When there is no more room in hell ...

Þegar maður hefur lítið að gera og helgin nálgast er stundum ágætt að leyfa sér smá hryllingsmyndamaraþon. Ég geri þetta nú ekki oft - síðasta skiptið var á hrekkjavöku og þar á undan ... man ekki hvenær það var. En á morgun, föstudaginn 16. janúar, ætla ég að taka fyrir eina þekktustu seríu hrollvekjugreinarinnar, þ.e. Dead-myndirnar hans George Romeros. 

Lænuppið verður því eitthvað á þessa leið (glöggir geta kannski séð það fyrir ...): Night of the Living Dead fyrst, svo Dawn of the Dead (er að spá í að horfa á evrópska-köttið hans Argentos í fyrsta sinn, enda er sú útgáfa styttri), þá Day of the Dead og að lokum Land of the Dead, sem ég var að fá á 299 kr. á útsölu í Skífunni. Nei, það er nefnilega ekki bara rusl sem fæst þar.

Ef þið voruð glögg hér að ofan þá takið þið kannski eftir því að á þennan lista vantar síðustu Dead-myndina; Diary of the Dead sem kom út í fyrra. Ég sá þá mynd í bíó í Minneapolis og langaði til þess að gubba því hún var svo hrikalega léleg og yfirgengilega gervileg. Romero hefur yfirleitt tekist það vel að blanda saman hrylling, ádeilu og húmor, en í Diary misheppnaðist þessi blanda allsvakalega.

Í staðinn fyrir Diary, þá er það ekki ómögulegt að ég setji í tækið endurgerðina af Dawn í staðinn, ja eða kannski bara endurgerðina af Night sem Savini gerði í byrjun níunda áratugarins. Þetta fer að sjálfsögðu allt eftir stemningu, þreytu og matar/drykkjarbirgðum.  

Ég hef ekki horft á þessar myndir í nokkuð langan tíma svo ég er vel spenntur fyrir þessu maraþoni og mun eflaust birta hér nánar útlistanir á tilfinningum mínum í garð þessara mynda svona snemma árs 2009.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Nei, það er nefnilega ekki bara rusl sem fæst þar."

Nei. Einmitt.

Við skulum sjá hvað þú segir eftir að hafa horft. Kannski er þessi mynd bara alveg eins og gubbmyndin sem síðan fylgdi í kjölfarið.

Síjú leiter!

BKNY

Baldvin Kári Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 19:12

2 Smámynd: Erlingur Óttar Thoroddsen

Sko ég hef nú alveg séð Land, svo ég veit að hún er ekki rusl. Amk ekki eins mikið rusl og Diary. Asia Argento OG Dennis Hopper leika í henni, svo hún er augljóslega smá góð.

Erlingur Óttar Thoroddsen, 16.1.2009 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband