Lagalistinn 14. október 2009

Er ekki kominn tími til að breyta þessum lögum þarna til hægri?

Eru ekki allir komnir með ógeð á Lady Gaga? („NEI!“ - Heimurinn)

Anyways, það sem ég er að hlusta mest á þessa dagana er eftirfarandi:

Ready For The Weekend - Calvin Harris: Þetta er lagið sem kemur mér í stuð. Ég hreinlega dýrka þetta lag. Calvin Harris er það sem bróðir minn myndi kalla „lazy kúl“, og þó svo þetta lag sé engan veginn lazy þá er það voða voða kúl. Mig langar allt of mikið í þennan geisladisk.

Bedroom Viper - Mini Viva: Þær voru að gefa þetta lag fríkeypis til aðdáenda um daginn og ég fékk smá Róisín Murphy/Modern Timing deja vu .. af hverju að gefa svona geggjuð lög? Þetta er reyndar ekki svona „omfg ég dey þetta er svo gott!“ lag, meira svona „frábært eftir fimm hlustanir ...“ .. eru ekki öll bestu lögin þannig?

My Man - Jade Ewen: Jade Ewen sveik mig allsvakalega með því að ganga í Sugababes í staðinn fyrir Keishu fyrir nokkrum vikum. Ég hefði nefnilega alveg viljað gefa henni sjens sem sóló-söngkonu, sérstaklega með flott lög eins og My Man (sem er aðallega flott því hún syngur það með svo mikilli innlifun). En nei, ekki lengur. Núna verð ég að hata hana framvegis (a.m.k. þangað til Sugababes hætta (eftir ca. 2 mánuði)). En þar sem þetta lag kom út á undan svikunum, þá er það smá undantekning. 

Standing Up For the Lonely - Jessie Malakouti: Það er rosalegt 90s vibe sem svífur yfir vötnum í þessu lagi. Þetta svona up-beat/down-beat trans-diskó-klúbbalag sem maður fær á heilann. Xenomania gengið er ábyrgt fyrir þessu, eins og 85% alls sem ég hef verið að hlusta á síðustu mánuði. Þetta lið er ótrúlegt. 

About a Girl (Keisha Mix) - Sugababes: Samið af gaurnum sem semur allt það besta (og reyndar versta, líka) fyrir Lady Gaga. Ég fílaði þetta lag frá fyrstu hlustun, en ég býst við því að ég eigi eftir að hlusta meir á það bara vegna þess að þetta er síðasta „official“ lagið sem Sugababes gáfu út á meðan Keisha var meðlimur. Það er reyndar búið að stroka hana út úr nýjustu útgáfum þess, og líka út úr vídjóinu, en á „gömlum“ útgáfum (þ.e. 4 vikna gömlum) má enn heyra hana syngja eins og hún eigi lífið að leysa. Engin snilld, en það er eitthvað við það ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fer ekki að koma tími á nýtt blogg

ella magga (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband