Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

It's happening again!!!

Avril er komin yfir mig, aftur. Þetta er seinna skiptið í ár.

Og núna er orðið virkilega kalt úti. Við vöknuðum við -12 stiga frost og engan hita á ofninum! Ofninn er sem betur fer kominn í lag núna.

Svo fékk ég 9.8 (= A) fyrir ritgerð sem gildir 20% af lokaeinkunninni minni í enskum bókmenntum! Veió!


Matur matur matur

Í gær var Thanksgiving hátíð hérna í Am'ríku og ég var svo heppinn að fá heimboð til alvöru am'rískrar fjölskyldu í alvöru am'rískan Thanksgiving kvöldmat. Það var semsagt hún Katie Goldammer, herbergisfélagi Aliciu frá Frakklandi, sem bauð mér, henni og Juliu frá Þýskalandi heim til sín, sem var voða voða yndælt af henni.

Það eina sem við vissum um þessa skemmtilegu hátíð er sú staðreynd að fólk borðar ofsalega mikið allan daginn. Sounds good.

Týpískur amerískur Þakkargjörðarmatseðill er ca. eftirfarandi:

#1 Forréttir - Forrétti skal borða á meðan horft er á fótboltaleikinn í sjónvarpinu, eins og við gerðum (með öðru auganu ...) Hér getur heimbjóðandinn boðið upp á ýmislegt. Ég frétti af fólki sem bauð upp á snittur með reyktum laxi, meðal annars. Hjá Katie fengum við kex og osta og svo tortilla flögur og salsa sósu.

#2 Aðalréttur - Númer eitt, tvö og þrjú er kalkúnninn góði. Því stærri því betri. Hér er talað um Turkey-massacre season ... Nice. Kalkúnninn er svo fylltur með mjög góðri fyllingu og er borðaður með kartöflumús og trönuberjasósu (sem var reyndar trönuberjahlaup í okkar veislu). Með þessum rétti er einnig boðið upp á brauð, brúnaðar sætar kartöflur og sveppa-bauna-rétt einhvern (mjög góður). Goldammer fjölskyldan bauð einning upp á fáránlega gott ís-hlaup og óáfengt hvítvín.

#3 Eftirréttur - Ef það er eitthvað pláss eftir, þá er úr mörgu að velja þegar kemur að eftirréttum. Venjulega, eða svo er mér sagt, er boðið upp á annað hvort apple-pie eða pumpkin-pie en í minni veislu var boðið upp á þrjár mismunandi bökur - þessar tvær og svo pecan-pie líka. Eplabakan var heimagerð og var framreidd með annað hvort vanilluís eða þeyttum rjóma. Svo var líka kaffi með.

Ég sver það að eplabakan var það besta sem ég hef nokkurn tímann smakkað hérna í Bandaríkjunum. Ég er ennþá að hugsa um hana. Því miður var ég svo sprunginn eftir hana að mér tókst ekki að smakka hinar bökurnar, en þær voru örugglega mjög góðar líka.


Goldammer fjölskyldan (mínus pabbi og bróðir) með skiptinemunum!

Heima hjá Katie var mjög gaman. Fjölskyldan var alveg súper-amerísk. Pabbinn lá í sófanum að horfa á fótboltann þegar við mættum og stóð varla upp (og sagði ekki orð) fyrr en maturinn var næstum því tilbúinn. Mamman var að kenna eldri systur Katie að elda máltíðina svo hún lá mestallan tímann í rauðum Laz-Y-Boy stól sem var umkringdur öllu dótinu hennar - fartöluv, skjölum, pilluboxi - sem hún gat teygt sig í án mikillar fyrirhafnar. Hún var líka steinasafnari mikill og var með íslenskan stein um hálsinn sem var þriggja milljón ára gamall og finnst aðeins á Íslandi og á Grænlandi. Þegar maturinn var búinn settist hún aftur í stólinn sinn fyrir framan sjónvarpið því það voru þrjár eða fjórar Johnny Depp myndir í sjónvarpinu - hún er mikill aðdáandi. Bjó meira að segja til Johnny Depp avatar-karakter fyrir Nintendo Wii íþróttaleik og hann er einn af vinsælustu karakterunum á netinu.

Meðal annarra fjölskyldumeðlima voru systkini Katie, bróðir og systir, og svo hjartveikur hundur og orðljótur páfagaukur sem var nýbúinn að læra að segja "Goddammit"! Já, þetta var mjög skemmtilegur dagur!

Nokkrum dögum fyrr fór ég á Tónleika #3 hérna í Minnesota. Ég fór að sjá M.I.A. sem kannski einhverjir kannast við. Ef ekki, þá er alveg þess virði að kynna sér þessa mögnuðu konu. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa tónlistinni hennar, en þið getið hlustað sjálf. Uppáhaldslagið mitt með henni er Jimmy ...



En vinsælasta lagið um þessar mundir er örugglega Boyz ...



Og svo er Paper Planes alveg magnað lag ...

Tónleikarnir voru hreint út sagt GEÐVEIKIR! Ég hef ekki farið á marga tónleika um ævina, en þetta var alveg pottþétt magnaðasta crowd sem ég hef upplifað. Stemningin á staðnum (First Avenue - stofnaður af sjálfum Prince og sést talsvert í Purple Rain bíómyndinni) var ótrúleg. Fólk var alveg að missa sig yfir þessari listakonu. Ég held að ég hafi síðast séð fólk svona æst þegar ég sá Fugees árið 1996 - og ég er örugglega búinn að ýkja upp þær minningar umtalsvert.

Núna er semsagt Thanksgiving break svo það er frekar rólegt á heimavistinni. Flestir skólakrakkarnir eru farnir heim yfir helgina. Flestir nema við skiptinemarnir. Og herbergisfélaginn minn, sem virðist ekki eiga sér neitt almennilegt líf. Hann húkir inni í herberginu annað hvort fyrir framan tölvuna eða fyrir framan sjónvarpið og virðist ekki gera neitt af viti. Svo er hann næstum því búinn að snúa sólarhringnum gjörsamlega við - svaf í dag t.d. til rúmlega fimm og fer ekki að sofa fyrr en ... einhvern tímann. Ég er alltaf sofnaður þegar hann fer að sofa. Það er alveg magnað hvað hann getur nýtt daginn illa. Ég er mjöööööög pirraður yfir því að geta ekki gert neitt inni í herberginu því að hann er sofandi þar. Ef hann verður svona á morgun þá gef ég honum framyfir hádegi og svo dreg ég gluggatjöldin frá glugganum, kveiki ljósin og blasta nýja Girls Aloud laginu ... Ain't do doubt about it, ain't no doubt about - GIRL OVERBOARD!

Úúúú og eitt annað ... í tilefni af Thanksgiving - hérna er gervitrailerinn hans Eli Roths fyrir hryllingsmyndina "Thanksgiving" sem hann gerði fyrir Grindhouse-tilraunina sem mistókst gjörsamlega í Bandaríkjunum (þ.e. kvikmyndirnar Death Proof of Planet Terror sem Quentin Tarantino og Robert Rodriguez gerðu og voru sýndar sem "double-feature" en svo í sitthvoru lagi í Evrópu ... yes? ... no? ... whatever!)



Þetta er ekki trailer fyrir alvöru mynd, en þetta er mjöööög fyndið. Og það er mikið hrós frá mér varðandi Eli Roth, því ég er EKKI mikill aðdáandi hans!

Svo eru fleiri myndir af hinu og þessu nýlegu hérna!

Crazy-eyes Dion

Behold, the artist formerly known as Celine Dion ...



Mér finnst þessi mynd of fyndin!

Þegar mér leiðist

já þá má ykkur alveg leiðast líka. Þess vegna fáið þið þessa óskemmtilegu bloggfærslu.

Nú mun ég lýsa því sem ég hef verið að gera í dag:

1. Ég kláraði að skrifa "interlinear commentary" um 35. sonnetu Shakespeares. Aldrei heyrt um hana? Nei, hún er ekkert sérstaklega fræg. Ritgerðin fjallaði aðallega um andstæðurnar sem Shakespeare dregur upp í sonnetunni og allar földu kynferðislegu vísanirnar. Já, hann Shakespeare var mikill dóni.

2. Ég kláraði að skrifa samanburð um "The Description of Cookham" eftir Aemiliu Lanyer og "To Penhurst" eftir Ben Jonson - tvö ljóð sem skópu hina svokölluðu "herraseturs"-undirgrein enskra bókmennta. Sá samanburður var aðallega leiðinlegur.

3. Fór og talaði við fasistakennarann úr færslunni hér að neðan og spurði hann hvernig ég gæti breytt síðustu ritgerð þannig að ég fengi hærri einkunn fyrir hana. Hann útskýrði og ég fór glaður út. Ég hata hann ekkert sérstaklega lengur.

Og hvað á ég eftir að gera?

1. Skrifa eitthvað sem tengist bæði "The Lottery" eftir Shirley Jackson og ljóðum Allen Ginsberg. Veió!

2. Örugglega eitthvað meir, en ég nenni ekki að gera það.

Mér til óánægju fór ég í bíó í gær að sjá 30 Days of Night. Það var frekar léleg mynd og ég mæli eindregið ekki með henni. Annars hef ég ekkert skemmtilegt að segja í bili.

Jú! Ég man! Ég fann gamla Nylon vídjóið "Lög unga fólksins" á netinu. Fyrsta smáskífan þeirra. Muniði eftir öllu fjaðrafokinu í kringum Nylon sumarið 2004? Ó, good old days! Mjög gaman að horfa á þetta vídjó þó svo upprunalega útgáfan með Unun hafi verið miklu, miklu betri!


Af ritgerðum ...

Ég er ekki alveg hættur að fylgjast með Íslandi. Ég skoða t.d. blogg þeirra sem voru með mér í bókmenntafræðinni og sé að núna er ritgerðatörn hjá þeim.

Þeim til stuðnings langar mig til að lýsa því yfir að ég væri miklu frekar til í að vera að skrifa ritgerðir á Íslandi en hérna í Bandaríkjunum, sérstaklega í kúrsinum American Literature from 1860. Maðurinn sem kennir þann kúrs er fasisti, ég sver það. Ég þoli hann ekki. Ég hef skilað inn tveimur ritgerðum til hans og fengið eina lala-einkunn og eina frekar góða einkunn en alls engin uppbyggileg komment. Við eigum að endurskrifa þessar ritgerðir, en hvernig á ég að vita hvað ég á að endurskrifa þegar ég veit ekki hvað er að?!

En ég er búinn að hefna mín. Ég var að skila inn ritgerð til hans sem er svo fræðileg að hún er óskiljanleg. Gott á hann fyrir að gagnrýna mig og mína ritsnilld!

Annars er það af mér að frétta að klukkan er hálf-níu á laugardagskvöldi og ég veit ekki ennþá hvað ég á að gera! Einhverjar uppástungur?


Smá meira með Tori ...

Já, ég er kominn með smá Tori æði aftur ...

Nokkrar merkilegar klippur

Josephine

Þetta er lagið sem ég ætlaði að spila í útvarpinu í sumar, en svo spilaði ég Riot Poof í staðinn ...

Riot Poof



Ooooog smá svona fyndið. Molly Shannon að leika Tori Amos í Saturday Night Live

Kosher All These Years


Tori Amos

Í gær fór ég á Tónleika #2 í Minneapolis. Tónleikar #1 voru með Reginu Spektor og þeir voru frábærir. Regina Spektor er ótrúlega skemmtilegur performer og henni tókst að halda dampi allan tímann þótt hún væri bara ein með píanóið sitt og líka með kvef.

En Regina Spektor er ekkert í samanburði við Tori Amos, sem var flytjandi á Tónleikum #2, komplett með hljómsveit og ljósashowi.

Hún var í einu orði sagt MÖGNUÐ. Ótrúlega mögnuð. Og ég á aldrei eftir að skilja hvernig hún getur spilað á tvö píanó á sama tíma, sitjandi á milli þeirra. Kannski er það mjög einfalt, en það lítur frekar flókið út.



Pottþétt bestu tónleikar sem ég hef séð fyrir utan Madonnu - og það verður erfitt að toppa þá tónleika, einfaldlega vegna þess að þeir voru svo yfirþyrmandi flottir og skemmtilegir. Tori setti upp flott sjóv, en hún var ekki með 20 dansara og hún sagði aldrei neinum að "suck George Bush's ..." ahemm, fjölskyldublogg.

En vá hvað hún er frábær söngkona. Þegar hún söng "Black Dove" þá hélt ég að ég myndi deyja. Hérna er gömul klippa af henni að syngja "Black Dove". Ekki alveg eins og að sjá það live, en samt flott frammistaða - og þið getið líka horft á konuna spila á píanóin tvö á sama tíma. Crazy!



Af mér er svo að frétt að ég fékk fyrstu tíuna mína hérna í dag! Fyrir smá verkefni, ekkert merkilegt, en samt gaman :)

Nú snjóar bara!

Já, það byrjaði að snjóa hérna í dag. Ekkert mikið. Það sá ekki á jörðinni eftir á, en svo sannarlega snjór. Og svo er líka orðið ógeðslega kalt, sem er ekki gaman. Sem betur fer er búið að setja hitann á dormið!

Hinsvegar er ég ekki ánægður út í skólayfirvöld þessa dagana. Af einhverjum fáránlegum ástæðum var ákveðið upp úr þurru (eða a.m.k. án þess að láta vita af því) að setja takmarkanir á netaðgang nemenda. Ég get semsagt bara verið í 2 klukkutíma í einu á netinu og eftir þann tíma þarf ég að tengja mig aftur. Ekkert flókið, bara pirrandi.

Það er samt ekki það slæma. Nei, hryllingurinn sem fylgir þessu er sá að núna er búið að loka fyrir allt torrent-dánlód sem þýðir að ég get ekki lengur stolið lögum og myndum af netinu. Þetta er náttúrulega ömurlegt í alla staði. Hvernig á ég að lifa það af að heyra ekki nýjustu útleknu lög allra minna uppáhaldslistamanna?? Eða horft á myndir sem ég tími ekki að sjá í bíó eða kaupa eða leigja??

Ha???!!!

Og ekki getur maður kvartað. "Hey, ég get ekki lengur stolið tónlist af netinu. FIX IT!" Ég held að fólk myndi ekki hlusta.

Það sem maður þarf að þola hérna!


Svo margt!

Já, það er svo margt að skrifa um! Við skulum bara taka þetta step-by-step og vona að ég gleymi engu ...

1. New York

Um helgina var miðsvetrarfrí í skólanum svo mér datt í hug að fara til New York að heimsækja hann Baldvin! Sem ég og gerði og það var afskaplega skemmtileg ferð. Fyrir utan að sjá típíska ferðamannastaði á borð við Frelsisstyttuna, Empire State bygginguna og Times Square, þá hjálpaði ég Baldvin að gera stuttmynd fyrir skólann sinn, söng sex sinnum karókí (m.a. Avril Lavigne! úje!), fór á seleb-skemmtistað á flottasta staðnum í bænum en sá engin seleb :( (hins vegar voru Ashley Olsen og Lance Armstrong víst að kyssast þar á mánudaginn! :D), og naut þess að vera í þessari stórkostlegu borg.


"Why'd you have to go and make things so complicated!" :)

Voða skemmtileg ferð og fá Baldvin og Elín sérstakar kveðjur! Gaman að hitta "gömlu" vinina aftur!

2. They Suck

Stuttmyndin They Suck er tilbúin. TILBÚIN!

Já, þetta er sama myndin og ég hef verið að gera síðustu hundrað árin. Betra seint en aldrei, yes? Hohoho ... Ég er búinn að dunda mér við að búa til smá pakat og hér er afraksturinn:



Smá fótósjopp djobb. Gaman að þessu.

Ég er líka búinn að ákveða að stofna kvikmyndagerðarfélagið Hægt og bítandi og verður They Suck fyrsta mynd þess félags. Tvöfalda merkingin er augljós, en ég ætla samt að útskýra hana:

1) Hægt - vegna þess að ég geri allt svo hægt
2) Bítandi - vegna þess að myndin er um vampírur

Clever, yes?

3. Halloween

Hrekkjavaka var haldin hér á landi núna á miðvikudaginn og það var voða skemmtilegt. Flottasti búningurinn var án efa samlokukonan í kaffiteríunni sem klæddi sig eins og belja (dýrið). Ég vildi að ég hefði tekið mynd af því ...

Ég ákvað, eftir mikla umhugsun, að vera Eurotrash vampíra. Það var frekar einfaldur búningur en ég held að hann hafi virkað alveg ágætlega. Þjóðverjarnir sem ég eyði mestum tíma með voru allir í svipuðum gír, svo ég smellpassaði í hópinn.


"I want to drink your blooooood!"

Hins vegar er hægt að geta þess að mikill skandall kom upp í skólanum eftir Hrekkjavökuna því einhverjir í "skólaelítunni" (þ.e. e-ir meðlimir ruðningsliðsins, klappstýrur og meðlimir nemendaráðsins) klæddu sig upp í "blackface". U.þ.b. 200 myndir af þessu fólki voru hengdar upp um alla veggi skólans (og voru svo rifnar niður) og nú er víst búið að reka e-a úr ruðningsliðinu og það er allt í rugli. Baby mama drama, just the way I like it! :)

Hrekkjavöku-hryllingsmynda-maraþonið mitt var frekar aumt, en þó tókst mér að horfa á einhverjar myndir. Hérna er listi yfir þær, í gæðaröð:

Death Proof - Mjööööög góð
Bug - Mjööööög góð
Demons - Trashy ass fun
Feast - Trashy ass fun
Return of the Living dead - Trashy ass fun
Planet Terror - Lala
Lizard in a Woman's Skin - Lala
Hellraiser 3 - Ojjjjjjjjjjjjjjjjjjjjj


Á sjálfan 31. október horfði ég svo á Freddy's Dead: The Final Nightmare (þ.e. "síðustu" Nighmare on Elm Street myndina, eða nr. 6 (það eru samt tvær í viðbót ...)) sem mér fannst viðeigandi því ég held barasta að það sé fyrsta alvöru hryllingsmyndin sem ég man eftir að hafa séð, á Stöðvarfirði árið nítjánhundruðnítutíuoglítið (man ik nákvæmlega hvenær ...)

Hún fær því að sjálfsögðu að vera Mjöööööög góð (en er í raun á veru e-s staðar á milli Trashy ass fun og Ojjjjjjjjjjjjjjjjjj).

Semi/non-horror ...
Cruising - Mjöööööög góð
Carlito's Way - Mjöööööög góð

+ nokkrir X-Files þættir úr 7. seríu m/ BK og G&T - Mjööööööööööööööög gott!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband