"Dreams of number one last forever ...

It's the only way to make you feel betttttteeeeeer!"

En ólíkt Rachel Stevens dreymir mig ekki um að eiga lag á toppnum, heldur langar mig bara í flottar sjónvarpsgræjur.

Hins vegar geri ég mér alveg grein fyrir því að a) ég er ekki forríkur (ennþá), og b) græjurnar sem mig langar mest í eru rán rán rándýrar.

Svo ég ætla að fara varlega til að byrja með.

Eins og með því að fá mér 24" LED Cinema Display skjá frá Apple. Helst vil ég samt bíða þangað til hann verður uppfærður og tengimöguleikarnir verða fleiri, því í augnablikinu er hann eingöngu hannaður fyrir Macbook tölvur og það er einfaldlega ekki nógu gott.

Apple Cinema Display A1081 20 LCD Monitor

 

Mig langar nefnilega að tengja hann við aðra vöru sem er ekki enn komin út; nefnilega Mac Mini í nýrri og endurbættri útgáfu (sem er reyndar ennþá bara "rumored"). Upphaflega langaði mig í nýjan iMac, því þeir eru svo ógeðslega flottir, en svo talaði Kári mig í það að fá mér frekar Cinema Display skjá og Mac Mini, því þá get ég uppfært tölvuna í framtíðinni en átt skjáinn ennþá. Very smart thinking, Mr. Kári.

image macmini1

 

Og þar sem Cinema Display skjárinn er hi-def, þá þarf maður náttúrulega að fá sér almennilegan BluRay spilara til þess að njóta hans í botn.

Því miður er Apple ekki enn farið að framleiða tölvur með BluRay drifum, en það er aldrei að vita hverju þeir taka upp á í framtíðinni.

Best væri að sjálfsögðu að fá sér Playstation 3 tölvu, því þá fær maður tvær vörur fyrir eina: leikjatölvu og BluRay spilara. Reyndar get ég ekki ímyndað mér að ég eigi eftir að spila marga leiki, en ég vil ekki útiloka neitt.

playstation 3 7041106

 

Að tengja Playstation 3 við Mac Mini eða Cinema Display er ekki hægt (held ég .. please prove me wrong!) en í millitíðinni ætti maður að geta tengt e-skonar utanáliggjandi BluRay drif við Mac Mini tölvuna. Held ég. Vona ég. Þessi plön eru að sjálfsögðu öll á frumstigi eins og er.

Og eru líka bara byrjunin. Það segir sig sjálft að 24" skjár er engan veginn nógu stór til þess að njóta BluRay gæðanna til fullnustu. Nei, einhvern tímann í (náinn) framtíð ætla ég að fá mér milljón tommu sjónvarp eða bara skjávarpa og svo eitthvað brjálað hljóðkerfi. Þegar því takmarki verður náð, þá þýðir það líklegast að ég sé búinn að meika það feitt á einhverju sviði.

Ég hlakka mikið til þessa dags.  

us money photo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko, menn eins og þú sem elska dimmar og drungalegar hrollvekjur eiga nottla ekki að fá sér skjávarpa nema þeir eigi sýningarsal sem hægt er að dimma alveg. Skjávarpar geta nefnilega ekki varpað svörtu.

Svo ættirðu að fara rólega í að kaupa þér stóra og fallega hluti áður en þú kemur til NY!! Það er frekar erfitt að ferðast með 24" Cinema Display milli landa.

-BKNY

BKNY (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 23:12

2 identicon

Auðvitað mun ég ekki eyða krónu í neitt svona fyrr en í fyrsta lagi í Amríku! Þetta eru bara framtíðarplön, sko ...

Erlingur (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband