Færsluflokkur: Ljóð

Þegar maður misskilur hlutina ...

Ég er ekki mikið að rétta upp hönd í sumum tímunum hérna til að svara spurningum, en í dag þegar kennarinn spurði bekkinn hvort þeir gætu tekið saman ljóðið Washing Day eftir Önnu Barbauld í einföldu máli, þá þurfti ég endilega að hreyfa mig eitthvað í stólnum svo hann benti á mig.

Að sjálfsögðu ákvað ég að svara eftir bestu getu og útskýrði hvernig ljóðið fjallaði í raun og veru um kynjabaráttu þar sem þvottadagar voru "mikilvægir" fyrir konur á meðan karlmenn voru keisarar og tæknifrömuðir. Ég útskýrði hvernig heimilsstörf voru ættgeng fyrir konur (sbr. amma Barbaulds og áhugi hennar sjálfrar á deginum sem barn) á meðan völd og stærri embætti voru ættgeng fyrir karla. Ég tók sem dæmi að sápukúlur Barbaulds væru lítils virði miðað við loftbelgi Mongolfier bræðranna.

En nei. Ég gerðist sekur um grófa oftúlkun. Ljóðið er í raun og veru satíra á það hversu alvarlega allir litu á þvottadaginn. Sápukúlurnar og loftbelgurinn áttu að tákna það hversu "uppi í loftinu" karlmenn væru; að þeir væru of uppteknir af eigin leikföngum. Núna verð ég þekktur sem oftúlkarinn í bekknum. Gæti verið verra.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband