Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Lagalistinn 14. október 2009

Er ekki kominn tími til að breyta þessum lögum þarna til hægri?

Eru ekki allir komnir með ógeð á Lady Gaga? („NEI!“ - Heimurinn)

Anyways, það sem ég er að hlusta mest á þessa dagana er eftirfarandi:

Ready For The Weekend - Calvin Harris: Þetta er lagið sem kemur mér í stuð. Ég hreinlega dýrka þetta lag. Calvin Harris er það sem bróðir minn myndi kalla „lazy kúl“, og þó svo þetta lag sé engan veginn lazy þá er það voða voða kúl. Mig langar allt of mikið í þennan geisladisk.

Bedroom Viper - Mini Viva: Þær voru að gefa þetta lag fríkeypis til aðdáenda um daginn og ég fékk smá Róisín Murphy/Modern Timing deja vu .. af hverju að gefa svona geggjuð lög? Þetta er reyndar ekki svona „omfg ég dey þetta er svo gott!“ lag, meira svona „frábært eftir fimm hlustanir ...“ .. eru ekki öll bestu lögin þannig?

My Man - Jade Ewen: Jade Ewen sveik mig allsvakalega með því að ganga í Sugababes í staðinn fyrir Keishu fyrir nokkrum vikum. Ég hefði nefnilega alveg viljað gefa henni sjens sem sóló-söngkonu, sérstaklega með flott lög eins og My Man (sem er aðallega flott því hún syngur það með svo mikilli innlifun). En nei, ekki lengur. Núna verð ég að hata hana framvegis (a.m.k. þangað til Sugababes hætta (eftir ca. 2 mánuði)). En þar sem þetta lag kom út á undan svikunum, þá er það smá undantekning. 

Standing Up For the Lonely - Jessie Malakouti: Það er rosalegt 90s vibe sem svífur yfir vötnum í þessu lagi. Þetta svona up-beat/down-beat trans-diskó-klúbbalag sem maður fær á heilann. Xenomania gengið er ábyrgt fyrir þessu, eins og 85% alls sem ég hef verið að hlusta á síðustu mánuði. Þetta lið er ótrúlegt. 

About a Girl (Keisha Mix) - Sugababes: Samið af gaurnum sem semur allt það besta (og reyndar versta, líka) fyrir Lady Gaga. Ég fílaði þetta lag frá fyrstu hlustun, en ég býst við því að ég eigi eftir að hlusta meir á það bara vegna þess að þetta er síðasta „official“ lagið sem Sugababes gáfu út á meðan Keisha var meðlimur. Það er reyndar búið að stroka hana út úr nýjustu útgáfum þess, og líka út úr vídjóinu, en á „gömlum“ útgáfum (þ.e. 4 vikna gömlum) má enn heyra hana syngja eins og hún eigi lífið að leysa. Engin snilld, en það er eitthvað við það ... 


Betra seint en aldrei!

Jæja, hérna koma þá fyrstu myndirnar.

Eins og sést, þá tókst mér ekki að ná myndir af öllu á listanum, en hafið engar áhyggjur - þetta er svona verkefni „in progress“ og ég mun halda áfram þar til öllum myndum hefur verið náð.

Annars er það af mér að frétta að í dag lék ég í fyrsta skipti á „sviði“ fyrir framan Directing Actors bekkinn minn. Ég og Pei-Ju vinkona mín tókum 13 blaðsíðna langa senu úr leikritinu/kvikmyndinni The Shape of Things eftir Neil LaBute, og tókst ágætlega vel til. Ég var ekkert smá stressaður áður en við byrjuðum, enda hef ég ekki leikið á sviði síðan í, hvað, 1. bekk í grunnskóla, þegar ég var sögumaður í Þyrnirósu?

(Jú, ók .. svo komu meistaraverkin um Afa gamla, þar sem Atli Freyr lék afgreiðslukonu í rauðri dragt ... og já, líka Páls-Óskars-Eurovision-senan ógleymanlega ... og svo kannski líka dimmisjón „atriðin“ við útskriftina í MH ... tvisvar sinnum!)

Hvað um það. Þegar leiknum var lokið, þá komst ég að því að þetta var ekki jafn hryllilegt og ég hafði búist við. Jú, þetta var frekar scary á köflum og ég var mjög hræddur um að gleyma línunum mínum (þetta voru 13 - ÞRETTÁN! - blaðsíður) en ég var greinilega búinn að undirbúa mig vel, svo það var ekkert vandamál. Ég held samt að ég reyni að halda mig sem mest fyrir aftan myndavélina ... held að það sé frekar „my thing“ ...

Tisho kemur svo í heimsókn núna á föstudaginn svo ég fæ fleiri tækifæri til þess að túristast aðeins. Sem er mjög fínt, því það er engin lygi að maður býr liggur við í skólanum. Við erum bókstaflega alltaf þar. Ein stofan - 511 - sem er svona stór bíósalur/fyrirlestrarsalur - er sérstaklega skelfileg staðsetning og ég held að flest okkar séu komin með ógeð á henni, enda eyðum við sirkabát 119212 klukkutímum á viku þar. (Samt flott stofa og fínn staður :P)

Þegar hann kemur þá fæ ég frekari afsökun til að fara út og taka fleiri myndir, svo búist við fleiri öppdeitum á næstunni! :) 


Laugardagur til lukku

Jæja, þá er dagurinn runninn upp - sjálfur myndavikudagurinn. Sem þýðir í raun og veru að ég ætla að taka myndirnar, flestar, í dag. Sem þýðir að hin svokallaða „myndavika“ er eiginlega bara „myndadagur“. Sem þýðir að ég laug í fyrri færslunni ... ég var ekki eins duglegur og ég ætlaði. Gekk ekki um göturnar með myndavélina, tók ekki myndir af öllu merkilegu sem fyrir augu mín bar.

En ég ætla að gera það í dag. Promise. Ég ætla að gefa mér smá túristadag í dag. Fara niður í Chelsea. Kannski í Greenwich Village. Mögulega lengra niður. Central Park verður án efa áfangastaður. O.s.frv. Hver veit nema ég taki myndir af íbúðinni minni, líka .. þó svo að það séu allar líkur á því að íbúðin mín verði ekki íbúðin mín mikið lengur (það eru góðar fréttir, ekki slæmar), en ég tala meir um það þegar ég get.

Rennum aðeins yfir það sem þið hafið beðið mig um að mynda (í engri sérstakri röð):

* Túristar frá „the midwest“. Plús stig ef þeir eru í I ♥ New York bol (Auður)
* Rónar að tefla í Central Park (Atli Sig)
* Allir celeb vinir mínir og skrítið fólk (Steinunn) - er í lagi ef ég slæ þessum kategoríum saman?? :p
* Stonewall Inn 53 Christopher St + annað frá Greenwich Village (Matti)
* Flottasti gay-staðurinn + uppáhaldsborðið mitt þar (Jón Þór)
* „Ground-Zero“ (Steindór)
* Myndir af mínu fagra fési + afturenda, plús skilti, t.d. á hárgreiðslustofum (Katrín)
* Hornið á 1st street og 1st avenue, helst með íkorna í rammanum (Linnea)
* Vistarverur mínar, timer-myndir í borginni, ég og Baldvin í karókí að syngja eitthvað skemmtilegt lag, ég í annarlegu ástandi, ég að pósa í spegli (eins og á Fálkó), fallegasti gay staðurinn, og Angelina og Madonna (Birna) - þetta eru jafnmargar myndir og allir hinir eru með til samans. Hún Birna biður ekki um lítið! En þar sem hún átti afmæli í gær, þá reyni ég mitt besta! :)

Vonandi næ ég að birta eitthvað af þessum myndum seinna í dag/kvöld!


Myndavika

Þar sem ég er búinn að lofa því núna endalaust að birta myndir á þessu bloggi, þá fannst mér tilvalið að athuga myndir af hverju fólk vill sjá.

Þið megið því kommenta hér fyrir neðan með uppástungur að myndum sem ég á að taka, og svo mun ég ferðast um borgina með myndavélina næstu daga og reyna að verða við bónum ykkar. Líka gaman fyrir mig að gera eitthvað „spes“ - og kannski komast aðeins í burtu frá campusnum því maður er farinn að eyða skuggalega miklum tíma á sama stað.

Á morgun fær maður að hitta fyrstu „stjörnu“ vetrarins - sjálfan Werner Herzog! Hann kemur með eina af tveimur nýjum myndum sínum til að sýna og verður svo með Q&A á eftir. Miðað við það sem maður hefur heyrt, þá verður þetta Q&A örugglega mjög forvitnilegt (maðurinn er víst ekki alveg með fulle-fem).

Við megum hins vegar ekkert tala um þetta .. voða hush-hush. Má ekki blogga, facebook-eða twitter-statusa, o.s.frv. Ég brýt þessa reglu hiklaust þar sem engin skilur íslensku hvort eð er.

Svo er ég enn að reyna að læra utan að 13 blaðsíðna kafla úr „Shape of Things“ eftir Neil LaBute. Það er ekki að ganga eins vel og ég vildi :p

But anyway - kommentið með myndahugmyndir!!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband