Draumfarir

Í nótt dreymdi mig ýmislegt. T.d. að ég hefði samið helvíti gott popp-danslag sem svipuðum takti og Love Machine með Girls Aloud, nema bara með bull-texta. Svo var ég allt í einu blaðaljósmyndari staddur í Danmörku að taka myndir af árlegu hrísgrjónagrautsbaði Margrétar danadrottningar. Það var stórhátíð, fullt af fólki og loftfimleikar. Nokkrir fimleikastrákar buðu mér meira að segja í partý um kvöldið, svo ég fór í danska Topman (sem ég veit ekkert hvort sé til í alvörunni) og fann mér hræódýra en flotta skyrtu á 11 kr. danskar, sá líka flottari buxur en ég hef séð allan tímann hérna í Bandaríkjunum, og hefði getað valið úr endalausri flóru binda, ef ég hefði sofið lengur.

En nei. Nú er ég búinn að missa úr heila klukkustund því Ameríka er komin á sumartíma. En ég lifi enn í fortíðinni. Hjá mér er klukkan ekki 10, heldur 9. Ég á að vera sofandi.

484px-Queen_Magrethe_sep_7_2005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

grjono

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála með sumartímann. Ég er hundfúll yfir þessari klukkustund sem tapaðist. Það er eins og maður hafi fengið eina klukkustund lánaða í október, en þurfi nú að skila henni aftur -- með vöxtum.

BKNY (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband