Ferðasagan - the whole damn thing!

Ég var búinn að lofa ferðasögu, og hér birtist hún - í máli og myndum!

 

Golden Gate brúin

 

Upprunalega átti þessi ferð að vera heljarinnar road-trip þvert yfir Ameríku. Ég ætlaði upprunalega í skóla í Kaliforníu, en grimm örlög urðu til þess að ég ég var sendur til Minnesota í staðinn (ok .. "grimm" örlög er svolítið langt gengið ... mér finnst Minnesota æði! Í alvöru!). Ég og Cecilie vinkona mín frá skiptinámsárunum í Sviss vorum búin að plana þessa ferð frá New York til Kaliforníu í marga mánuði áður en við þurftum að hætta við vegna þess að við áttum engan pening. Og svo þegar ég endaði í Minnesota, þá dó hugmyndin algjörlega út.

Nema hvað, að Maddie, önnur vinkona mín frá Sviss, skrifaði mér í Janúar og hálfpartinn skipaði mér að koma í heimsókn áður en ég færi frá Bandaríkjunum. Ég vissi að Cecilie langaði til Kaliforníu, þar sem Maddie bjó, svo ég spurði hana hvort hún væri laus um páskana. Hún var það og við enduðum á því að panta okkur flug til San Francisco - tíu daga páskafrísferð. Voða spennandi!

Ég lenti í San Francisco í kringum kl. 6 og var strax orðinn hálf-smeykur að hitta Maddie aftur. Ég meina, það voru heil fimm ár liðin síðan við hittumst síðast. Kannski yrði þetta allt saman vandræðalegt og stirt. Kannski var hún búin að breytast umtalsvert og orðin óþekkjanleg. Kannski kannski kannski. Ég hafði að minnsta kosti hitt Cecilie eftir Sviss-skiptiárið. Við höfðum farið til Ítalíu saman og hún hafði komið til Íslands í heimsókn, svo ég vissi að við gætum lifað í sátt og samlyndi.

Saman á ný - ég, Maddie og Cecilie

 Á meðan ég beið eftir ferðatöskunum mínum pikkaði einhver í öxlina á mér og þegar ég sneri mér við var eins og ég væri kominn aftur til Sviss. Maddie stóð fyrir aftan mig, sama manneskja og áður, kannski aðeins brúnni en venjulega, með bros á vör. Ég held að þá hafi ég áttað mig á því að þetta yrði frábær ferð.

Við biðum eftir Cecilie sem hafði verið að ferðast frá Spáni síðan um morguninn daginn áður (eitthvað um 30 klukkutíma, tótal) og þegar við vorum öll komin saman byrjuðum við á því að finna næsta opna bar sem seldi mat. Sem segir ykkur kannski eitthvað um hvernig restin af ferðinni var ...

San Francisco

Er mögnuð borg. Fyrir utan allar bröttu brekkurnar og ótrúlegt útsýnið yfir flóann, þá eru hverfin óendanlega skemmtilg. Maddie fór með okkur í Haight-Ashbury hverfið þar sem hipparnir héldu sig í den tíð og þar sem hið svokallaða "Summer of Love" átti sér mest megnis stað. Við kíktum á Castro, sem er gay-hverfið í San Francsico, fullt af klúbbum og börum.

Haight-Ashbury

Við áttum í mestum vandræðum með að finna einhvern stað til að fara inn á, en þegar við heyrðum Kiss með Prince koma blastandi út af nálægum bar (sem hét því skemmtilega nafni The Bar), þá var leitinni lokið. Æðislegur staður - lítill bar með frábærri tónlist allt kvöldið!

Þar á eftir kíktum við á annan stað með frumlegu nafni: The Café. Það var meira "alvöru" skemmtistaður, á mörgum hæðum, með strippdönsurum sem földu mest lítið, og sándtracki sem samanstóð af Britney Spears, Fergie Ferg og Timbaland. Good times. 

Við gengum Golden Gate brúnna daginn eftir (fram og til baka) og fengum vægt áfall við það hversu ótrúlega fallegt brúarsvæðið er, séð ofan frá.

 

Svo kíktum við náttúrulega í Chinatown, en stöldruðum stutt við þar. Ekki mikið að gera nema maður sé svangur og vilji fullt af ódýru drasli ... 

Chinatown

Santa Cruz

Eftir fína helgi í San Francisco keyrðum við strandlengjuna til Santa Cruz, þar sem Maddie býr. Keyrslan er rúmur einn og hálfur tími, en það er svo margt að sjá á leiðinni að maður finnur ekki fyrir því.

Santa Cruz er eins og lítil paradís á jörð. Pínulítill bær þar sem íbúarnir eru annað hvort gamlir hippar, gamlir klikkaðir hippar, eða háskólanemar. Maddie, sem er háskólanemi btw, býr í litlu húsi með systur sinni sem er algjörlega í miðju alheimsins sem er Santa Cruz. Tvær mínútur í burtu er lítil "einka"-strönd, Sunny Cove ...

 

Ég eignaðist meira að segja nýjan vin á þessari strönd ...

Seal!

... handan við götuna er litli veitingastaðurinn sem hún vinnur á (Aloha - Hawaii þema, u know). Ég og Cecilie eyddum dágóðum tíma þar á meðan hún var í vinnunni. Fengum góðan afslátt, og solls. Og svo rétt hjá eru fjölmörg lítil kaffihús þar sem hægt er að fá sér morgunmat ef maður er latur túristi.

Í Santa Cruz má einnig finna The Boardwalk sem fólk þekkir kannski betur úr laginu Under the Boardwalk með The Drifters, en það skemmtigarður með einum elsta rússíbana Bandaríkjana. Ég og Cecilie fórum náttúrulega í hann og skemmtum okkur konunglega. Gamlir rússíbanar þurfa ekki endilega að vera lélegir og þessi, gerður úr tré og alles svo hann virtist helmingi hættulegri, var frábær.

Boardwalk

Hátt uppi í fjöllunum sem standa kringum Santa Cruz er Bonny Doon víngerðin sem framleiðir eitt af frægustu vínum Kaliforníu. Við gátum að sjálfsögðu ekki farið úr ríkinu án þess að fara í vínsmökkun. Fyrir utan góð vín, þá státar Bonny Doon víngerðin af ótrúlega skemmtilegri listrænni stjórnun: flöskumiðarnir eru ólíkir öllu öðru sem ég hef séð. Við vorum svo hrifin að við keyptum eitthvað um fimm, sex flöskur ... :D

Vínsmökkun

Um það bil klukkutíma í burtu frá Santa Cruz er Monteray, annar smábær sem er frægastur fyrir stórt sægripasafn. Við heimsóttum það og sáum hákarla, risafiska, slímuga kolkrabba, mörgæsir, otra o.fl., o.fl. Við enduðum safnsferðina á því að fara á "lókal" sjávarréttastað þar sem Bluegrass-band spilaði undir máltíðinni. Allt saman vooooooða gott!

Marglyttur

 

 

Matur

 

Fyrir utan þessar ferðir eyddum við miklum tíma á ströndinni þar sem við slöppuðum af. Frábært að komast úr kuldanum í Minnesota og í hitann í Kaliforníu - lífgar mann algjörlega við! Allt í allt var þetta mögnuð ferð, og San Francisco/Santa Cruz eru staðir sem mig langar pottþétt að heimsækja aftur seinna! Hver vill koma með?? ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh, San Francisco er æði. Mér tókst samt bara að labba yfir hálfa brúna og svo aftur til baka ;) Fór þangað í spring break 2006 sem var samt í febrúar..!  

Sólveig Rós (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 05:58

2 identicon

Ég vil koma með ég vil koma með!

Sigga (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 11:29

3 identicon

Hljómar eins og æðisleg ferð. Ég panta að fá að koma með næst. Ég fór til San Fran um sumarið 2000 með ma og pa. Það var gaman, en mig langar samt að fara aftur og kynnast borginni betur. Það minnisstæðasta úr ferðinni var heimsókn á San Fran MoMA þar sem var Magritte sýning. Ceci n'est pas une pipe.

En ég er svolítið blindur ... hvaða kvikindi er þetta sem þú kallar "nýjan vin þinn" þarna á ströndinni?

Baldvin Kári (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 18:44

4 identicon

Sigga og Baldvin (og Summi, gegnum myspace) koma með! It's a plan!!! Einhverjir aðrir??

Og já, vinurinn minn er selur sem ákvað að skríða upp á strönd í sólbað. Fyndnasta dýr sem ég hef séð! Var eins og gamall kall. 

Le bébé (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 00:42

5 identicon

hahaha tranny djókur í lokin og grey vinkonan komin með dauðleið! Ég fór til San Fran 2005 og fannst ææææði (sérstakleg High Ashbury og Börkley svæðið - I´m such a treehugger). Er ekki stefnan bara tekin á hóp-Master í Berekley Uni?

Guðrún ofurb(r)ók (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 20:42

6 identicon

ohhhhhhh hvað þetta hefur verið geðveikt! en nú geturu komdið heim, þetta er orðið ágætt held eg hjá þer!

Guðrún Halla sæta og fallega (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 22:49

7 identicon

p.s. þurftiru nokkuð að kúka þarna á mynd nr. 6...

Guðrún Halla (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband