Af kvikmyndum (mínum, það er)

Fálkagötu 5 hefur verið breytti í framleiðsluskrifstofu fyrir kvikmyndina Hverful ást við fyrstu sýn, sem fer í tökur innan skamms. 

Nú hefur fjórðu útgáfu af handriti verið lokið og Baldvin Kári situr sveittur og íslenskar handritið mitt, því helvítis Final Draft forritið sem ég á birtir ekki íslenska stafi. Bítlarnir hjálpa okkur að "ná þessu saman" (geddit? geddit?) sem og kaffi og bakaríið á horninu.

Hlutirnir ganga það vel í augnablikinu að það hlýtur eitthvað að fara úrskeiðis bráðum. Eins og t.d. að við fáum ekki myndavél. Eða að við fáum ekki leikara. Eða eitthvað svoleiðis. En við erum ekki Debbie Downer, sérstaklega ekki á meðan úr sköpunargáttunum flæðir, svo öll þau vandamál eru seinni tíma.

Svo stóðst ég ekki mátið og klippti They Suck (munið eftir henni??) enn meir. Hún er nú ekki lengur tæpar 25 mínútur, heldur tæpar 22, sem er þónokkuð skárra. Hún er enn rosalega svolítið gölluð, en nú þegar stirðbusalega byrjunin er farin þá er hún áhorfanlegri.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband