Kominn til Minneapolis!

Jæja, þá er ég kominn aftur "heim" til Minneapolis eftir yndislega dvöl í New York hjá Baldvintátu. Ferðalagið heim var ekki áfallalaust; ég er svo gáfaður að ég vaknaði í gær klukkan korter í 6 um morguninn og tók leigubíl í flugið mitt, sem ég hélt að ætti að fara 9.35AM. Þegar ég var búinn að vera á flugvellinum í smá stund, sá ég að það var ekkert flug til Minneapolis á þessum tíma, svo ég leit aftur á miðann minn og sá ég átti í raun og veru að fara 9.35PM - þ.e. eftir 12 klukkutíma.

Til þess að gera morguninn yndislegri, þá áttaði ég mig skömmu síðar á því að ég hafði óvart borgað leigubílstjóranum 20 dollurum meira en ég átti að gera og var því staurblankur (enda greinilega samantekin ráð hjá Nemendaskrá HÍ og LÍN að leggja ekki inn á mig námslánin, þó svo einkunnirnar mínar séu komnar inn á Ugluna fyrir LÖNGU síðan!!) Ég fékk því smá panic-attack; staddur á flugvellinum með engan pening og síma sem var liggur-við inneignarlaus. Ég sendi því sms í von um að það kæmist til móður minnar góðu. Það komst á áfangastað og mamma reddaði peningamálunum snöggvast, svo mér tókst að taka subwayið aftur til Manhattan þar sem ég flatmagaði hjemme hos Baldvin næstu klukkutímana. Horft var á X-Files og drukkið var gin, eins og vera ber.

En að lokum komst ég loks á leiðarenda. Það hlýjaði mér um hjartaræturnar þegar flugvélin lenti og flugstjórinn tilkynnti farþegum að hitastigið í tvíburaborgunum væri ca. -1 gráða Fahrenheit (þ.e. -18 gráður celcius). Það var einstaklega sársaukafullt að anda þegar ég steig út úr vélinni. Góðir félagar mínir sóttu mig og það var mjög skemmtilegt að hitta þá. Helmingur þeirra skiptinema sem er eftir fer í næstu viku svo við verðum bara fjögur eftir, en það er góður hópur svo ég er bara hress með það.

Í morgun er ég svo búinn að endurraða helmingnum mínum í litla herberginu á heimavistinni, komplett með Pál Óskar í græjunum.. Núna er ég með koju og smá letipláss undir henni. Vantar bara baunapokastól eða eitthvað þvíumlíkt og þá verður þetta allt tilbúið.

Og svo er hann Heath Ledger bara dáinn! Smá sjokk og mjög sorglegt. Ég held að ég verði að horfa á Brokeback Mountain eða eitthvað til að minnast hans! :(

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æ þú ert of mikil dúllumús! ahahaah eg hefði viljað heyra og sjá þetta "ohhhhhhggggg............." þegar þu kiktir á miðann þinn á flugvellinum, aaaaaaaahahah! en allt er gott sem endar vel eins og einhver spekingur sagði! og gott að þu átt góða að þarna úti til að ná í þig og deila með þessum krísusögum!

sakn sakn og knusamúsi

Bresthilda!

GuðrúnHalla ofurpæjuvinkonan þin!! (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband