Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

"Í hverju á ég að vera?" #4 - The Final Nightmare

Þá er komið að síðasta, en alls ekki sísta, pistlinum ykkur til aðstoðar við búningaval fyrir hrekkjavökupartýið á laugardaginn.

 

Í raun voru skipulagðir tíu slíkir pistlar, en vegna útskriftar, kreppu og andlegs doða þá er búið að taka hápunkta næstu sjö pistla og koma í einn stóran lokapistil.

 

Þar sem "slasher"-myndir eru þemað í partýinu, þá er það borðliggjandi að einhverjir mæti sem stærstu slasher-íkonin, s.s. Freddy Krueger, Jason Voorhees, Michael Myers, Leðurfésið íslenska eða jafnvel Pinhead.

 

Hins vegar vita flestir hvernig þessar týpur líta út, svo við sleppum þeim í bili (jafnvel þótt það sé mjög, mjög mikill munur á því að mæta sem "This-is-God"-Freddy Krueger úr fyrstu myndinni eða sem norna-Krueger úr Freddy's Dead ...)

 

En hvað með hetjurnar? Í þessum seríum er mjög sjaldgæft að sama hetjan mæti til baka í framhaldið; annað hvort deyr hún ásamt öllum öðrum söguhetjunum, eða verður það vinsæl í kjölfar vinsælda myndarinnar að hún getur farið að leika í öðrum, "betri" myndum.

 

Þessar hetjur eru iðulega kvenkyns og mætti segja að þær sem standi hvað helst út úr - meðal annars vegna þess hversu oft þær mæta til leiks - séu Laurie Strode úr Halloween 1, 2, 7 og 8 og Nancy Thomson úr A Nightmare on Elm Street 1, 3 og 7 ... Þessar persónur eru talsvert frábrugðnar mynd frá mynd, svo hér merkilegt vídjó sem einhver sorgleg sál hefur búið til og sýnir okkur bestu móment þessara kvenna í öllum myndunum sem þær birtast í! Tilvalið fyrir ykkur til að sjá hvaða Laurie og hvaða Nancy hentar ykkur best!

 

 

 

Það er þó mun algengara að sögupersónur þessara mynda láti lífið á einhverjum tímapunkti, og yfirleitt á þann veg að hægt sé að gera fínan búning úr. Lifandi líkið Victor Pascow úr Pet Sematary er ágætt dæmi ...

 

 

Það getur kannski verið erfitt að finna Hellraiserískan Cenóbít-búning, en ef þið hafið áhuga á slíku, þá verða Cenóbítarnir til svona ...

 

 

Mín versta martröð er að vakna einn daginn eins og Gregor Samsa, en einhverjum snillingi hefur fundist það góð hugmynd að kvikmynda svoleiðis aðstæður. Aumingja stelpan sem lék í þessari senu :( Nei í alvöru, þetta er viðbjóðslegt ...

 

 

Og fyrst við erum farin inn á svæði dýranna ... Fyrir þá sem vilja vera aðeins meira dóminant en fórnarlömbin hér fyrir ofan, þá er hægt að benda á það að hrollvekjugreinin hefur verið mjög dugleg við að taka upp hanskan fyrir dýrum. Fólk breytist í dýr, verður fyrir árásum dýra (oft þeirra dýra sem áður voru fólk) og mikið er kjamsað á öllu innan rammans. Gæti verið flókið að setja saman svoleiðis búning. Eða þið gætuð líka bara mætt nakin og með fullt af bótoxi í framan, eins og Nastassja Kinski í Cat People ...

 

 

Sama gildir um karlpeninginn, en í stað bótoxins þarf að fá sér hárígræðslu og denslags.

 

 

Þeir sem vilja hins vegar gera útaf við mig, þá má benda á eina viðbjóðslegust mynd í heimi: The Fly. Þeir sem mæta sem Seth Brundle / Brundlefly á lokastigi fá ekki að koma inn. Það er eitthvað virkilega, virkilega ógeðfellt við samruna manns og skordýra. Ughhhh.

 

 

Það væri svo sem hægt að benda ykkur á margt annað. Ég hef t.d. ekkert talað um allar þær margvíslegu birtingarmyndir vampíra sem hafa komið okkur fyrir sjónir í tíð og ótíð (en ef þið viljið vera kúl þá eiga stelpur að horfa á Daugthers of Darkness og strákarnir geta valið á milli Near Dark, The Lost Boys eða bara Interview with the Vampire!). Ítölsk hátíska gengur berserksgang í giallo-myndum áttunda áratugarins og það ætti ekki að vera mjög erfitt að setja sig í spor uppvakninga á borð við þá sem birtast í Dead-myndum George Romeros, o.s.frv., o.s.frv.

 

Ég hef trú á ykkur, gott fólk, og veit að þið munið öll mæta í einhverju skemmtilegu! Hlakka til að sjá ykkur :D


Af hverju?!?!?

Af hverju heimsfrumsýnum við kvikmynd sem heitir Sex Drive, sem er sögð vera "besta unglingagrínmyndin síðan American Pie" eins og það eigi að vera hrós, en sýnum alls ekki yfir höfuð myndir á borð við The Fall?

Skoðum aðeins hvað gagnrýnendur segja um þessar myndir:

The Fall:

"Enjoyable, well acted and visually stunning fantasy drama that is sure to divide audiences but is unlike anything else you'll see all year."

"The Fall plays like a fever dream of cinematic spectacle, offering a wide-screen parade of some of the most achingly beautiful and awe-inspiring cinematography ever to have been seen."

"Tarsem's The Fall is a mad folly, an extravagant visual orgy, a free-fall from reality into uncharted realms. Surely it is one of the wildest indulgences a director has ever granted himself. Tarsem, for two decades a leading director of music videos and TV commercials, spent millions of his own money to finance "The Fall"; filmed it for four years in 28 countries and has made a movie that you might want to see for no other reason than because it exists. There will never be another like it."

 Sex Drive:

 Nei, annars. Sleppum því.

Dæmið sjálf:

Trailerinn fyrir Sex Drive ...

 

Trailerinn fyrir The Fall ...

 


"Í hverju á ég að vera?" #3 - High class stalk 'n' slash

Þó svo subbulegar unglingahryllingsmyndir áttunda og níunda áratugarins séu yfirleitt ekki taldar með gæðakvikmyndum þá má samt færa rök fyrir því að kvenhetjurnar sem þar komu fram hafi stuðlað að auknum fjölda sterkra kvenna í stórum "high-profile" Hollywoodmyndum tíunda áratugarins. Sömuleiðis er hægt að sjá kvikmyndir eins og Basic Instinct, Silence of the Lambs, Seven og fleiri, sem svar "alvörugefinna" kvikmyndagerðarmanna við hinni svokölluðu slægingarmynd (slasher film).

Í stuttu máli sagt: þið getið líka klætt ykkur upp sem Catharine Tremell í Halloweenpartýinu. Engin þörf á nærbuxum, bara kuldalegu viðmóti og hvössum orðum. Það er heldur ekki verra að læra utanað dialoguinn í atriðinu hér fyrir neðan, einu frægasta og alræmdasta atriði kvikmyndasögunnar, og nota nokkra vel valda frasa í partýinu. Ég er að hugsa um nokkra sérstaka frasa ...

http://www.youtube.com/watch?v=bQ8gi_BK8Sg

Þótt þetta séu allt frekar stórar, dýrar og vel þekktar myndir, þá eru búningarnir nokkuð einfaldir. Hvíta dressið hennar Sharon Stone ætti ekki að vera flókið að setja saman, og heldur ekki appelsínuguli fangagallinn hans John Doe úr Seven. En þið þurfið kannski að raka af ykkur hárið í staðinn ...

http://www.youtube.com/watch?v=v4NcuPb4wmA

Þið getið feikað fín jakkaföt og búið ykkur til nafnspjöld ef þið viljið vera eins og Patrick Bateman úr American Psycho. Í raun og veru er ekkert ólíklegt að svoleiðis týpa rati inn fyrir dyrnar í partýinu, enda er 90s-tilbúningurinn Bateman sambærilegur stereótýpunni um hinn útlitssjúka samkynhneigða mann, sem er núna orðinn hinn metrósexjúal gagnkynhneigði maður. (?) ... (!) ... Whaaat?

 

http://www.youtube.com/watch?v=GWte3W-LDg4 

Enn og aftur, þeir sem vilja dress to impress, þá geta þeir fundið sér búning við hæfi úr kvikmyndinni The Cell ... það er úr fjölmörgum að velja. 

http://www.youtube.com/watch?v=-eCD5Nuoyi4

Og þeir sem vilja dress to impress á annan hátt geta líka leikið eftir þetta fræga atriði með Buffalo Bill úr Silence of the Lambs. En ég vara ykkur við, ég mun ekki spila þetta lag á mínu heimili. Ever.

http://www.youtube.com/watch?v=xjTqoMFyIIw

Og að lokum þá bendi ég þeim sem nenna ekki að hugsa um búninga að mæta sem eftirfarandi par. Það er kannski hæpið að segja að þessi mynd tengist unglingahryllingsmyndinni á einhvern hætt (ok, ekki hæpið heldur kjaftæði), en það er morð í myndinni. Og ... já. Búið. En ef einhver mætir sem þetta par þá verð ég mjög glaður. Og Baldvin Kári verður tvöfalt glaðari. 

 

http://www.youtube.com/watch?v=82_QuziGIFE 


"Í hverju á ég að vera?" #2 - Stephen King

Hrollvekjuhöfundurinn Stephen King er ábyrgur fyrir mörgum eftirminnilegustu illmennum nýlegrar kvikmynda- og bókmenntasögu og því tilvalið að minnast nokkurra þeirra í tæka tíð fyrir hrekkavöku.

Þeir sem vilja "dress-to-impress" geta til dæmis litið til eins óhugnalegasta trúðsskrímslis fyrr og síðar, Pennywise the Dancing Clown, eða það-ið úr míníseríunni IT. Fyrir utan trúðslíkið geta áhugasamir fengið sér risastórar gular tennur, blöðrur fylltar af blóði og augu sem varpa frá sér hvítu, skerandi ljósi. Og að sjálfsögðu ber að hafa í huga að leikarinn sem fór upprunalega með hlutverkið er þekktastur fyrir að vera draggdrottning úr Rocky Horror Picture Show. Það er þessi skelfilega blanda ýkts kvenleika, yfirdrifins ofleiks og sannfærandi illsku sem gerir Pennywise að skemmtilegri hrekkjavökutýpu!

 

Fyrir kvenþjóðina er tilvalið að finna sér einfaldan, fölbleikan kjól (eða eldrauðan, það fer eftir því hver horfir ...), kórónu og sprota, og svo hella góðum skammti af svínsblóði yfir sjálfa sig og múnderinguna - þá munuð þið líta út eins og Carrie White úr kvikmyndinni Carrie, sem er einmitt fyrsta kvikmynd gerð eftir (fyrstu) bók Stephen King. Þið getið stytt ykkur stundir í partýinu með því að einblína á fólk sem ykkur líkar ekki við og reyna að beita hugarorku ykkar gegn þeim.

Fyrir þá sem vilja einfaldari búninga, þá geta þeir fengið sér sveitó föt, sveitó málfar, hermt eftir svínum, gert sér upp hrifningu á Liberace og fengið sér stóra sleggju, eins og Annie Wilkes í Misery. 

Þeir sem vilja koma sér almennilega í karakter án þess að fara yfirum í búningavali geta einnig tekið sér til fyrirmyndar Jack Torrence úr The Shining. Í raun og veru þarf bara geðveikislega glottið hans Jack Nicholson til þess að það virki ... veit samt ekki hvort það séu margir sem geta hermt eftir því ... Já, og ég vil engar axir inn á mitt heimili.

 

Að lokum, fyrir þá sem vilja vera meiriháttar showstoppers þann 31. október, þá mæli ég með því að fólk mæti sem eftirfarandi illmenni ...

 That's it for now! :D 


"Í hverju á ég að vera?" #1 - Karlakonur og kvenkarlar

Í tilefni væntanlegs Hrekkjavökupartýs hef ég tekið það að mér að hjálpa fólki með búningaval. Þetta er fyrsti hluti slíkrar aðstoðar ...

 

Að klæða sig upp fyrir Hrekkjavökupartý er ekkert grín og margir eiga í miklum vandræðum með að ákveða sig í hverju þeir eiga að fara. Þess vegna ætla ég að reyna að hjálpa ykkur eymingjunum aðeins með nokkrum vel völdum uppástungum!

Þar sem þetta er afskaplega hýrt partý, og þar sem Halloween (og allar búningahátíðir) eru nokkurskonar tegund af draggi, þá er sjálfsagt að fyrsta þemað í þessum uppástungum sé: karlakonur og kvenkarlar í hryllingsmyndum!Hryllingsmyndir eru uppfullar af karlkyns morðingjum sem klæða sig upp sem konur og sömuleiðis karllegum konum með óhreint í pokahorninu. Ekki láta hómófóbíuna fara í taugarnar á þér og sjáið bara hversu kúl sumar þessara persóna eru í raun og veru!

Þetta eru einnig karakterar sem strákar jafnt sem stelpur geta hermt eftir, enda er heterónormatíf hegðun látin fljúga út um gluggann í hrollvekjugreininni allri!

Af slíkum persónum ber helst að nefna Móðurina úr Psycho ... og Psycho 2, 3 og 4. Þar sem við lifum í lit þessa dagana er best að taka sér móðurina úr annarri myndinni sér til fyrirmyndar, enda stórfínt bíó þar á ferð.

Þeir sem vilja ganga enn lengra í dragginu geta fundið sér langa, ljósa hárkollu, svört sólgleraugu og svo flottan leðurjakka (sem hægt er að nota við önnur tækifæri líka) og breytt sér í hina/hinn dularfullu/dularfulla Bobbi úr Dressed to Kill. Ekki gleyma rakhnífnum!

Það ætti ekki að vera mjög erfitt að klæða sig sem Frú Voorhees úr Friday the 13th. Hallærisleg ömmu-rúllukragapeysa og gallabuxur. Já, og karlmannshendur og karlmannsstígvél ...

Og þeir sem fíla hálistir af ýmsu tagi ættu að geta fundið sér stífa dragt, sett hárið upp í hnút og hækkað í sér röddina umtalsvert og þannig orðið að Frú Tanner úr Suspiria, stirðasta ballettkennara sögunnar.

Og þar hafiði það. Vonandi hjálpar þetta eitthvað!

Fleiri góð ráð munu birtast á næstu dögum! :D


Mannorð íslensku þjóðarinnar

Ég veit að það er hallærislegt að pirra sig á einhverju sem ofurslúðrarinn Perez Hilton skrifar, en þegar hann fjallar um Ísland og styðst augljóslega við breskar (eða a.m.k. ekki íslenskar) heimildir, rís upp reiðin. Elska samt Perez, bbs.

En samt finnst mér meira pirrandi að íslensk stjórnvöld hafi ekki reynt að hreinsa mannorð þjóðarinnar þrátt fyrir árásina frá Gordon Brown. Höfum við heimtað afsökunarbeiðni? Höfum við sent út fréttatilkynningar þar sem við útskýrum okkar hlið málsins til fréttastöðva heimsins? Ætlum við bara að sitja undir þessu og gera ekki neitt fyrr en það er orðið um seinan?

Eða þýðir það kannski að Brown hefur rétt fyrir sér og að við séum í raun vondi aðilinn í þessu máli?


Mál málanna:

Kreppubjór.

Af hverju ekki að drekka frá sér allt vit á þessum síðustu og verstu? Og skítt með peninginn, hann er hvort eð er verðlaus.


Ástandið er óumdeilanlega slæmt þegar ...

... RÚV sleppir íþróttafréttum í aðalfréttatíma kl. 19.00.

Hefur það einhvern tímann gerst? Sleppir RÚV ekki öðrum dagskrárliðum einmitt til þess að sýna frá íþróttaviðburðum?

Á Íslandi er augljóslega kreppa. Ég og Gunni elduðum lax. 

 


"He's not a psycho, he's an asshole!"

Ítalskar hryllingsmyndir eru stútfullar af visku.

Hér á Fálkagötu 5, casa Lingur et Gunni, er allt að gerast. Við erum farnir að elda og baka á fullu. Komið er nýtt risasjónvarp í herbergið mitt (ég þakka aftur fyrir mig, Vignir og Kristín!), og Tuska og Pulsa eru komnar með nýjan lampa. Hver veit nema hið margumtalaða og sárt saknaða sturtuhengi muni birtast á næstu dögum?

Svo hef ég líka tekið þá ákvörðun að hætta að fylgjast með fjölmiðlum því þeir eru sérstaklega niðurdrepandi í þessu svokallaða kreppuástandi. Ef maður fylgist ekki með þá tekur maður ekki eftir neinum breytingum, ergo ástandið er ýkt til muna. Og þó svo ástandið sé ekki ýkt, þá hefur yfirvofandi bensínskortur landsins engin áhrif á mig og þó svo Bónus sé að klára ávexti og grænmeti þá versla ég hvort eð er meira við Krónuna og þeir segjast ekki eiga í neinum vandræðum með vöruskort.


Ótrúlegt

Ekki var Leonard Bernstein bara skemmtilegur stjórnandi og ágætt tónskáld, heldur var hann snilldarpíanóleikari líka. Sjáið hann bara spila Konsert í G eftir Ravel. Ég hef aldrei séð annað eins ...

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband