Tori Amos

Í gær fór ég á Tónleika #2 í Minneapolis. Tónleikar #1 voru með Reginu Spektor og þeir voru frábærir. Regina Spektor er ótrúlega skemmtilegur performer og henni tókst að halda dampi allan tímann þótt hún væri bara ein með píanóið sitt og líka með kvef.

En Regina Spektor er ekkert í samanburði við Tori Amos, sem var flytjandi á Tónleikum #2, komplett með hljómsveit og ljósashowi.

Hún var í einu orði sagt MÖGNUÐ. Ótrúlega mögnuð. Og ég á aldrei eftir að skilja hvernig hún getur spilað á tvö píanó á sama tíma, sitjandi á milli þeirra. Kannski er það mjög einfalt, en það lítur frekar flókið út.



Pottþétt bestu tónleikar sem ég hef séð fyrir utan Madonnu - og það verður erfitt að toppa þá tónleika, einfaldlega vegna þess að þeir voru svo yfirþyrmandi flottir og skemmtilegir. Tori setti upp flott sjóv, en hún var ekki með 20 dansara og hún sagði aldrei neinum að "suck George Bush's ..." ahemm, fjölskyldublogg.

En vá hvað hún er frábær söngkona. Þegar hún söng "Black Dove" þá hélt ég að ég myndi deyja. Hérna er gömul klippa af henni að syngja "Black Dove". Ekki alveg eins og að sjá það live, en samt flott frammistaða - og þið getið líka horft á konuna spila á píanóin tvö á sama tíma. Crazy!



Af mér er svo að frétt að ég fékk fyrstu tíuna mína hérna í dag! Fyrir smá verkefni, ekkert merkilegt, en samt gaman :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ, vildi bara segja þér að fara inná BYR.is og gefa gjöf...veldu endilega Hugarafl  og láttu það berast til vina þinna...

ella magga (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 10:09

2 identicon

já, og til hamingju með TÍUNA þína, frábært

ella magga (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 17:02

3 identicon

Bösendorferinn sem hún er að spila á kostar 8,1 milljón króna. Bösendorferinn er til hægri, ekki til vinstri. Til vinstri er bara eitthvað drasl sem er ábyggilega ekki sett saman í höndunum af Austurríkismönnum sem heita Jörg og Florian.

Atli (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 21:27

4 identicon

Mér finnst Molly Shannon betri Tori Amos heldur en Tori Amos. 

BKNY (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 00:05

5 identicon

Jebbs, hún elskar Bösendorferinn sinn. Tónleikarnir voru meira að segja með smá millikafla sem hét "T & Bö" þar sem hún spilaði mínus hljómsveit. Voða kúl :) Tók eitt uppáhaldslagið mitt þar, Jackie's Strength.

Erlingur (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband