Færsluflokkur: Bloggar

Ný heimasíða, nýtt blogg

Kæru vinir,

lingur.blog.is er formlega dautt blogg.

En, eins og fönix úr öskunni rís Skyldulesning upp og finnur sér nýtt heimili hér, á www.erlingurottar.com/blogg/.

Sömuleiðis er ýmislegt annað að finna á www.erlingurottar.com

Ég ætla þó að leyfa þessu moggabloggi að vera til um senn, enda ýmislegt áhugavert hér að finna.

En allir að fara á www.erlingurottar.com! Miklu skemmtilegra þar :D


RÚV kýs að fjalla ekki um stærsta Gay Pride frá upphafi í fréttaannáli

Merkilegir viðburðir sem RÚV fjallaði um í staðinn:

* Fjölskyldufaðir sem lýsir fæðingu barns síns eins og um íþróttafrétt væri að ræða

* Hórkarl hjá KSÍ sem eyddi milljónum í vændiskonur

* Icesave ad nauseam   

* Þjóðhátíð í Eyjum, sem hefur ekkert breyst í þúsund ár og þar sem hápunkturinn er stórglæpamaður 

En nei, stærstu Hinsegin dagar frá upphafi, sem færðu Reykjavíkurborg örugglega nokkrar milljónir í kassann (og örugglega aðeins meira en það) þóttu ekki nógu merkilegir fyrir þennan annál. 

Ekki það að þetta komi mikið á óvart. RÚV fjallaðiu heldur ekkert mikið um þetta í fréttunum í ágúst ...  


Áramótaheit

Jæja, á maður enn einu sinni að þykjast ætla að gera áramótaheit um að halda þessu bloggi lifandi næstu mánuði?

Já, ég held það barasta. Við sjáum svo bara hvernig gengur. Kannski kemur andinn oftar yfir mig á næsta ári. Og þá meina ég ekki vínandinn.


Laugardagur til lukku

Jæja, þá er dagurinn runninn upp - sjálfur myndavikudagurinn. Sem þýðir í raun og veru að ég ætla að taka myndirnar, flestar, í dag. Sem þýðir að hin svokallaða „myndavika“ er eiginlega bara „myndadagur“. Sem þýðir að ég laug í fyrri færslunni ... ég var ekki eins duglegur og ég ætlaði. Gekk ekki um göturnar með myndavélina, tók ekki myndir af öllu merkilegu sem fyrir augu mín bar.

En ég ætla að gera það í dag. Promise. Ég ætla að gefa mér smá túristadag í dag. Fara niður í Chelsea. Kannski í Greenwich Village. Mögulega lengra niður. Central Park verður án efa áfangastaður. O.s.frv. Hver veit nema ég taki myndir af íbúðinni minni, líka .. þó svo að það séu allar líkur á því að íbúðin mín verði ekki íbúðin mín mikið lengur (það eru góðar fréttir, ekki slæmar), en ég tala meir um það þegar ég get.

Rennum aðeins yfir það sem þið hafið beðið mig um að mynda (í engri sérstakri röð):

* Túristar frá „the midwest“. Plús stig ef þeir eru í I ♥ New York bol (Auður)
* Rónar að tefla í Central Park (Atli Sig)
* Allir celeb vinir mínir og skrítið fólk (Steinunn) - er í lagi ef ég slæ þessum kategoríum saman?? :p
* Stonewall Inn 53 Christopher St + annað frá Greenwich Village (Matti)
* Flottasti gay-staðurinn + uppáhaldsborðið mitt þar (Jón Þór)
* „Ground-Zero“ (Steindór)
* Myndir af mínu fagra fési + afturenda, plús skilti, t.d. á hárgreiðslustofum (Katrín)
* Hornið á 1st street og 1st avenue, helst með íkorna í rammanum (Linnea)
* Vistarverur mínar, timer-myndir í borginni, ég og Baldvin í karókí að syngja eitthvað skemmtilegt lag, ég í annarlegu ástandi, ég að pósa í spegli (eins og á Fálkó), fallegasti gay staðurinn, og Angelina og Madonna (Birna) - þetta eru jafnmargar myndir og allir hinir eru með til samans. Hún Birna biður ekki um lítið! En þar sem hún átti afmæli í gær, þá reyni ég mitt besta! :)

Vonandi næ ég að birta eitthvað af þessum myndum seinna í dag/kvöld!


Myndavika

Þar sem ég er búinn að lofa því núna endalaust að birta myndir á þessu bloggi, þá fannst mér tilvalið að athuga myndir af hverju fólk vill sjá.

Þið megið því kommenta hér fyrir neðan með uppástungur að myndum sem ég á að taka, og svo mun ég ferðast um borgina með myndavélina næstu daga og reyna að verða við bónum ykkar. Líka gaman fyrir mig að gera eitthvað „spes“ - og kannski komast aðeins í burtu frá campusnum því maður er farinn að eyða skuggalega miklum tíma á sama stað.

Á morgun fær maður að hitta fyrstu „stjörnu“ vetrarins - sjálfan Werner Herzog! Hann kemur með eina af tveimur nýjum myndum sínum til að sýna og verður svo með Q&A á eftir. Miðað við það sem maður hefur heyrt, þá verður þetta Q&A örugglega mjög forvitnilegt (maðurinn er víst ekki alveg með fulle-fem).

Við megum hins vegar ekkert tala um þetta .. voða hush-hush. Má ekki blogga, facebook-eða twitter-statusa, o.s.frv. Ég brýt þessa reglu hiklaust þar sem engin skilur íslensku hvort eð er.

Svo er ég enn að reyna að læra utan að 13 blaðsíðna kafla úr „Shape of Things“ eftir Neil LaBute. Það er ekki að ganga eins vel og ég vildi :p

But anyway - kommentið með myndahugmyndir!!


Að vera háður Craigslist ...

... er hættulegt.

Fyrir þá sem þekkja ekki Craiglist, þá er það heimasíða þar sem hægt er að auglýsa hvað sem er til sölu. Húsgögn, sjónvörp, íbúðir, sig sjálfan, o.s.frv.

Ég hef vitað af þessari síðu lengi, en fór ekki að skoða hana fyrr en núna í dag. Og ég hreinlega get ekki hætt. Það er bókstaflega allt auglýst hérna. Mjög áhugavert. Sérstaklega gaman að sjá fólk reyna að selja gömlu túbusjónvörpin sín undir formerkjunum BRAND NEW 1080p HD TV, þó svo myndin sýni allt annan hlut. Fyrir flesta eru þessar „1080p/i HD, HDMI, etc., etc.“ lýsingar kannski óskiljanlegar, hvort eð er.


... eitt enn, um Inglorious Basterds eftir Tarantino ...

... hún er geðveik!

Nýr skóli, nýtt heimili, nýtt land. Nei, kannski ekki alveg ...

Í dag byrjaði ég formlega í námi við Columbia háskóla í New York eftir viku af intensífu „orientation“ prógrammi (takiði eftir hvað sletturnar eru orðnar áberandi? eftir bara rúma viku!) og get ekki annað sagt en að dagurinn hafi verið góður, bara kannski svolítið langur.

Þriðjudagarnir eru þó verstir, enda er ég í tímum alveg frá tvö til tíu með einu klukkutíma hléi (og tveimur styttri pásum) á milli. Þetta hefst, þetta hefst.

Í fyrri tímanum - directing actors - tók ég mig til og gerðist aðstoðarmaður kennarans, svo ég er strax byrjaður að sleikja liðið upp í von um að fá einhvern hluta námsgjaldanna niðurfelldan á næsta ári (sjöníuþrettán).

Annars er meirihlutinn af fólkinu sem er í mínum árgangi frábært (m.a. ein leikkona sem hefur leikið í Buffy, Cold Case og CSI (reyndar New York, en amk ekki Miami) og er líka stjarna í sitcominu My Boys (já nei, ég hafði heldur aldrei heyrt um þann þátt ...). Við erum í heildina 67 og ég hef ekki enn náð að tala við alla, en þau virðast öll mjög spennandi og það verður frábært að fá að vinna með þeim í framtíðinni.

Fyrir utan það að vera byrjaður í skólanum er ég enn að reyna að koma mér fyrir. Dagsferð til Ikea hjálpaði mikið, en samt vantar hitt og þetta en flest það getur beðið.

Núna þarf ég að lesa smá fyrir næsta tíma í fyrramálið þannig að ég kveð í bili en reyni að skrifa meira á næstunni! New York er bara svo tímafrek borg :p


Baby, baby, watch the needle when you're heading south

Og talandi um Miröndu Cooper.

Nokkrir gullmolar:

A girl's entitled to flaunt
to get what she wants
can't say that it's wrong,
hey baby.
A man's world
but boy can't you see,
we're pulling the strings
we're taking the lead.

* * *

I know you like to wear my dressing gown
when I'm not there
I guess you like it in my shoes

* * *

Hot, hot, heavy,
can't you see I'm ready
on my knees
I'm begging you, please.
Hot, hot, heavy,
now my heartbeat's getting
kinda real,
that's how I feel.

* * *

So I got my cappuccino to go
And I'm heading for the hills again
Cos if we'd party anymore
we'd start a fire
of pure desire

* * *

You're off your face like you're number one
How many tracks have you sold?
Mmmmm, none
Walk 'round the place like you're number one
So why don't you write a tune
That we can hum?

* * *

Ready to rock rock rock the creation
Nature knock knock knockin' away
Lose the mock mock mock imitations
God has got his rocks off today

* * *

Og það er þá komið í bili.


Jólaklukk (eða samt eiginlega áramótaklukk)

Er ekki alveg eins gott að áramótaheitið mitt verði meira blogg?

Jú jú. Frábært.

Ég var klukkaður um jólin af Öbbu og hér eru svörin mín við spurningunum! Enjoy :D

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Úthlutunarmaður bóka hjá Bókasafni Garðabæjar
Sjónvarpsstjarna
Eymingi hjá Pennanum
Rótari fyrir Sinfó

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:
Með allt á hreinu
RIP/OFF
Sódóma Reykjavík
Með allt á hreinu

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Fálkagata 21
Túngata 14
Engimýri 1
Fálkagata 5

3.5. Einn staður sem ég myndi aldrei búa á:
Selfoss (stolið svar frá klukkaranum, en algjörlega viðeigandi)

4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
London
San Francisco
Barcelona
Feneyjar

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
LOST
Veronica Mars
The X-Files
Absolutely Fabulous

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:
Facebook.com
PerezHilton.com
OMGblog.com
PopJustice.com

7. Fernt sem ég held upp á matarkyns:
Lasagnað hennar mömmu
Lagkakan hennar mömmu
Suðræna tertan hennar ömmu
Súkkulaði

8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið:
Misery
Six Pack Abs
Textabækur sem fylgja geisladiskum sem innihalda lög með textum eftir Miröndu Cooper
Olla og Pési

9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
Heima hjá mor og far. Ég er reyndar á leiðinni þangað, en ég nenni ekki að labba í augnablikinu.
Í skóla í New York
Ekki á Íslandi
Como á Ítalíu


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband