Færsluflokkur: Kvikmyndir

Amicus hryllingur

Glöggir tóku kannski eftir því að ég horfði á Amicus antólógíuna Asylum (hohoho) um daginn, og þakka ég útsölu hjá Barnes & Noble það, því þeir voru að selja svona Amicus box á 30 dollara; þrjár myndir á tíu dollara. Yes prease. 

Fyrir þá sem þekkja ekki til, þá eru Amicus myndirnar svona eins og litla, ódýra systir Hammer-veldisins. Mjög svipaðar myndir; oftar en ekki "period"-myndir með fallegum ungum konum og ljótum gömlum köllum eins og Peter Cushing og Herbert Lom, sem hljóta að hafa haft EKKERT að gera á Amicus-árunum því þeir leika bókstaflega í öllum myndunum. Yfirleitt er eitthvað yfirnáttúrulegt á seyði í þessum myndum; draugagangur, varúlfar, vampírur, o.s.frv. Þær eru frekar blóðlitlar, en útlitið er skemmtilegt og leikararnir skemmta sér vel í ofleik sínum. 

Asylum var skemmtileg, en ekkert mikið merkilegri en það (minnti mig samt á Modest Mussorgsky - akkuru er ég ekki búinn að eigna mér tónlist eftir hann?), en næsta myndin sem fylgdi með í Amicus-boxinu var And Now the Screaming Starts!, sem er örugglega besti titill á hryllingsmynd sem fundinn hefur verið upp. Þar koma saman versta leikkona í heimi Stephanie Beacham, Peter Cushing og Herbert Lom, ásamt öðrum góðum, og öskra mikið saman. Þessi mynd er einnig áhugvarð fyrir þær sakir að hún var einu sinni til í risa-vídjóskápnum heima hjá Atla Frey og varð svona "stuff-of-legend"; titilinn var í fyrsta lagi nóg til að hræða unga áhrifagjarna drengi, og svo prófaði Atli einhvern tímann að setja hana í tækið og sá þá einhverja miður fallega senu, svo myndin var dæmd óáhorfanleg og viðbjóðsleg í kjölfarið. Ég hef aldrei gleymt henni síðan. Plottið er einum of flókið til að fara út í hér, eins og virðist vera venjan með þessar Amicus myndir. Þær eru allar meira og minna drauga-útgáfa af klassísku "whodunit" sögunni; einn geðsjúklingurinn er í raun yfirlæknir geðsjúkrahússins! Hver er hann?!; ein persónan er í raun og veru varúlfurinn ógurlegi! Hver?!; af hverju sér Stephanie Beacham fátæka vinnumanninn í garðinum alltaf augn-og handlausann í speglinum?! But why, indeed!

Þetta eru skemmtilegar myndir, en ekkert sérstaklega góðar. Sú besta sem ég hef séð hingað til var The House that Dripped Blood, sem var líka antólógía sem fjallaði um ýmsa íbúa draugahúss og hvernig fór fyrir þeim á endan. Það var frekar óhugnaleg mynd, satt skal segja. Ég er ekki enn búinn að horfa á síðustu myndina í boxinu - The Beast Must Die, en miðað við það hvað Peter Cushing er hrikalega svalur á coverinu, þá getur hún ekki verið annað en æðisleg. 

The Beast Must Die 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband