Þegar mér leiðist

já þá má ykkur alveg leiðast líka. Þess vegna fáið þið þessa óskemmtilegu bloggfærslu.

Nú mun ég lýsa því sem ég hef verið að gera í dag:

1. Ég kláraði að skrifa "interlinear commentary" um 35. sonnetu Shakespeares. Aldrei heyrt um hana? Nei, hún er ekkert sérstaklega fræg. Ritgerðin fjallaði aðallega um andstæðurnar sem Shakespeare dregur upp í sonnetunni og allar földu kynferðislegu vísanirnar. Já, hann Shakespeare var mikill dóni.

2. Ég kláraði að skrifa samanburð um "The Description of Cookham" eftir Aemiliu Lanyer og "To Penhurst" eftir Ben Jonson - tvö ljóð sem skópu hina svokölluðu "herraseturs"-undirgrein enskra bókmennta. Sá samanburður var aðallega leiðinlegur.

3. Fór og talaði við fasistakennarann úr færslunni hér að neðan og spurði hann hvernig ég gæti breytt síðustu ritgerð þannig að ég fengi hærri einkunn fyrir hana. Hann útskýrði og ég fór glaður út. Ég hata hann ekkert sérstaklega lengur.

Og hvað á ég eftir að gera?

1. Skrifa eitthvað sem tengist bæði "The Lottery" eftir Shirley Jackson og ljóðum Allen Ginsberg. Veió!

2. Örugglega eitthvað meir, en ég nenni ekki að gera það.

Mér til óánægju fór ég í bíó í gær að sjá 30 Days of Night. Það var frekar léleg mynd og ég mæli eindregið ekki með henni. Annars hef ég ekkert skemmtilegt að segja í bili.

Jú! Ég man! Ég fann gamla Nylon vídjóið "Lög unga fólksins" á netinu. Fyrsta smáskífan þeirra. Muniði eftir öllu fjaðrafokinu í kringum Nylon sumarið 2004? Ó, good old days! Mjög gaman að horfa á þetta vídjó þó svo upprunalega útgáfan með Unun hafi verið miklu, miklu betri!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, þetta er næstum jafnleiðinlegt og bloggin mín!

Baldvin Kári (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 19:01

2 identicon

hey erlingur manstu eftir þessu?

http://www.youtube.com/watch?v=ChhxFxHYJvI

 http://www.youtube.com/watch?v=w7zpXceaH_k

 http://www.youtube.com/watch?v=i_GL0tXud8Q

vona að þetta komi þér í betra skap! :)

stefán atli (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 13:35

3 identicon

Haha, þetta var kannski einum of súrt fyrir mig! "hahaha" gaurinn var samt fyndinn!

Erlingur (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband