Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Heimilsfang!

Núna er ég loksins kominn með pósthólf í þessum dásamlega skóla, svo þið getið byrjað að senda mér bréf og gjafir á fullu!

Heimilsfangið er:

Erlingur Thoroddsen
Hamline University - Box 2089
1536 Hewitt Avenue
St. Paul, MN 55104-1284

og ég mun líka setja það hérna til hliðar, for future reference!


I kvold ...

... ta verdum vid tekin a "The Minnesota State Fair" sem er svona uppskeruhatid einhver og er vist alveg rosaleg. Roger og Roxanne, vinalega folkid sem sat vid hlidina a mer i flugvelinni, varadi mig vid tvi ad eg myndi sja mikid af ofsalega feitu folki tar sem bordadi djupsteiktan mat a priki. Og svo er vist haldin fegurdarsamkeppni tar sem heppin stulka er krynd Princess Kay of the Milky Way og verdur andlit hennar skorid ut i frosid smjor.

 Eg lofa myndum!


Símó!

Ég er kominn með símanúmer hérna úti!

Það er samt e-ð skrítið við það því að þegar ég reyni að senda sms til Íslands þá segir síminn minn að það hafi senst, en samt fæ ég engin svör ... hmmmm.

Þannig að ...

... ef þið hafið fengið sms frá mér en ekki getað svarað, þá veit ég ekki hvað er að ...

... ef þið hafið ekki fengið sms frá mér, þá er það símadótinu að kenna, ekki mér!!! ...

... ef þið haldið að e-ð sé að, þá skuluð þið endilega prófa að hringja/smsa í síma 1-651-428-5408

(ég held að það þurfi ekkert meira en bara "1" fyrir framan, en kannski þarf ... I dunno ...)

Prófið! Þetta er gemsinn minn og ég er með hann alla daga!! :D


It's like THUNDER!!! LIGHTNING!!!

Ég vaknaði í nótt við þær rosalegustu þrumur og eldingar sem ég hef nokkurn tímann heyrt og skildi í fyrsta skipti hvernig fólk getur verið hrætt við svona veður. Ég hef alltaf haft gaman af svona óveðri en bara vegna þess að maður upplifir aldrei neitt svona á Íslandi. Og svo hef aldrei upplifað það svona ... nálægt! Það var eins og allar eldingarnar væru að koma niður beint ofan á skólann og hávaðinn var ótrúlega mikill. Svo voru svo margar eldingar að mér fannst ég vera á diskóteki með strobe-ljósum. Veeeery scaaaaary!

Svo fór líka ótrúlega hávært viðvörunarkerfi í gang og ég heyrði hávaða og læti frammi. Fólk hlaupandi eftir göngunum. Svo bankaði einhver á hurðina mína en þegar ég fór til dyra var gangurinn alveg tómur til beggja hliða. Again, veeeeery scaaaaaary! Ég læddist niður og hitti öryggisvörð sem var greinilega í miklu uppnámi og vissi ekkert hvað hann átti að gera. Hann sagði mér að fara niður þar sem e-ir aðrir nemendur höfðu safnast saman. Þá voru nokkrir þýskir skiptinemar búnir að bætast við minn einsmannshóp og við fórum til hinna krakkanna sem búa á þessu dormi og biðum viðvörunarkerfið af okkur.

Þetta var svolítið mögnuð nótt!


Kominn út

Jæja, þá er maður kominn út til Ameríkunnar. Mér er ekki til setunnar boðið, ætla að drífa mig út að tala við alþjóðaskrifstofuna hér á bæ og fara svo í smá verslunarleiðangur að kaupa hitt og þetta sem mig vantar í búið.

Búið, nota bene, er herbergi sem ég mun deila með honum Cory Peterson, stærðfræðinema. Hann er reyndar ekki ennþá kominn á staðinn svo ég get ekki mikið lýst honum - nema að hann á hvorki farsíma né myspace prófæl, en ég veit ekki hvaða þýðingu það hefur fyrir mig eða mannkynið.

En ég er allveganna kominn í Hamline University og mér líkar það vel (amk fyrstu nóttina!) og ég læt heyra í mér síðar!


Ég nefni þig ...

... About You Now

Í tilefni væntanlegrar nýrrar smáskífu stelpnanna í Sugababes hef ég ákveðið endurvekja bloggið mitt í hundraðasta skipti. Er hægt að ímynda sér betri ástæðu?

Svo er ég reyndar að fara til útlanda bráðum og verð þar í ár svo ég býst við (og vona) að einhverjir vilji fylgjast með því sem ég verð að gera.

En talandi um nýja lagið með Sugababes, sem ég hef því miður ekki ennþá heyrt (workin' on it ...), þá er það pródúserað af honum Dr. Luke (ekki skyldur Dr. Gunna) sem pródúseraði líka meirihlutann af nýju plötunni hennar Avril Lavigne, sem var náttúrulega bara meistaraverk í hæsta gæðaflokki. Sem þýðir að ég er mjög spenntur :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband