Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Montblogg

Já, ég bara verð!

Ég er í einum kúrs hérna sem heitir "Creative Writing" þar sem við skrifum ljóð og smásögur og svoleiðis. Ég hef nú aldrei verið neitt sérstaklega mikið fyrir ljóðin, svo ég fókusaði ekkert sérstaklega mikið á þann part, en núna erum við í smásögunum og vorum að fá fyrstu söguna okkar til baka með kommentum frá kennaranum.

Minni sögu fylgdi heil blaðsíða af kommentum sem enduðu á þessum orðum: "Anyway, this is such an accomplished piece of writing. Consider sending it out for publication. Thank you!"

!!!

Já, þetta gleður mitt litla hjarta! Sérstaklega þar sem ég þjáist af ólæknandi sjúkdóm sem lýsir sér þannig að mér finnst allt sem ég geri lélegt um leið og ég sendi það fram mér - þó mér finnist það kannski æðislegt á meðan ég er að skrifa það. Um leið og ég sleppi takinu, þá er það strax orðið ömurlegt. Svo það er fínt að fá svona "professional" álit til að slá í mig eitthvað vit.

Jólakveðja frá Heidi Klum

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Núna er kominn 1. desember sem þýðir að nú má hlusta á jólalög aftur! Og í tilefni dagsins er byrjað að snjóa á fullu hérna í St. Paul. Þeir kalla þetta snjóstorm, innfæddir, sem er ekki það sama og íslenskur snjóstormur. Það er t.d. voða lítill vindur. En hins vegar er búist við því að það verði 6 þumlunga snjófall bara í dag! Það eru rúmlega 15 sentímetrar af snjó!

Ef þessi dagur er ekki tilvalinn til að hlusta á jólalagið hennar Heidi Klum, Wonderland, þá veit ég ekki hvað. Ef þið hlustið á það núna, þá þurfið þið aldrei aftur að heyra það og þá verða jólin kannski bærilegri?



Hræðilegasta jólalag allra tíma? Eða það besta?

Ég er a.m.k. búinn að hlusta á nokkur ágæt jólalög í dag. "Ég hlakka svo til" er náttúrulega alltaf skemmtilegast.

Hvað er uppáhaldsjólalagið ykkar?

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband