Sendiherra Íslands

Í gær eldaði ég nokkra rétti sem ég taldi vera lýsandi fyrir Ísland, land og þjóð. Í dag framreiddi ég þessa rétti fyrir nemendur Hamline háskóla, en það var fyrsti hluti "World Fest" viku sem er í gangi. Allir skiptinemarnir voru hvattir til að elda einhvern sérstakan þjóðarrétt.

Mínir íslensku þjóðarréttir voru:

Kleinur: Já, djúpsteiktar og brúnar. Ótrúlegt en satt, þá litu kleinurnar mínar út eins og alvöru kleinur. Hins vegar brögðuðust þær eins og eitthvað allt annað og verra. Eins og einhver hefði hellt salti ofan í deig og svo steikt það upp úr saltri fitu. Ógeðslegt. Þessi réttur kláraðist á svipstundu.

Vínarbrauð: Eða, eins og ég kallaði það, deig með sætu kremi. Fólk hérna skilur ekki íslensku. Og vínarbrauðin mín litu ekki út eins og neitt annað sem hefur sést í þessum heimi, svo það efaðist enginn um það að þetta væri íslenskt. Ég fann bara uppskrift á netinu. Hún hljómaði ekki flókin. Mig langaði í vínarbrauð. Þessi réttur kláraðist líka.

Grjónagrautur: Augljóslega íslensk uppfinning (þó svo hún hafi greinilega komist með einhverjum krókaleiðum til Evrópu og Suður-Ameríku ...) og eini rétturinn sem ég kunni að elda. Grjónagrauturinn bragðaðist þess vegna eins og grjónagrautur. Með kanilsykri, að sjálfsögðu. Þessi réttur kláraðist fyrst.

Já, ég held að ég hafi verið fínn sendiherra Íslands í dag.


Stoltur kokkur þarna á ferð.


Fyrir borðhald ...


... og eftir. Bara til að sanna að allt kláraðist! (Já, kleinurnar fóru allar að lokum. Og ekki í ruslið!)


"Mmmmm, góður matur sem þú bakaðir, Erlingur. Þú ert góður kokkur." Þessi orð ómuðu um allan salinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert fyndinn. Kannski voru kleinurnar skrýtnar af því að þú notaðir vanillu í staðinn fyrir kardemommur. Og gastu talið fólki trú um að vínarbrauð væri íslensk uppfinning? Hvað þá grjónagrautur! Mikið eru Kanar kjánalegir!

Baldvin Kári (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 06:35

2 identicon

líka ég get ekki varist hlátri!

og hvað er með fánann??? Hann glansar eins og diskógalli!

jóhanna Björk (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 23:21

3 identicon

þú ert stórfyndin fýr

guðrún hulda (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 17:27

4 identicon

Þetta er versta landkynning sem ég hef nokkurn tíma heyrt um! Það ætti að tilkynna þetta umsvifalaust til Samtaka ferðaþjónustunnar og senda þessar stórkostlegu myndir sem sönnunargögn.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband