Af ritgerðum ...

Ég er ekki alveg hættur að fylgjast með Íslandi. Ég skoða t.d. blogg þeirra sem voru með mér í bókmenntafræðinni og sé að núna er ritgerðatörn hjá þeim.

Þeim til stuðnings langar mig til að lýsa því yfir að ég væri miklu frekar til í að vera að skrifa ritgerðir á Íslandi en hérna í Bandaríkjunum, sérstaklega í kúrsinum American Literature from 1860. Maðurinn sem kennir þann kúrs er fasisti, ég sver það. Ég þoli hann ekki. Ég hef skilað inn tveimur ritgerðum til hans og fengið eina lala-einkunn og eina frekar góða einkunn en alls engin uppbyggileg komment. Við eigum að endurskrifa þessar ritgerðir, en hvernig á ég að vita hvað ég á að endurskrifa þegar ég veit ekki hvað er að?!

En ég er búinn að hefna mín. Ég var að skila inn ritgerð til hans sem er svo fræðileg að hún er óskiljanleg. Gott á hann fyrir að gagnrýna mig og mína ritsnilld!

Annars er það af mér að frétta að klukkan er hálf-níu á laugardagskvöldi og ég veit ekki ennþá hvað ég á að gera! Einhverjar uppástungur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona já, snúa vörn í sókn gegn fasistakennurum!

Það er rétt, ritgerðartörn hjá okkur. Ég er í 2 góðum kúrsum og einum frábærum en erfiðum; Þættir í sögu menningarfræði hjá framúrstefnukrúttsprengjubangsanum Benna. Fórstu í hann? Áttu glósur? Ég skil ekki baun í bala. Mig vantar enskukunnáttu og Benníska kunnáttu til að skilja þetta almennilega.

En fram til þessa hefur þú nú ekki misst af neinu í bókmenntafræðinni. As they say; engin Erlingur, ekkert stuð. Jú það var ein vísindaferð, hún var súr og innihélt þrífættan hund og hressa ömmu..... ooooog bókmenntafræðinema í sleik úúúúúúúú...

Er þetta komment orðið lengra en bloggið? Gott það var planið.

Guðrún Hulda (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband