Læri læri, lær lær.

Maður veit að maður er kominn til New York þegar maður er á leiðinni heim rúmlega tíu um kvöld og gengur framhjá grönnum, gömlum svörtum manni með sólgleraugu sem heldur á Biblíu uppi við eyrað og kallar „Hallelúja!“ og „I love you!“ hástöfum til vegfaranda.

Annars vissi ég alveg að ég væri í New York, sko.

Núna er maður fyrst farinn að finna fyrir álaginu í skólanum. Það er ekki nóg að skila bara inn verkefnum og þannig, heldur verða verkefnin að vera skapandi líka. Sem er frábært og einmitt það sem ég vildi, en það er stundum erfitt að setja sig í „skapandi“-gírinn þar sem maður þarf að “búa“ eitthvað „til“ sisvona.

En hins vegar er líka eitthvað til í því að um leið og maður setur sig í þann gírinn, þá fara alls kyns hugmyndir láta á sér kræla. í þessari viku tek ég upp fyrstu leikstjórnaræfinguna mína, skila inn fyrsta „alvöru“ uppkastinu að handriti sem ég mun mögulega nota í lokaverkefni annarinnar, og þarf líka að halda áfram að þróa handrit í fullri lengd ... nema hvað að ég veit ekki hvaða mynd það verður, endilega, þar sem ég skilaði af mér þremur hugmyndum og svo velja prófessorarnir þá hugmynd sem þeim finnst að ég ætti að eyða mestum tíma í.

Þá er ekki með talin sena sem ég þarf að læra utan að og flytja (!!) eftir viku (úr Shape of Things eftir Neil LaBute .. sem er ansi mögnuð mynd, ef þið hafið ekki séð hana!). Þetta hljómar kannski eins og ég sé að kvarta, en það er alls ekki málið. Mér finnst þetta æðislegt. Hef bara ekki um mikið annað að skrifa eins og er út af öllu þessu! :)

Svo er aldrei að vita nema að ég standi svo við það sem ég lofaði - þ.e. að skrifa meira og oftar! Og birta kannski líka myndir! Myndavélin mín hefur verið algjörlega óhreyfð síðan ég kom út. Ekki vegna þess að mig langar ekki að taka myndir, heldur vegna þess að ég gleymi henni alltaf. Og líka vegna þess að ég veit að ef ég tek myndir, þá á tölvan mín eftir að hálf-deyja við það að færa þær inn. Ég elska tölvuna mína, en hún er nú orðin soldið gömul, greyið :(


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það sé til nánast nákvæmlega eins færsla á mínu bloggi frá því fyrir tveimur árum.

Annars er tölvan þín orðin soldið gömul. Kominn tími til að öppdeita? ;)

Baldvin Kári (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 14:37

2 identicon

Þú verður að passa þig á að ganga ekki of nærri þér! Annars er gaman að "heyra" loksins frá þér. Vona að þú skrifir hér eftir með reglulegra millibili.

Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 19:01

3 identicon

jeyj loksins blogg :D

þetta hljómar allt mjöög vel hjá þér og ég hlakka til að sjá myndir...nú er bara að vinna í lottó og kaupa þér nýja mac :D

Steinunn Erla (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband