Will Young og ég

Breska poppstjarnan Will Young (þ.e. fyrsta Idolstjarna heimsins) var staddur á Íslandi nú um helgina og fór (að sjálfsögðu) á Q-bar þar sem hann dansaði við óföngulegt fylgdarlið sitt. 

Sem betur fer var Valdi með augun opin og tók eftir manninum og benti mér á hann. Í dágóða stund veltum við því fyrir okkur hvort við ættum að segja eitthvað við stjörnuna, en hann virtist ekki vekja mikla athygli Q-bars gesta, og að lokum ákvað ég að slá til enda myndi ég sjá eftir öðru daginn eftir.

Svo urðum við líka að segja/gera eitthvað, því Gunni vinur okkar er var ástfanginn af Will Young en hafði ekki nennt með í bæinn sökum „svetts“ og þ.h. 

Ég gekk því upp að Will Young, spurði hvort hann væri ekki Will Young (jú, þetta var hann) og sagðist vera mikill aðdáandi (sem er ekki alveg satt, en hann á nú samt nokkur flott lög). Því næst spurði hann mig hvar allt fólkið væri (það var frekar tómt á Q-bar þessa stundina, og ég sagði honum bara að bíða, sem hann og gerði) og ég hrósaði honum fyrir að hafa minnst á Emilíönu Torrini í breska X-Factor fyrr í vetur og bað um að fá að taka í höndina á honum. Hann varð við þeirri beiðni. Svo fór ég að dansa. „Dansa“. 

Nokkrar staðreyndir um þessa upplifun:

* Will Young er talsvert minni „in person“ heldur en hann virðist vera í sjónvarpinu. Þetta á víst við um 90% fræga fólksins.

* Will Young er mjög kurteis.

Aðrar breskar en ekkert sérstaklega vel þekktar poppstjörnur sem hafa tekið upp myndband á Íslandi, sem ég hefði frekar verið til í að hitta á Q-bar heldur en Will Young:

* Sophie Ellis-Bextor

Aðrar breskar en ekkert sérstaklega vel þekktar poppstjörnur sem hafa EKKI tekið upp myndband í Íslandi (ennþá), sem ég hefði frekar verið til í að hitta HVAR SEM ER heldur en Will Young:

* Þessar skinkur. article 0 00C26F4E00000578 16 468x312 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

You funny. Skinkur? Hahaha!

BKNY (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:19

2 identicon

hahaha skinkur

þú færð samt alveg 2-3 celeb stig fyrir will young

Steinunn Erla (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband