Lélegur hryllingur: Halloween 2007

Svo horfði ég líka á Halloween endurgerðina hans Rob Zombies. Vá hvað það var ömurleg mynd. Öööööömurleg.

Og það er ekki eins og ég líti á fyrstu Halloween myndina sem einhvern heilagan kaleik í kvikmyndaheiminum. Hún er góð; hún er mikilvæg í hryllingsmyndasögunni; hún skapaði einn eftirminnilegasta vondakall fyrr og síðar; en ég fíla hana ekkert sérstaklega mikið.

Af John Carpenter myndum þá fíla ég miklu meira seinni myndirnar hans. The Thing ... Big Trouble in Little China ... Prince of Darkness ... meira að segja The Fog og They Live eru myndir sem ég myndi miklu frekar horfa á í staðinn fyrir Halloween. Og af Halloween myndunum, þá er Halloween 4 myndin sem ég horfi hvað oftast á. Hún er líka eina framhaldsmyndin sem er eitthvað varið í.

Halloween 2007 er einfaldlega léleg mynd. Það er ekkert gott við hana. Hún er asnaleg og heimskuleg. Hún er augljós og illa gerð, ljót og leiðinleg. Allt sem gekk upp í fyrstu myndinni er asnalegt í þessari, vegna þess að Zombie hefur ekki hugmynd um hvað hann er að gera. Og allt sem hann bætir við ... maður verður að spyrja sig, til hvers? Til hvers?!

Öll "baksaga" Michael Myers er svo barnaleg og ósannfærandi að það er ótrúlegt. Hann býr hjá foreldrum sem blóta mikið og rífast. Honum er strítt í skólanum. Hann drepur ketti og mýs. Ergo, hann verður sálarlaus fjöldamorðingi. Miðað við það hversu langt Zombie gengur til að sýna fram á það hvernig Michael Myers var "skapaður" af ytri aðstæðum, þá er það hálf hlægilegt hversu ótrúverðugur hinn fullorðni Myers er miðað við unga Myers. Það er ekkert sem gerist í myndinni sem fær áhorfendurna til að trúa því að litli strákurinn sé svona illur (því hann er einfaldlega alltof kátur og hress í myndinni), svo þegar stóri vondi Myers birtist allt í einu eftir "15 árum síðar" titilinn, þá gæti hann allt eins verið allt önnur manneskja. Öll baksagan er tilgangslaus. (Sérstaklega atriðin með Frk. Zombie, Sheri Moon Zombie, að strippa ... !!!!)

Og ef Zombie ætlaði baksögunni að skapa einhverja samúð með eða búa til einhvern áhuga á Myers-persónunni í seinni hluta myndarinnar (sem er næstum því scene-by-scene endurgerð á upprunalegu myndinni), þá mistekst það algjörlega. Við höfum enga hugmynd um hvað það er sem drífur Myers áfram, þó svo það virðist vera eitt af aðalatriðum myndarinnar, og okkur er alveg sama. Þetta er Halloween mynd. Þær ganga út á eitt: Michael Myers drepur unglinga og er svo drepinn sjálfur. Svo hverfur líkið. Cue next sequel.

Unglingarnir sem Myers drepur í þessari mynd eru einstaklega pirrandi og illa leiknir. Það afskar samt ekki meðferðina sem þeir fá hjá Zombie. Nei, það er ekki nóg að drepa þessa leikara, heldur þurfa þeir líka að vera naktir og líða hrikalegar misþyrmingar sem geta ekki talist skemmtun á neinum mælikvarða. Þetta er það sem "torture-porn" undirgrein hryllingsmyndarinnar hefur fært okkur: Ljótar, leiðinlegar og einfaldlega óáhorfanlegar myndir.

Það versta við þetta allt saman er það að Zombie virðist vilja afsaka allt ofbeldið: "Það er ástæða fyrir þessu," öskra sum atriðin í myndinni. Fyrst drepur Myers bara fólk sem er leiðinlegt við hann eða kallar hann illum nöfnum. Svo drepur hann bara hvern sem er.

Ég veit ekki hvernig Rob Zombie tókst að púsla saman The Devil's Rejects - mynd sem var ekki bara vel gerð og skemmtileg, heldur innihélt margar senur sem voru allt að því íkónískar - en hann stígur stórt, asnalegt feilspor með þessari endurgerð. Og það er hálf írónískt að maðurinn sem sagði eftirfarandi um dýrar endurgerðir á ódýrum klassískum hryllingsmyndum (það er móðins í dag) skuli hafa skrifað og leikstýrt ekki bara verstu slíkri endurgerð, heldur líka þeirri sem sýnir það svart á hvítu hvernig nútíma kvikmyndagerðarmenn misskilja algjörlega bæði áhorfendur í dag og áhorfendur upprunalegu myndanna. Það var ekki mega-ofbeldi og pseudo-sálfræði sem gerði Halloween að metsölumynd árið 1978, og það virkar heldur ekki í dag.

"I feel it's the worst thing any filmmaker can do. I actually got a call from my agent and they asked me if I wanted to be involved with the remake of Chain Saw. I said no fucking way! Those movies are perfect - you're only going to make yourself look like an asshole by remaking them. Go remake something that's a piece of shit and make it good. Like with my movie (House of 1000 Corpses) I have elements of Chain Saw in it because I love that movie so much, but I wouldn't dare want to "remake" it. It's like a band trying to be another band. You can sound like The Beatles, but you can't be The Beatles." - Rob Zombie, hálfviti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hljómar allt mjög áhugavert og málefnalegt...vild' ég hefði tima til að horfa  á bíó...að vísu ætla eg að gera mer ferð á brúðgumann (sem ég veit að er ekki eftir einhvern ofursnilling eins og alfred hitskokk eða e-n, en mer finnst baltasar sætur þannig að það hlytur að gefa einhver stig)....en anyhows! hlave it fabúlus áfram og farðu að senda mer mail með persónulegu gauraslúðri!!!...eg hef engu að slúðra, og eg efa það stórlega að þu hafir áhuga á því að hlusta á kunnáttu mina um kvaðir á fasteignum, þannig að send þu meeeeeer!

 kv. bresthild!

Guðrún Halla sæta og fallega! (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 10:03

2 identicon

vó hvað þú ert orðin öflugur í blogginu....maður bara nær ekki að lesa þetta allt;)

Sigga (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 10:13

3 identicon

Ég ætla að segja Rob Zombie að þú sagðir að hann væri hálfviti.

Baldvin Kári (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:02

4 identicon

Hi!
Vildi bara svona rett benda ter a tad ad..ad ef tig vantar skreytingar i herbergid titt ta eru odyr og flott kvikmynda plakot til a www.play.com -tar a medal Halloween upprunalega! :) xx

Gusta San (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 12:07

5 identicon

"what did you say about the king?"

stefán atli (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 19:12

6 Smámynd: Erlingur Óttar Thoroddsen

Haha, já Devil's Rejects er góð!

Erlingur Óttar Thoroddsen, 8.2.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband