Færsluflokkur: Tónlist

Lagalistinn

Hvað er ég að hlusta mest á þessa dagana?

Beyoncé Knowles - Beautiful Nightmare (Sweet Dreams) - Nýjasta platan hennar Beyoncé er mjög mjög misgóð. Fyrir hvert meistaraverk er annað leiðinlegt og tilgangslaust lag. Sweet Dreams (sem er á Sasha-Fierce-dansdisknum) er með betri lögunum, en mér fannst lagið samt langbest í upprunalegri útgáfu sinni, þegar það hét einfaldlega Beautiful Nightmare.

The Bird and the Bee - Love Letter to Japan - Ég heyrði fyrst í The Bird and the Bee þegar þau gáfu út lagið Again and Again árið 2007 (held ég) og var meira en lítið hrifinn. Núna er komin út ný plata og þetta lag er alveg einstaklega skemmtilegt og catchy. Meira frá þeim, prease.

Erik Hassle - Hurtful - Það er ekki oft sem ég fæ lög á heilann sem eru sungin af karlssöngvara. Ég held að síðast hafi það gert þegar ég fann á netinu Confusion Girl með Frankmusik (sem er farinn að verða hip og kúl í þeim hópum sem telja sig vita eitthvað um slíkt). En þetta lag er æði. Voða skemmtilega sorglegt.

Girls Aloud - Nobody But You - Já vá, surprise surprise, Girls Aloud lag hérna! Þetta er B-skífa frá 2006 og, eins og með svo margar aðrar B-skífur þeirra, skil ég ekki alveg hvers vegna þetta var ekki gefið út eitt og sér. Sigh.

Röyksopp feat. Robyn - The Girl and the Robot - Vélmenni virðast ætla að verða hip-trendið í tónlist árið 2009; fyrst með þessu geðsjúka lagi með þessu skandinavíska hæfileikafólki og svo eru stelpurnar í Girls Aloud að fara að gefa bráðlega út 7 mínútna langa smáskífuna Untouchable sem inniheldur mjög áberandi skírskotun í róbóta. Og bæði lögin eru frábær. Og bæði eiga eftir að verða vinsæl.

(Smellið á nöfnin á lögunum til að sjá vídjó, ef þau eru á annað borð til!)


OMFG!

Ésús.

Ok. 

Í fyrsta lagi: Kylie Minogue kynnti þær. THE KYLIE!

Í öðru lagi: Sjáiði þetta intró? Sjáiði Kimberley að kíkja bakvið tjöldin?

OMFG.

Stelpurnar í Girls Aloud komu, sáu og stórsigruðu á Brits verðlaunaafhendingunni um daginn. Þær voru að vísu bara tilnefndar til tveggja verðlauna og unnu því miður bara önnur verðlaunin - fyrir bestu smáskífu ársins: The Promise. (Hin tilnefningin var fyrir bestu hljómsveit ársins).

The Promise er lag sem er ómögulegt að ná út úr hausnum á sér eftir svo lítið sem eina hlustun. Og svo er eins og það verði betra og betra í hvert skipti sem maður hlustar á það. Mér, t.d., þótti lagið ekkert sérstaklega merkilegt þegar ég heyrði það fyrst - fannst það ágætt og skemmtilegt, en alls ekkert spes þannig séð - en samt sem áður hefur því tekist að klifra upp iTunes Top 25 listann minn á metrahaða (er nr. 11 með 113 spilanir, og þar eru ekki með taldar spilanir á „album version“ útgáfunni, sem eru 29 talsins!). 

Hvað um það. Þótt þær hafi sigrað fyrir besta lag þá lá stærsti sigurinn í flutningi þeirra á þessu lagi sama kvöld. Þær nýttu tækifærið til þess að koma fram í fyrsta skipti á þessum virti verðlaunum mjög vel og hreinlega rústuðu allri mögulegri samkeppni. Atriðið þeirra var STÓRKOSTLEGT! Ég meina, intróið og umgjörðin eru svo yfirdrifið yndisleg að það er ekki annað hægt en að brosa! Og ég vil ekkert heyra um sönginn. Sjáið bara Kimberley bak við gulltjöldin í byrjuninni!! Er það ekki nóg fyrir ykkur?

Og já, The Promise er nú opinberlega búið að taka við toppsætinu af I Said Never Again (But Here We Are) fyrir bestu notkun á 1-2-3-4! byrjun. Heyr heyr og til hamingju!

 

 

ps. fylgjið þessum link og smellið á watch in high-quality ef þið viljið njóta stríðnissvips Kimbu til fullnustu!


Lagalistinn

Það er búið að vera mikið vandamál fyrir mig að velja lög í lagalistann síðustu daga, einfaldlega vegna þess að ég er búinn að hlusta á svo einhæfa tónlist upp á síðkastið. Ég ákvað því að hætta við að „velja eitthvað flott“ og setja frekar inn það sem ég hef verið að hlusta á í raun og veru: Sugababes!

Og ekki bara einhverjum Sugababes lögum, heldur óútgefnum albúmslögum sem eru annað hvort mid-tempó eða ballöður! Áhugavert, ekki satt? („Nei“ - Heimurinn).

Ace Reject - Óumdeilanlega besta Sugababes lag allra tíma. Samið (að sjálfsögðu) af hinu ótrúlega Xenomania gengi, sem hefur einhvern veginn lag á því að semja tónlist sem við fyrstu hlustun vekur athygli fyrir að hljóma ólíkt öllu öðru sem maður hefur heyrt, en um leið og maður hlustar aftur þá er maður meira og minna hooked. Textinn í þessu brjálæðislega góða lagi er líka einhvers konar blanda af ljóðrænni popp-lýrík og svo nútímalegum vísunum („had to erase all your messages“), sem gerir það að verkum að lagið er nútímalegt en samt sem áður tímalaust á sama tíma.

Eins og með flest bestu Xenomania-lögin, þá er uppbyggingin á þessu virkilega furðuleg, og það er varla hægt að segja hvar versin enda og viðlögin byrja. 

Caught in a Moment - Ókei, það var smá lygi að segja að þetta væru allt óútgefin lög. Caught in a Moment er t.a.m. eitt af vinsælli lögum stelpnanna og af plötunni Three (eins og öll hin lögin hérna, nema Ace). Það er bara svo flooooootttttttt! Ef það yrði haldinn ballöðukeppni milli smáskífanna þeirra Sugababes, þá yrðu annað hvort Caught in a Moment eða Stronger (af Angels With Dirty Faces) sigurvegararnir. Persónulega myndi ég velja Caught, því raddirnar þeirra eru svo ótrúlega fallegar í því lagi.

Og svo eru lokaharmóníurnar í Caught (ooooh-ooooh-oooohs) flottari en í Stronger (oo-oh-oo-ooh-oo-wo-oh). 

Conversation's Over - Ég rambaði óvart á þetta lag einhvern tímann fyrir nokkrum árum og fékk það á heilann. It's still there ...

Twisted - Hérna er hin hliðin á Xenomania-peningnum. Við hliðina á hverri einustu súper-pródúseruðu tilraunaflækju (eins og Ace Reject eða Biology með Girls Aloud, t.d.) stendur yndislega einfalt en samt sem áður skemmtilegt lag. Twisted er gott dæmi um svoleiðis lag sem liðið gaf Sugababes. Hérna er pródúksjónin strípuð niður í frekar einföld hljóðfæri og „straightforward“ uppbyggingu. Samt voða voða flott.

We Could Have it All - Fyrstu 20 sekúndurnar af þessu lagi eru svo svalar. Og lagið er líka flott. Þetta er lagið sem ég gleymi alltaf að Sugababes hafi gert. En um leið er það eitt af þeirra flottustu lögum. 

Fyrir þá sem hafa áhuga, þá eru fyrir ofan linkar af stelpunum að syngja Caught in a Moment, Stronger og Conversation's Over live. Mjög, mjög flott, sérstaklega fyrri tvö lögin. Hins vegar klúðrar Heidi sínum kafla í Conversation's Over all hrikalega, en hún brosir svo fallega í staðinn að maður fyrirgefur henni. :D


Ríkisútvarp fyrir unga fólkið - eini góði punkturinn í Fréttablaðinu í dag

Í Fréttablaðinu í dag var viðtal við þrjá gaura sem ætla að setja af stað einhvers konar prógram fyrir ungt fólk til aðZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzz.

Fyrir utan það, þá komu þeir með einn góðan punkt í þessu viðtali: fyrst að krakkar niður í 16 ára eru farnir að borga nefskatt fyrir RÚV, er það þá ekki sjálfsagt að RÚV höfði til þessa hóps? Til dæmis með Rás 3, sem yrði þá eins og ríkisrekin FM957, nema bara án allra pínlegu stælanna og alls hryllilega málfarsins?

Ég býð mig fram til að stýra þessari stöð. Eða að minnsta kosti einum þætti. Hann gæti heitið Dreams of Number One. Eða Hvar er Birgitta?


Will Young og ég

Breska poppstjarnan Will Young (þ.e. fyrsta Idolstjarna heimsins) var staddur á Íslandi nú um helgina og fór (að sjálfsögðu) á Q-bar þar sem hann dansaði við óföngulegt fylgdarlið sitt. 

Sem betur fer var Valdi með augun opin og tók eftir manninum og benti mér á hann. Í dágóða stund veltum við því fyrir okkur hvort við ættum að segja eitthvað við stjörnuna, en hann virtist ekki vekja mikla athygli Q-bars gesta, og að lokum ákvað ég að slá til enda myndi ég sjá eftir öðru daginn eftir.

Svo urðum við líka að segja/gera eitthvað, því Gunni vinur okkar er var ástfanginn af Will Young en hafði ekki nennt með í bæinn sökum „svetts“ og þ.h. 

Ég gekk því upp að Will Young, spurði hvort hann væri ekki Will Young (jú, þetta var hann) og sagðist vera mikill aðdáandi (sem er ekki alveg satt, en hann á nú samt nokkur flott lög). Því næst spurði hann mig hvar allt fólkið væri (það var frekar tómt á Q-bar þessa stundina, og ég sagði honum bara að bíða, sem hann og gerði) og ég hrósaði honum fyrir að hafa minnst á Emilíönu Torrini í breska X-Factor fyrr í vetur og bað um að fá að taka í höndina á honum. Hann varð við þeirri beiðni. Svo fór ég að dansa. „Dansa“. 

Nokkrar staðreyndir um þessa upplifun:

* Will Young er talsvert minni „in person“ heldur en hann virðist vera í sjónvarpinu. Þetta á víst við um 90% fræga fólksins.

* Will Young er mjög kurteis.

Aðrar breskar en ekkert sérstaklega vel þekktar poppstjörnur sem hafa tekið upp myndband á Íslandi, sem ég hefði frekar verið til í að hitta á Q-bar heldur en Will Young:

* Sophie Ellis-Bextor

Aðrar breskar en ekkert sérstaklega vel þekktar poppstjörnur sem hafa EKKI tekið upp myndband í Íslandi (ennþá), sem ég hefði frekar verið til í að hitta HVAR SEM ER heldur en Will Young:

* Þessar skinkur. article 0 00C26F4E00000578 16 468x312 


Tónlistarspilari

Ég er búinn að setja upp skemmtilegan tónlistarspilara hér til hliðar sem complimentar „Lagalista“ bloggin mín (þ.e. „Lagalista“ bloggIÐ mitt eina). Í framtíðinni munu þær færslur vera með linka á youtube vídjó og annað den slags og kannski einhverjar athugasemdir til að útskýra af hverju ég kýs að hlusta á viðkomandi lag yfir höfuð, en svo ættuð þið að geta hlustað á viðkomandi lag/lög í tónlistarspilaranum á meðan.

Sniðugt, já?

En já, fyrst ég skrifaði ekkert um lögin síðast þá eru hér fyrir neðan smá skemmtilegar staðreyndir um þessi lög sem skemmta mér konunglega þessa dagana:

Girls Aloud - Memory of You: Ótrúlegt en satt þá er þetta B-hlið á mun síðra lagi sem kom út nú á dögunum. Og ekki bara B-hlið, heldur B-hlið á vínyl-útgáfu lagsins! Reyndar eru aðdáendur Girls Aloud orðnir svo ástfangnir af þessu lagi að búið er að stofna facebook-grúppur sem krefjast þess að lagið verði gefið út á geisladisk eða til niðurhals. Þetta hefur vakið það mikla athygli að fréttamiðlar í Bretlandi skrifa um málið, eins og í þessari löngu, yfirgripsmiklu grein úr gæðaútgáfunni The Sun.

Hverju sem því líður, þá er þetta lag einfaldlega frábært. Fullkomið myrkt-diskópopp frá skemmtilegustu popptónlistarhöfundum samtímans.

Frank - Money in My Pocket & All I Ever Do: Ef einhver þekkir þessa bresku stúlknasveit sem kom, sá og tapaði árið 2006, þá verð ég hissa.

En hvað eru þær þá að gera á þessum lista? Jú, Xenomania-snillingarnir eru ábyrgir fyrir tónlistinni sem sveitin spilaði, þar á meðal einu besta óútgefna popplagi allra tíma: Money in My Pocket. Mig langar svo svo svo mikið að heyra það í sinni upprunalegu útgáfu (þ.e. útgáfuna sem lítill armur Xenomania-veldisins, hljómsveitin Mania, gaf út), því satt skal segja er söngur þeirra Frank-stúlkna ekki beint merkilegur. Mania-gellurnar sem sömdu lagið eru fullar af attitjúdi og svona grófu-girl power sem tapast svolítið í þessari útgáfu.

Samt sem áður er lagið magnað eitt og sér, sama hver syngur. Eins og með flest bestu Xenomania lögin er bakspilið grunsamlega einfalt á meðan laginu er skipt í fjölmarga kafla sem flækjast allverulega þegar líður á: byrjar á intrói, fer yfir í vers, þaðan í langa brú, þaðan í kórus, svo aftur vers, brú, kórus og svo: middle-eight; auka-middle-eigth; kórus; ný brú; auka kórus/shout-out (með oh! oh! oh! í bakgrunninum); og svo intróið endurtekið að lokum. Loves it.

All I Ever Do er öllu „venjulegra“ og kannski ekkert sérstaklega merkilegt, en það er einhver melankólískur mid-tempó fílingur yfir því sem ég get ómögulega staðist og ég er búinn að vera með þetta lag á heilanum í nokkrar vikur.

Textinn eftir Miröndu Cooper er líka skemmtilegur.

Camille - Money Note: Já ... hvað á ég að segja? Ef þið eruð ekki búin að skoða vídjóið, þá mæli ég eindregið með því að þið gerið það. Annars er þetta bara stórfurðulegt en samt sem áður ofsagott lag. Hver er Camille? Ekki hugmynd .. but I like her!

Kylie Minogue - The One: Ég get ekki sagt að ég sé einhver mega Kylie aðdáandi, en þegar hún tekur sig til þá gefur hún stundum út alveg hreint stórmögnuð lög. The One er eitt af þeim. Melankólískt elektrópopp af bestu gerð. Pottþétt besta lagið af X-plötunni.

Little Boots (Buffetlibre vs. Sidechains remix) - Love Kills: Little Boots er ung stelpa frá Bretlandi sem BBC kaus nýlega „mest spennandi nýju stjörnuna“ fyrir árið 2009. 

Þetta lag er „ábreiða“ (gubb) af gömlu Freddy Mercury lagi, og jeminn eini hvað það er flott! Þið getið meira að segja náð í það sjálf frítt (og löglega) hérna. Skrollið bara niður þangað til þið sjáið Little Boots. Þetta er í raun mjög sniðug síða þar sem hægt er að sækja án endurgjalds fullt af skemmtilegum lögum þar sem nýjar og nýlegar hljómsveitir kovera gömul lög sem þær fíla. Amazing.  


Lagalistinn

Hvað spilast í iPodnum um þessar mundir?

Alesha Dixon - The Boy Does Nothing

Camille - Money Note

Frank - All I Ever Do

Frank - Money in My Pocket

Girls Aloud - Memory of You

Kylie Minogue - The One

Little Boots - Stuck on Repeat

Little Boots - Love Kills

Pacific! - Hot Lip


Besta Girls Aloud smáskífa síðan ... nei, bíddu ...

Ég veit ekki af hverju, en B-hliðin á nýjustu smáskífu Girls Aloud, The Loving Kind, er svona tuttugu sinnum betri en lagið sem það á að fylgja. 

B-hliðin kallast Memory of You en hét víst einu sinni Japan, sem þýðir að lagið er fjarskyldur ættingi lagsins Singapore sem var líka stórgóð B-hlið stelpnanna knáu.

Þó svo það virðist ótrúlegt að einhver skuli vera svo tregur að setja ekki lag eins ótrúlega gott og Memory of You á sjálfa breiðskífuna, þá skil ég þessa ákvörðun að sumu leyti.

Í fyrsta lagi, þá hefði Memory of You smellpassað á Tangled Up plötuna sem var smá myrk og „edgy“ og voða stílíseruð. Hins vegar er nýja Out of Control platan rosalega „villt“ og „skemmtileg“ og „quirky“. Ég vona að lagið hafi verið samið eftir Tangled Up, því annars er búið að kasta á glæ besta laginu sem komst aldrei á þá plötu og skella því saman með ansi annarsflokks smáskífu sveitarinnar. Svoleiðis gerir maður ekki. 

Hins vegar eiga stelpurnar það til að gefa út frábærar B-hliðar öðru hverju. Androgynous Girls ... Hoxton Heroes ... Dog Without A Bone ... Kannski er þetta hluti af óumflýjanlegum og væntanlegum heimsyfirráðum Girls Aloud; áætlun sem við mannfólkið skiljum ekki enn en gegnir samt mikilvægum tilgangi í „stóru“ „myndinni“. (þ.e. THE BIG PICTURE). 

ps. Það skal tekið fram að þrátt fyrir að því er virðist neikvæða umfjöllun um aðalsmáskífuna, The Loving Kind, þá finnst mér það lag stórgott. Sérstkalega í smáskífuversjóninni. Og sérstaklega þegar horft er á myndbandið með. En það er langt, langt, langt frá því að vera eins gott og Memory of You, því miður.  


Þetta er uppáhaldslagið mitt í augnablikinu ...

... þetta og svona 10 önnur af plötunum Want 1 og Want 2 með Rufus Wainwright.

Og þið spyrjið af hverju ég elska Girls Aloud?

"They call it manufactured pop, as if that were something to be ashamed of - but we are a manufacturing country. Down our conveyor belts come cars, and shoes, and biscuits, and guns, and pop bands. Useful things and beautiful things. Things that make us go faster, and things that make us feel like we are going faster. Things that we love passionately for a day, and then throw away, and things that we love passionately for a day, and then keep forever. 

Being able to plan for and make our necessary things - instead of relying on accidents, or nature, to supply them - is one of the first signs that a society has achieved civilization. And what could be more necessary than pop? What else should we aim to pump out in such greedy, thrilling, giddying amounts? 

The factory is a democratic place. Sometimes, the people working on the floor come cruising in on a Monday morning, still wearing Saturday night’s make-up and Sunday morning’s smile, and say, “Sod this.” They pull off their hair-nets, and jump on the conveyor belt themselves. They announce that they are pop stars, now. They make a band. 

That’s allowed, in the factory, because we are a manufacturing country, and that means we are also allowed to manufacture ourselves. We are allowed to change our futures. We are Girls Aloud. 

And in the band we manufacture, we don’t have to smile, if we don’t want to. We won’t have dance routines that ruin our hair. We don’t sing songs where we pretend that we’re scared, or that we can’t run in our heels, or that we don’t know exactly what we want. We don’t need no beauty sleep. We think you’re off your head. We text as we eat. We flirt while we work. We flick our finger at the world below. If we’d know, or if we’d cared, we would have stood around in the kitchen in our underwear. 

When Jack Kerouac wrote On The Road in 1957, he said the people he loved the most were the Fabulous Yellow Roman Candles, who were mad to live, mad to talk, . We saw it on a t-shirt once. But anyone who was mad to live wouldn’t want to be a Roman Candle. Roman Candles are the rubbish ones. They’re over in thirty seconds. They don’t even spin, or fly. If we were a firework, we’d be a limousine full of dynamite. And we’d put the fire out with vodka. If we could be bothered.

If you know someone who sounds like us, we’ll give you a tenner. If you like someone better than us, frankly, we don’t care. We’re Girls Aloud. We’re Made In Britain."
 
- Nicola, Girls Aloud 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband