Strawberry Fields Forever ...

Já, ég var víst búinn að lofa umsögn um og myndum af hafnaboltaleiknum forláta (forljóta? ha?). Ég get ekki ímyndað mér af hverju ég er ekki búinn að gera neitt í því fyrr (*hóst*hafnaboltierógeðslegaleiðinlegur*hóst*), en núna getið þið andað léttar!

Í stuttu máli: Leikurinn var ca. tveir-og-hálfur-tími, og a.m.k. hálfan þann tíma gerðist ekki neitt. Það besta var eftirfarandi mynd:



Og þegar allir stóðu upp til að hlusta á/syngja ameríska þjóðsönginn. Og þegar ég hélt að allir væru að búa á einn leikmanninn frá Minneapolis, en svo komst ég að því að fólkið var ekki að segja BÚ heldur Lew, sem er nafnið hans. Ji, en vandræðó. Fleiri myndir hér!

Annars er frá því að segja að ég sá alveg ótrúlega ótrúlega magnaða mynd sem heitir Across the Universe. Það mun vera fyrsta kvikmyndin sem ég sé í amerísku kvikmyndahúsi síðan The Mummy var og hét - og það var árið 1999! Across the Universe er söngleikur með fullt af frægum Bítlalögum og ótrúlegustu kvikmyndatöku ársins. Horfið bara á trailerinn!


Já, henni er leikstýrt af Julie Taymor sem ég gjörsamlega dýrka. Hún gerði líka Fridu með Sölmu Hayek og Titus með Anthony Hopkins og hún leikstýrði fyrstu sviðsuppsetningunni af The Lion King (þessari frægu, frægu ...) Hún er gjörsamlega rugluð, þessi kona. Og var örugglega útúrdópuð þegar hún hugsaði upp sumar senurnar í þessari mynd. En vá, þið eigið ekki eftir að gleyma henni. Strawberry Fields Forever atriðið er pottþétt ótrúlegasta sena ársins.is - you heard it first here! Ég ætla að fara aftur! :D

Svo er kominn októbermánuður sem þýðir að allir sannir hryllingsmyndaaðdáendur eru komnir í Hrekkjavökugír. Ein hryllingsmynd á dag kemur skapinu í lag, ikke? Ég byrjaði daginn snemma í gærkvöldi og horfði á Lizard in a Woman's Skin eftir Lucio Fulci. Hún kom ekkert sérstaklega skemmtilega á óvart. Voða mikill been-there-done-that fílingur yfir henni ... Í kvöld held ég að ég horfi á The Return of the Living Dead! :)



Og næstu vikur verða mjöööög spennandi: Nýjar plötur með PJ Harvey, Sugababes, Roisin Murphy, Dragonette (ok, ekki "ný" plata, en hún er að koma út í fyrsta skiptið núna!) og Girls Aloud! Sexy? YES YES YES!

Fleiri myndir hérna - af nýju klippingunni minni og herberginu og ýmsum öðrum uppákomum! Og þið ættuð ekki að þurfa að vera á facebook til að sjá þær (en facebook er æði!)

Ójá, og svo er ég búinn að eignast nýja vini sem eru major selebs (a.m.k. á þeirra eigin skala, og líklega margra annarra) - þeir fengu mynd af sér birta hjá Hollywood-blogghórunni Perez Hilton! Ef þið ýtið hérna þá eru þeir neðstir, búnir að mála á vegginn "Painters *heart* Perez" :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Across the Universe er ÆÐI!!

Baldvin Kári (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 04:15

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hello there...

Ég var rétt í þessu að ramba inná bloggið þitt (ætlaði að fara að lesa eitthvað um jarðaber eða bítlana) og kannaðist þá strax við þakið í Metrodome og sá þá að þú ert sveitungi minn hér í Minnesota hreppi.

Ég er að skólast uppí St. Cloud (klukkutíma norðvestur af Twin Cities).  Ég átti reyndar erindi niður í Hamline í síðustu viku og leist ágætlega á kampusinn ykkar...lítið og kósý miðað við U of M og SCSU.

Er sammála þér að America´s Favorite Pastime (baseball) er hundleiðinegt... en þeim mun meira fjör í Target Center á T´Wolves leikjum!  Réttur mánuður í season openerinn  

Kveðja úr sveitinni

Róbert Björnsson, 2.10.2007 kl. 06:12

3 identicon

Sæll vinur, mikið er gaman að fylgjast með þér í gegnum bloggið. Þeir eru greinilega "sveitó" í miðríkjunum en þú ert samt greinilega að skemmta. Flottar myndir af þér með nýju klippinguna en ósköp er herbergið ykkar félaga lítið.

bestu kveðjur frá okkur afa, Anna amma

Anna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 10:54

4 identicon

Erum við að tala um gæsahúða treiler!!!!! þetta er augljóslega næsta mynd sem ég mun sjá!!!

kossar og sleikur

Katrín (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 21:55

5 identicon

Yndisleg skrif! virkilega gefandi og áhugvert lesefni!

Guðrún Halla sæta og fína (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 11:08

6 identicon

svo er eg oft buin að reyna að senda þer einhver komment herna en það fer ekki alltaf inn því eg er svo lelg í reikningi!

baaaaawwwwwww

Guðrún Halla sæta og fallega aftur (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 11:14

7 identicon

bloggabloggabloggabloggabloggablogga:D miss u!!! fáðu þér svo skype!!!!!

sigga (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband