisfélaginn minn er HÁLFVITI!) og svo var aftur að kólna um ca. grilljón gráður, þannig að þetta var allt saman ansi glataður dagur, að því er virtist.

Ég fór í ræktina, en var of þreyttur til þess að gera eitthvað af viti. Reyndi að eyða tímanum í að læra, las eitthvað eftir Charles Dickens og Robert Browning, en það var frekar stutt og tók lítinn tíma. Ég var nýbúinn að klára bókina sem ég var að lesa (Duma Key ... mjöööög góð!), og nennti ekki alveg að lesa hina sem ég var að byrja á (At the Mountains of Madness eftir H.P. Lovecraft ... lofar mjööööög góðu!) svo ég varð að finna mér eitthvað til þess að létta mér lund.

Svo ég fór í nálægasta mallið og eyddi smá pening. Það var mjög ánægjulegt. Ég mæli með því að fólk geri meira af því - ég sver það, að kaupa hluti er eins og að kaupa sér gleði og ánægju. Ég var a.m.k. miklu brosmildari eftir það.

Þegar ég fór í kvöldmat, þá var sérstakur "Caribbean" matseðill, og -  viti menn! - það var fullt af góðum mat í boði. Meðal annars stórar rækjur! Og tvær mismunandi tertur! Ég sem var farinn að venjast því að vera kominn með ógeð leið á matnum í "Sorin", sem er örugglega ljótasta og mest óaðlaðandi nafn á kaffiteríu sem ég get ímyndað mér. Fyrir utan kannski "Phlegm". 

Núna er ég saddur og ánægður. Mjög gott.

Boðskapur þessarar sögu: Ef þið eyðið pening til þess að öðlast hamingju, þá fáið þið kannski líka gott að borða um kvöldið. 

Meira grín með Opruh. Núna með Barbru Streisand líka! :D

 


Hist og her

Jæja, það eru næstum því tvær vikur síðan ég skrifaði eitthvað síðast. Ástæðan fyrir þessari lægð er einfaldlega sú að það hefur nákvæmlega ekkert merkilegt gerst síðustu tvær vikurnar. Bara búið að vera kalt og kalt og kalt. Janúar og Febrúar eru ekki beint skemmtilegustu mánuðir ársins, en þegar það er milljón stiga frost á hverjum degi, þá eru þeir ennþá verri. Ég fer helst ekki út úr "húsi" (þ.e. herbergi) í þessum kulda, og ef ég myndi fara eitthvað, þá eru tómstundir þessa stundina afskaplega takmarkaðar. Maður fer helst í bíó. Og kannski á bar. 

En það er svosem allt í lagi því eftir tíu daga verð ég í San Francisco að njóta góða veðursins! Já, Spring Break is upon us, eins og þeir segja hérna, og ég ætla að vera á eins hlýjum stað og mögulegt er. Hlýjum og skemmtilegum!

Af lesmálum, þá er ég önnum kafinn við að lesa nýju bókina hans Stephen King, Duma Key. Hún er bara asskoti góð! Mjög löng (e-ð um 600 síður) en aldrei leiðinleg.

Af bíómálum, þá er ég búinn að sjá eftirfarandi myndir nýlega: Vantage Point = la la; The Signal = 1/3 góð; Jumper = Skemmtileg en ekki góð.

Af sjónvarpsmálum, þá verð ég að segja að mér fannst síðasti Lost þátturinn ekkert sérstaklega spes. A.m.k. sá slakasti í seríunni hingað til. Of mikið drama, of lítið creepy, og allt of mikið af spurningamerkjum.  

Af tónlistarmálum, þá eru nýju plöturnar frá Goldfrapp og Sheryl Crow að gera mig afskaplega glaðan þessa dagana. En - gasp - nýja lagið hennar Ashlee Simpson er að gera mig klikkaðan, það er svo geðveikt! 

 Svo ætla ég að skilja ykkur eftir með smá Opruh Winfrey grín ... looove it!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband