Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Fjölgun í fjölskyldunni

Á mánudaginn síðasta fluttu inn á Fálkagötu 5 tvær litlar (lesist: stórar) skjaldbökur, sem fengu vinnuheitin Tuska og Pulsa, endavar ég fyrir löngu síðan búinn að ákveða að eignast dætur sem ég myndi svo skíra Tusku og Pulsu.

- "Tuska mín! Tuska mín, komdu að fá þér að borða! Fáðu þér Pulsu!"

eða ...

- "Pulsa mín! Pulsa mín, viltu ekki þrífa herbergið þitt? Ég skal bleyta Tusku."

Eins og sjá má eru þetta tilvalin nöfn og uppspretta endalausrar gleði fyrir alla þá sem bera ekki nöfnin sjálfir. En svo komst ég að því að Tuska var einfaldlega ekki kvenkyns, heldur karl. Og þar fyrir utan var Pusla eitthvað svo brussuleg að mér fannst vanta hæfilegra nafn á hana.

Nú hef ég komist að niðurstöðu. Dömur mínar og herrar, ég kynni fyrir ykkur Benjamín Tusku og Gilitrutt Pulsu Thoroddsen.

DSC00068 

DSC00067

 

 

 

 

 

 

 

 

DSC00070

 

 

 

 

 

 

 

 

Eru þær ekki sætar? 


Af kvikmyndum (mínum, það er)

Fálkagötu 5 hefur verið breytti í framleiðsluskrifstofu fyrir kvikmyndina Hverful ást við fyrstu sýn, sem fer í tökur innan skamms. 

Nú hefur fjórðu útgáfu af handriti verið lokið og Baldvin Kári situr sveittur og íslenskar handritið mitt, því helvítis Final Draft forritið sem ég á birtir ekki íslenska stafi. Bítlarnir hjálpa okkur að "ná þessu saman" (geddit? geddit?) sem og kaffi og bakaríið á horninu.

Hlutirnir ganga það vel í augnablikinu að það hlýtur eitthvað að fara úrskeiðis bráðum. Eins og t.d. að við fáum ekki myndavél. Eða að við fáum ekki leikara. Eða eitthvað svoleiðis. En við erum ekki Debbie Downer, sérstaklega ekki á meðan úr sköpunargáttunum flæðir, svo öll þau vandamál eru seinni tíma.

Svo stóðst ég ekki mátið og klippti They Suck (munið eftir henni??) enn meir. Hún er nú ekki lengur tæpar 25 mínútur, heldur tæpar 22, sem er þónokkuð skárra. Hún er enn rosalega svolítið gölluð, en nú þegar stirðbusalega byrjunin er farin þá er hún áhorfanlegri.  


Hvatning

Ég sá í dag tvær nýlegar kvikmyndir sem hvöttu áfram ódrepandi kvikmyndagerðaráhuga minn.

Sú fyrri, All the Boys Love Mandy Lane, vegna þess að hún var gerð fyrir næstum engan pening en var samt virkilega góð og situr nokkuð óþægilega eftir í manni löngu eftir að hún klárast.

all_the_boys_love_mandy_lane_movie_poster4 

 

Sú seinni, I Know Who Killed Me, vegna þess að ef svona hryllilega léleg mynd er framleidd og sýnd út um allan heim, þá á ég augljóslega erindi í þennan bransa.

i_know_who_killed_me 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband