The end of an era!

Nei, ég er ekki að tala um endalok skiptinematímabilsins (þó svo sá endir nálgist óðfluga! Bara fjórar vikur eftir, og þær eiga eftir að þjóta hjá).

 Ég er að tala um X-Files glápið sem ég og Baldvin höfum verið að stunda síðan í febrúar á síðasta ári.

Já, í kvöld kláruðum við 9. seríu af X-Files. Það var tilfinningaþrungin stund, bæði á skjánum og fyrir framan hann, þegar Mulder og Scully féllust í faðma og hurfu svo í svartnættið. Baldvin getur þó ekki státað af því að hafa horft á ALLA þættina, eins og ég, því hann byrjaði ekki að horfa fyrir alvöru fyrr en í þriðju eða fjórðu seríu (sem voru hvort eð er bestu seríurnar). 

Þegar við bjuggum saman á Fálkagötunni var það heilög stund þegar við ákváðum að setja X-Files í gang. Þá var vanalega hellt upp á eins og tvö eitt glas af gini og tónik og góðlátlegt gys gert að ýmsu sem kom fram í þáttunum. Þegar við fluttum svo til Bandaríkjana síðasta haust gátum við ekki annað gert en að halda áfram, og það gerðum við með góðri hjálp þess yndislega forrits Skype (sem var samt stundum ótrúlega pirrandi og leiðinlegt við okkur). 

Og núna er þetta bara búið! Því miður sáu aðstandendur X-Files sér ekki fært um að ljúka seríunni á neinum hápunkti, því síðustu tvær seríurnar eru klárlega þær verstu. Jújú, það er einn og einn góður, máske klassískur, þáttur inni á milli þeirra lélegu, en aðallega var sársaukafullt að fylgjast með "nýja fólkinu" (John Doggett og Monicu Reyes) rembast í gegnum sín hlutverk. Monica Reyes er til að mynda ein leiðinlegasta aðalpersóna í sjónvarpssögunni. Og Mulder nennti ekki einu sinni að vera með fyrr en í blálokin á níundu seríu! Hvurslags ...

Við tímasettum þetta samt ágætlega, því það eru bara nokkrar vikur í það að nýja X-Files bíómyndin verði frumsýnd! Það verður gleðidagur! :D

Núna er ég meira og minna búinn með öll stór verkefni og reyni að gera sem minnst þangað til fjölskyldan kemur í heimsókn í lok maí. Svo er það bara að koma heim og hitta alla aftur, sem er það sem ég hlakka mest til að gera í augnablikinu!

Í millitíðinni ætla ég að hlusta aðeins meira á nýja geisladiskinn hennar Ashlee Simpson (sem er, ótrúlegt en satt, betri en nýji diskurinn hennar Madonnu!!) og horfa á fleiri skemmtilega sketsa úr Saturday Night Live! Vesgú :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband