Mannorð íslensku þjóðarinnar

Ég veit að það er hallærislegt að pirra sig á einhverju sem ofurslúðrarinn Perez Hilton skrifar, en þegar hann fjallar um Ísland og styðst augljóslega við breskar (eða a.m.k. ekki íslenskar) heimildir, rís upp reiðin. Elska samt Perez, bbs.

En samt finnst mér meira pirrandi að íslensk stjórnvöld hafi ekki reynt að hreinsa mannorð þjóðarinnar þrátt fyrir árásina frá Gordon Brown. Höfum við heimtað afsökunarbeiðni? Höfum við sent út fréttatilkynningar þar sem við útskýrum okkar hlið málsins til fréttastöðva heimsins? Ætlum við bara að sitja undir þessu og gera ekki neitt fyrr en það er orðið um seinan?

Eða þýðir það kannski að Brown hefur rétt fyrir sér og að við séum í raun vondi aðilinn í þessu máli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hérna í Danmörku skammast maður sín fyrir að vera Íslendingur. Ég er farinn að segjast vera færeyskur, það er skömminni til skárra. Þá losnar maður við þetta meðaumkunnaraugnaráð, stakkels dig! Hræðilegt, eins og maður hefur alltaf borið höfuðið hátt. Íslendingar fá meðferð eins og fyrir hundrað árum, þegar maður mætir á svæðið eru allir gluggar opnaðir til að losna við Íslendingalyktina, ef að maður er ekki bara rekinn út med det samme. Þvílík smán.

Bergur (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband