Færsluflokkur: Apple

Er þetta Kreppunni að þakka?

Sumir vilja meina að eitt af því góða sem Kreppan hefur haft í för með sér, sé vinalegra viðmót landans. Ég á nú alveg eftir að sjá slík dæmi í verki til þess að geta sammælst þessari hugmynd, en eitt er þó víst að Apple á Íslandi er búið að ráða til sín nýja PR-manneskju sem er talsvert vinalegri en áður hefur þekkst.

Nýjasti fjöldapósturinn frá þeim var barasta skemmtilegur. Og fyndinn. Og mann langaði næstum því til að gleyma allri stirðbusalegri þjónustunni sem maður hefur þurft að sæta frá þessu fyrirtæki hingað til. 

Þar sem ég elska Apple og allt sem það góða fyrirtæki skapar, þá finnst mér það nokkuð gott að útibúið á Íslandi skuli vera að lappa upp á ímynd sína. Verðin, þó svo þau séu enn há, eru heldur ekki eins hryllilega óyfirstíganleg og þau hafa oft virtst vera. Nýji iMakkinn kostar t.a.m. „aðeins“ tæpar 250.000 kr. 

Oh hvað mig langar í!!!


Conundrum

Nú þegar maður er nýbúinn að sækja sér nýjustu útgáfuna af Firefox, komplett með íslensku viðmóti og alles, hvað á maður þá að gera þegar Apple kynnir til leiks nýjustu útgáfuna af Safari?

Ég þori varla að prófa hana. Ég er svo sáttur við nýja Firefox og allar skemmtilegu viðbæturnar sem ég er búinn að sækja mér. Ég er að spá í að kjósa „blissful ignorance“ þegar kemur að Safari og sækja ekki nýju útgáfuna.

A.m.k. ekki fyrr en um helgina.


"Dreams of number one last forever ...

It's the only way to make you feel betttttteeeeeer!"

En ólíkt Rachel Stevens dreymir mig ekki um að eiga lag á toppnum, heldur langar mig bara í flottar sjónvarpsgræjur.

Hins vegar geri ég mér alveg grein fyrir því að a) ég er ekki forríkur (ennþá), og b) græjurnar sem mig langar mest í eru rán rán rándýrar.

Svo ég ætla að fara varlega til að byrja með.

Eins og með því að fá mér 24" LED Cinema Display skjá frá Apple. Helst vil ég samt bíða þangað til hann verður uppfærður og tengimöguleikarnir verða fleiri, því í augnablikinu er hann eingöngu hannaður fyrir Macbook tölvur og það er einfaldlega ekki nógu gott.

Apple Cinema Display A1081 20 LCD Monitor

 

Mig langar nefnilega að tengja hann við aðra vöru sem er ekki enn komin út; nefnilega Mac Mini í nýrri og endurbættri útgáfu (sem er reyndar ennþá bara "rumored"). Upphaflega langaði mig í nýjan iMac, því þeir eru svo ógeðslega flottir, en svo talaði Kári mig í það að fá mér frekar Cinema Display skjá og Mac Mini, því þá get ég uppfært tölvuna í framtíðinni en átt skjáinn ennþá. Very smart thinking, Mr. Kári.

image macmini1

 

Og þar sem Cinema Display skjárinn er hi-def, þá þarf maður náttúrulega að fá sér almennilegan BluRay spilara til þess að njóta hans í botn.

Því miður er Apple ekki enn farið að framleiða tölvur með BluRay drifum, en það er aldrei að vita hverju þeir taka upp á í framtíðinni.

Best væri að sjálfsögðu að fá sér Playstation 3 tölvu, því þá fær maður tvær vörur fyrir eina: leikjatölvu og BluRay spilara. Reyndar get ég ekki ímyndað mér að ég eigi eftir að spila marga leiki, en ég vil ekki útiloka neitt.

playstation 3 7041106

 

Að tengja Playstation 3 við Mac Mini eða Cinema Display er ekki hægt (held ég .. please prove me wrong!) en í millitíðinni ætti maður að geta tengt e-skonar utanáliggjandi BluRay drif við Mac Mini tölvuna. Held ég. Vona ég. Þessi plön eru að sjálfsögðu öll á frumstigi eins og er.

Og eru líka bara byrjunin. Það segir sig sjálft að 24" skjár er engan veginn nógu stór til þess að njóta BluRay gæðanna til fullnustu. Nei, einhvern tímann í (náinn) framtíð ætla ég að fá mér milljón tommu sjónvarp eða bara skjávarpa og svo eitthvað brjálað hljóðkerfi. Þegar því takmarki verður náð, þá þýðir það líklegast að ég sé búinn að meika það feitt á einhverju sviði.

Ég hlakka mikið til þessa dags.  

us money photo

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband