Nýr skóli, nýtt heimili, nýtt land. Nei, kannski ekki alveg ...

Í dag byrjaði ég formlega í námi við Columbia háskóla í New York eftir viku af intensífu „orientation“ prógrammi (takiði eftir hvað sletturnar eru orðnar áberandi? eftir bara rúma viku!) og get ekki annað sagt en að dagurinn hafi verið góður, bara kannski svolítið langur.

Þriðjudagarnir eru þó verstir, enda er ég í tímum alveg frá tvö til tíu með einu klukkutíma hléi (og tveimur styttri pásum) á milli. Þetta hefst, þetta hefst.

Í fyrri tímanum - directing actors - tók ég mig til og gerðist aðstoðarmaður kennarans, svo ég er strax byrjaður að sleikja liðið upp í von um að fá einhvern hluta námsgjaldanna niðurfelldan á næsta ári (sjöníuþrettán).

Annars er meirihlutinn af fólkinu sem er í mínum árgangi frábært (m.a. ein leikkona sem hefur leikið í Buffy, Cold Case og CSI (reyndar New York, en amk ekki Miami) og er líka stjarna í sitcominu My Boys (já nei, ég hafði heldur aldrei heyrt um þann þátt ...). Við erum í heildina 67 og ég hef ekki enn náð að tala við alla, en þau virðast öll mjög spennandi og það verður frábært að fá að vinna með þeim í framtíðinni.

Fyrir utan það að vera byrjaður í skólanum er ég enn að reyna að koma mér fyrir. Dagsferð til Ikea hjálpaði mikið, en samt vantar hitt og þetta en flest það getur beðið.

Núna þarf ég að lesa smá fyrir næsta tíma í fyrramálið þannig að ég kveð í bili en reyni að skrifa meira á næstunni! New York er bara svo tímafrek borg :p


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veió!

Baldvin Kári (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 04:07

2 identicon

Hey, ég hef ekki einungis heyrt um My Boys, ég hef séð marga þætti! Man ekki á hvaða rás en er þetta senst þessi ljóshærða? Eða kannski dökka? Kveðjur frá Íslandi!

Gústa (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 05:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband