LISTMANIA! Hvað varð um #1 ... Girl Power músíkstelpur

Já, ég elska og dýrka að búa til lista. Call me crazy. Ég er búinn að gera nokkra svona á mæspeisinu mínu, þar sem þeir eru allir á ensku. Ég nenni ekki að skrifa meir á ensku. Ég tala og skrifa ensku alla daga hérna úti svo nú fær íslenskan að taka öll völd! Hananú og sveimérþá!

Í eftirfarandi listmaníu spyr ég hvað varð um eftirfarandi stúlknapoppperformara sem lofuðu svo góðu til að byrja með! Af hverju vorum við rænd hæfileikum þeirra? Snúa þær aftur? Eru þær dánar? Lesið áfram ...

#3 Amy Studt
Í kjölfar vinsælda Avril Lavigne urðu aðeins-minna sykursætar poppstelpur vinsælar í smástund. Hins vegar dóu flest allar eftirhermurnar út mjög snemma og í dag standa bara Avril og Ashlee eftir. Jú, og svo semi-Avrilíur eins og KT Tunstall og Kelly Clarkson sem vita ekki einu sinni sjálfar hvað þær vilja vera.

En Amy Studt lofaði svo góðu. Eða, öllu heldur, lagið hennar Misfit lofaði svo góðu. Ég eyðilagði álit mitt á stelpunni með því að hlusta á annað lag með henni sem var skelfilega leiðinlegt og hafði ekki hlustað á Misfit í langan, langan tíma, þangað til núna um daginn. Og þá uppgötvaði ég hvað þetta er helvíti gott lag! Jú, Complicated-templateið er augljóst, og það er engin frumleiki hér til staðar, en lagið er skentlett.

Núna er þessi breska stúlka horfin og gleymd. Eða hvað????????!!!!!!!

Hér er Misfit ...


#2 The Faders
Þessar bresku stelpur, eins og svo margar aðrar, urður aldrei frægar útfyrir Bretlandseyjar, og svo hættu þær líka þremur mínútum eftir að þær byrjuðu, svo þær áttu aldrei neinn möguleika á að ná til fjöldans. Sem er leiðinlegt, því þær voru þrusugóðar. Eða a.m.k. fyrsta og eina platan þeirra, Plug in and Play, var þrusugóð.

Ég kynntist þeim í gegnum Veronicu Mars, en þær spiluðu tvö lög í einum þætti. I was hooked right there and then!

No Sleep Tonight er frábært lag!


#1 Dream
Hver man ekki eftir þessari snilldarhljómsveit?!

Ég veit ekki alveg hver hugmyndin á bakvið hana var - einhvers konar stelpu-grúppa fyrir Britney Spears markaðinn. Voða sykursætar, voða mikið popp, voða amerískt. En þær áttu eitt ótrúlega frábært lag - og svo annað sem var soldið gott líka. He Loves U Not með Dream minnir mig ótrúlega mikið á Ísbúðina í Kringlunni og þær gleðistundir sem ég átti þar.

(Meðal annarra laga sem minna mig á Ísbúðina í Kringlunni eru Ain't it Funny og Play með J-Lo)

Það var víst hann Puff Daddy / P Diddy sem sá um Dream stelpurnar, en hann missti greinilega áhugann á þeim fljótlega því þær gáfu aldrei út plötu #2 (þó svo þær hefðu tekið hana upp! omg!) Svo eru þær allar með MySpace, ef þið viljið njósna ...

He Loves U Not (myndbandið er samt svakalega hallærislegt)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband