Búinn að tapa mér aftur

Í dag byrjaði ég að horfa aftur á LOST eftir margra mánaða hlé. Mér tókst að klára seríu númer tvö þrátt fyrir að missa áhuga á söguþræðinum allt of oft. Reyndar endaði sú sería ansi spennandi og ég ætlaði alltaf að fylgjast með þriðju seríunni, en svo gerði ég það einfaldlega ekki.

Þetta á reyndar við um margar aðra sjónvarpsþáttaraðir sem mér finnst skemmtilegar. Ég hef skyndilega og ástæðulaust hætt að horfa á t.d. Desperate Housewives, Heroes, Ugly Betty og, það sem mér finnst sorglegast, Veronicu Mars. Hins vegar sá ég þriðju seríu af VM á útsölu í dag á 20 dollara svo ég varð að kaupa hana, sem þýðir að ég mun leggjast í hana bráðlega.

En fyrst um sinn ætla ég að horfa á LOST.

Ég man þegar ég byrjaði að horfa á LOST. Kláraði fyrstu seríuna á þremur dögum; gat einfaldlega ekki hætt að horfa. Fannst eins og ég væri að lesa skemmtilega skáldsögu sem tók sér góðan tíma í að kynna persónur, skapa ógnandi og dularfullt andrúmsloft o.s.frv. Svo missti þetta allt saman dampinn í dágóðan tíma. Þriðja sería byrjar a.m.k. vel. "Pre-credit" sekvensið fjallar meira að segja um ást einnar persónunnar á Stephen King, sem gladdi óneitanlega mitt auðgladda hjarta. Ég held að persónurnar hafi verið að tala um The Langoliers("Furðuflug"), sem var reyndar aldrei gefin út í harðkápu í USAinu, svo ég gæti haft rangt fyrir mér, en í sjónvarpsþætti sem fjallar um strandaglópa eftir flugslys er erfitt að ímynda sér hvaða önnur King saga á betur við.

Ég veit að King var að fíla LOST í tætlur og að JJ Abrams fílar King í tætlur. Ætli uppáhaldsrithöfundurinn minn hafi pullað X-Files og laumuskrifað einn LOST þátt? Ég vona það innilega, en verð að efast. Það væri líklegast búið að blása slíkt upp umtalsvert. Annars var ég líka að fá mér nýjustu bókina hans King - Duma Key - og hún virðist mjög skemmtileg! Hlakka til að lesa hana í nýja stólnum mínum :D (lofa myndum síðar ...)

Svo er ég búinn að sjá fullt af nýjum og gömlum áhugaverðum myndum upp á síðkastið:

Cloverfield - Þetta er svona fyrsta "event"-mynd ársins hérna úti. Einmitt gerð af fólkinu sem er ábyrgt fyrir LOST. Hún er ágæt. Ef þið hafið einhvern áhuga á því að sjá hana, þá mæli ég eindregið með því að þið gerið það í bíói. Helst með fullt af fólki. Ég get ekki ímyndað mér að þessi mynd virki á sjónvarpsskjá. Margt gott í henni, en álíka margt slæmt. Eins og t.d. enginn klímax.

Juno - Æði. Sæt. Skemmtileg. Whatever. Þetta verður pottþétt "mynd" "ársins" skv. "gagnrýnendum". Og hún á það alveg skilið.

Sweeney Todd- Ég var einu sinni GEÐVEIKUR Tim Burton aðdáandi. Svo varð hann allt í einu eitthvað goth-fyrirbæri, en ég fílaði hann samt. Svo gerði hann Planet of the Apes. Ég fílaði hann samt. Svo kom Big Fish. Ég fílaði ennþá. Svo kom Charlie and the Chocolate Factory. Fílingurinn dvínaði talsvert. Svo kom The Corpse Bride og fílingurinn dó. Ég man ekki einu sinni um hvað sú mynd snerist, en það var eitthvað afskaplega ómerkilegt.

Ég var semsagt eiginlega búinn að afskrifa hann og allt sem ég hafði séð/heyrt um Sweeney Todd gerði ekkert til að breyta því áliti. Ég fór því á myndina með engar væntingar, sem var kannski eins gott því mér fannst hún yndisleg. Svo yndisleg að ég fór að sjá hana aftur fannst hún jafnvel ennþá betri þá!

Útlit myndarinnar er eins yfirgengilega Burtonískt og hægt er að ímynda sér, og ég get vel trúað því að það eitt eigi eftir að hrinda fólki frá henni, en að mínu mati er Sweeney Todd einmitt fyrirbæri sem þurfti á þessu sérstaka útliti að halda. Tónlistin, söguþráðurinn, "boðskapurinn" - allt saman passar þetta við Burtoníska útlitið.

Og talandi um tónlistina. Amazing! Og talandi um Amazing. Angela Lansbury lék í þessu verki þegar það var fyrst sett upp á Broadway. Og talandi um Angelu Lansbury. Þá er hægt að kaupa upptöku á leikritinu á DVD með Frk. Murder, She Wrote!

AMAZING!

Asylum - Amicus mynd sem er ekki annað hægt en að elska. Peter Cushing, Herbert Lom, Britt Ekland, Charlotte Rampling og fleiri í Z-hrollvekju antólógíu: Geðlæknir sækir um stöðu á gömlu hæli en kemst að því að fyrrverandi forstöðumaðurinn er sjálfur orðinn brjálaður. Ef hann getur fundið út hver sjúklinganna er forstöðumaðurinn brjálaði, þá fær hann starfið.

Yndislegt.

Antibodies - Þýsk mynd sem er einstaklega ógeðfelld og óþægileg en mjög vel heppnuð. Frábærlega vel tekin upp. Mjög vel leikin. Mjög áhrifarík. Maður gleymir henni ekki í bráð. En hverjum datt í hug að setja inn tölvuteiknuð dádýr á versta mögulega stað í myndinni? Omg, hálfviti!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jájájá! Horfðu á LOST!

Nýja serían byrjar á fimmtudaginn og ég get ekki beðið! Veió!

Baldvin Kári (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 17:09

2 identicon

Mér finnst hann aldrei hafa orðið að einhverjum gothista á ferlinum. Hann hefur alltaf verið það. Edward siccorhands er sjúk gothara mynd. Misskilinn unglingur sem er sjúklega fölur og klæðir sig alltaf í svört og skrýtin föt.

Svo fannst mér Charlie and the Chocolate Factory sjúklega skemmtileg. eða amk skemmtileg. 

 P.s. var að fá afmælisgjöfina frá þér og sis áðan, fékk mér kúl bol. Takk fyrir það :)

Stefán Atli (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband