Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Í Fréttablaðinu í dag var viðtal við þrjá gaura sem ætla að setja af stað einhvers konar prógram fyrir ungt fólk til aðZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzz.
Fyrir utan það, þá komu þeir með einn góðan punkt í þessu viðtali: fyrst að krakkar niður í 16 ára eru farnir að borga nefskatt fyrir RÚV, er það þá ekki sjálfsagt að RÚV höfði til þessa hóps? Til dæmis með Rás 3, sem yrði þá eins og ríkisrekin FM957, nema bara án allra pínlegu stælanna og alls hryllilega málfarsins?
Ég býð mig fram til að stýra þessari stöð. Eða að minnsta kosti einum þætti. Hann gæti heitið Dreams of Number One. Eða Hvar er Birgitta?
Deiglan | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Will Young og ég
27.1.2009 | 12:37
Breska poppstjarnan Will Young (þ.e. fyrsta Idolstjarna heimsins) var staddur á Íslandi nú um helgina og fór (að sjálfsögðu) á Q-bar þar sem hann dansaði við óföngulegt fylgdarlið sitt.
Sem betur fer var Valdi með augun opin og tók eftir manninum og benti mér á hann. Í dágóða stund veltum við því fyrir okkur hvort við ættum að segja eitthvað við stjörnuna, en hann virtist ekki vekja mikla athygli Q-bars gesta, og að lokum ákvað ég að slá til enda myndi ég sjá eftir öðru daginn eftir.
Svo urðum við líka að segja/gera eitthvað, því Gunni vinur okkar er var ástfanginn af Will Young en hafði ekki nennt með í bæinn sökum svetts og þ.h.
Ég gekk því upp að Will Young, spurði hvort hann væri ekki Will Young (jú, þetta var hann) og sagðist vera mikill aðdáandi (sem er ekki alveg satt, en hann á nú samt nokkur flott lög). Því næst spurði hann mig hvar allt fólkið væri (það var frekar tómt á Q-bar þessa stundina, og ég sagði honum bara að bíða, sem hann og gerði) og ég hrósaði honum fyrir að hafa minnst á Emilíönu Torrini í breska X-Factor fyrr í vetur og bað um að fá að taka í höndina á honum. Hann varð við þeirri beiðni. Svo fór ég að dansa. Dansa.
Nokkrar staðreyndir um þessa upplifun:
* Will Young er talsvert minni in person heldur en hann virðist vera í sjónvarpinu. Þetta á víst við um 90% fræga fólksins.
* Will Young er mjög kurteis.
Aðrar breskar en ekkert sérstaklega vel þekktar poppstjörnur sem hafa tekið upp myndband á Íslandi, sem ég hefði frekar verið til í að hitta á Q-bar heldur en Will Young:
Aðrar breskar en ekkert sérstaklega vel þekktar poppstjörnur sem hafa EKKI tekið upp myndband í Íslandi (ennþá), sem ég hefði frekar verið til í að hitta HVAR SEM ER heldur en Will Young:
Selebs | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
23.1.2009 | 17:04
Ég er búinn að setja upp skemmtilegan tónlistarspilara hér til hliðar sem complimentar Lagalista bloggin mín (þ.e. Lagalista bloggIÐ mitt eina). Í framtíðinni munu þær færslur vera með linka á youtube vídjó og annað den slags og kannski einhverjar athugasemdir til að útskýra af hverju ég kýs að hlusta á viðkomandi lag yfir höfuð, en svo ættuð þið að geta hlustað á viðkomandi lag/lög í tónlistarspilaranum á meðan.
Sniðugt, já?
En já, fyrst ég skrifaði ekkert um lögin síðast þá eru hér fyrir neðan smá skemmtilegar staðreyndir um þessi lög sem skemmta mér konunglega þessa dagana:
Girls Aloud - Memory of You: Ótrúlegt en satt þá er þetta B-hlið á mun síðra lagi sem kom út nú á dögunum. Og ekki bara B-hlið, heldur B-hlið á vínyl-útgáfu lagsins! Reyndar eru aðdáendur Girls Aloud orðnir svo ástfangnir af þessu lagi að búið er að stofna facebook-grúppur sem krefjast þess að lagið verði gefið út á geisladisk eða til niðurhals. Þetta hefur vakið það mikla athygli að fréttamiðlar í Bretlandi skrifa um málið, eins og í þessari löngu, yfirgripsmiklu grein úr gæðaútgáfunni The Sun.
Hverju sem því líður, þá er þetta lag einfaldlega frábært. Fullkomið myrkt-diskópopp frá skemmtilegustu popptónlistarhöfundum samtímans.
Frank - Money in My Pocket & All I Ever Do: Ef einhver þekkir þessa bresku stúlknasveit sem kom, sá og tapaði árið 2006, þá verð ég hissa.
En hvað eru þær þá að gera á þessum lista? Jú, Xenomania-snillingarnir eru ábyrgir fyrir tónlistinni sem sveitin spilaði, þar á meðal einu besta óútgefna popplagi allra tíma: Money in My Pocket. Mig langar svo svo svo mikið að heyra það í sinni upprunalegu útgáfu (þ.e. útgáfuna sem lítill armur Xenomania-veldisins, hljómsveitin Mania, gaf út), því satt skal segja er söngur þeirra Frank-stúlkna ekki beint merkilegur. Mania-gellurnar sem sömdu lagið eru fullar af attitjúdi og svona grófu-girl power sem tapast svolítið í þessari útgáfu.
Samt sem áður er lagið magnað eitt og sér, sama hver syngur. Eins og með flest bestu Xenomania lögin er bakspilið grunsamlega einfalt á meðan laginu er skipt í fjölmarga kafla sem flækjast allverulega þegar líður á: byrjar á intrói, fer yfir í vers, þaðan í langa brú, þaðan í kórus, svo aftur vers, brú, kórus og svo: middle-eight; auka-middle-eigth; kórus; ný brú; auka kórus/shout-out (með oh! oh! oh! í bakgrunninum); og svo intróið endurtekið að lokum. Loves it.
All I Ever Do er öllu venjulegra og kannski ekkert sérstaklega merkilegt, en það er einhver melankólískur mid-tempó fílingur yfir því sem ég get ómögulega staðist og ég er búinn að vera með þetta lag á heilanum í nokkrar vikur.
Textinn eftir Miröndu Cooper er líka skemmtilegur.
Camille - Money Note: Já ... hvað á ég að segja? Ef þið eruð ekki búin að skoða vídjóið, þá mæli ég eindregið með því að þið gerið það. Annars er þetta bara stórfurðulegt en samt sem áður ofsagott lag. Hver er Camille? Ekki hugmynd .. but I like her!
Kylie Minogue - The One: Ég get ekki sagt að ég sé einhver mega Kylie aðdáandi, en þegar hún tekur sig til þá gefur hún stundum út alveg hreint stórmögnuð lög. The One er eitt af þeim. Melankólískt elektrópopp af bestu gerð. Pottþétt besta lagið af X-plötunni.
Little Boots (Buffetlibre vs. Sidechains remix) - Love Kills: Little Boots er ung stelpa frá Bretlandi sem BBC kaus nýlega mest spennandi nýju stjörnuna fyrir árið 2009.
Þetta lag er ábreiða (gubb) af gömlu Freddy Mercury lagi, og jeminn eini hvað það er flott! Þið getið meira að segja náð í það sjálf frítt (og löglega) hérna. Skrollið bara niður þangað til þið sjáið Little Boots. Þetta er í raun mjög sniðug síða þar sem hægt er að sækja án endurgjalds fullt af skemmtilegum lögum þar sem nýjar og nýlegar hljómsveitir kovera gömul lög sem þær fíla. Amazing.
Lagalistinn | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pub-Quiz og táragas
23.1.2009 | 13:14
Gáfumannahópurinn The Black Cherry sigraði með miklum yfirburðum á Pub-Quizzi Q-bars núna um daginn. Tileinka ég sigurinn Tinu Turner og Ankara.
Í verðlaun voru þrír mögulegir vinningar: 1) stóri potturinn (þ.e. e-ð um 14.000 kr, fer hækkandi með hverri keppni sem enginn dregur hann), 2) Átta bjórar og 3) Hvítvínsflaska. Og kannski rauð líka.
Á þessum tímum óvissu og kreppu hefði verið yndislegt að vinna peningana og deila þeim niður á þrjá meðlimina. Kannski ekki mikill peningur, en samt eitthvað.
Hins vegar var heppnin ekki með okkur og við drógum bjórana átta. Sem, þegar við pælum í því, er ekki svo slæmt heldur. Einn okkar þriggja er bindindismaður sem gerir það að verkum að bjórarnir átta skiptast milli tveggja, þ.e. fjórir á mann. Og hver bjór kostar 800 kr., sem þýðir að í raun erum við að spara okkur 3200 kr. með þessum vinning. Og þar sem 14.000 deilt með þremur er aðeins lítið hærri upphæð en rúmar þrjúþúsund krónur, þá getum við bara prísað okkur sæla. Jahá og amen.
Eftir stórsigurinn var ferð okkar vina (ásamt Queen B og DJ Glim) heitið að Alþingishúsinu þar sem kominn var saman skríll og lýður sem kastaði e-um óþverra í átt að húsinu og lögreglumönnum sem brugðust ókvæða við og sprautuðu táragasi yfir hópinn. Við sluppum ósærð, öllsömul, en þetta var mikið sjónarspil og merkilegt að upplifa svona á okkar friðsæla fróni.
Ég er algjörlega team-löðregla og team-friðsæl mótmæli. Hitt liðið þarf aðeins að fara að róa sig, enda hljóta svona læti að enda í stórslysi innan skamms.
Deiglan | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tveggja orða gagnrýni um kvikmyndina Gone Baby Gone (2007), leikstýrðri af Ben Affleck og með bróður hans, „leikaranum“ Casey Affleck, í aðalhlutverki
21.1.2009 | 13:55
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fevre Dream eftir George R. R. Martin
20.1.2009 | 21:07
Eitt af áramótaheitunum mínum var að klára að lesa allar bækurnar í bókahillunni minni sem ég hef ekki ennþá lesið. Sem er yfirgnæfandi meirihluti þarsettra bóka.
Ég hef engar afsakanir fyrir þessari lesleti, en hef þó verið að taka mig á. Síðan í september, þ.e. eftir að ég kláraði BA-ritgerðina og byrjaði að vinna fyrir sinfó, hef ég lesið ca. eina bók á tveimur vikum. Þetta er ekkert sérstaklega merkilegt í sjálfu sér, en ég les meira og minna bara í vinnunni svo þetta eru bara nokkrar síður á dag sem ég kemst yfir.
Svo er ég líka duglegur við að velja mér endalausar bækur eftir höfunda með skrifræpu, eins og Stephen King eða Clive Barker, og þær ná oftar en ekki að verða lengri en 800 blaðsíður stykkið.
Nú í gær var ég að klára bókina Fevre Dream eftir George R. R. Martin, sem er líklegast þekktastur í dag fyrir fantasíubækurnar sínar. Fevre Dream var víst fyrsta „yfirnáttúrulega“ skáldsagan hans, en hún er svona gamaldags vampírusaga með nokkrum ágætum útúrsnúningum sem ég ætla ekkert að fara nánar út í hér.
Fyrir þá sem hafa gaman af sögum um vampírur í suðurríkjunum (þ.e. The Interview with the Vampire og ... hennar óteljandi framhöld), þá ætti Fevre Dream að koma vel á óvart. Fyrir þá sem hafa gaman af bókum yfirleitt, þá ætti Fevre Dream jafnframt að halda fólki við lesturinn langt fram á nótt. Þetta er nefnilega ansi góð bók!
Hún er löng og hæg en uppbyggingin er ansi mögnuð og persónurnar eru skemmtileg blanda af „týpískum“ vampírusögupersónum og svo öðrum aðeins óvenjulegri. Söguþráðurinn er sömuleiðis þægilega kunnuglegur en þó fullur af óvæntum atburðum sem krydda upp á lesninguna.
Þetta er fyrsta George R. R. Martin bókin sem ég les og ég var mjög ánægður enda karlinn flinkur penni. Ég veit ekki hvort ég eigi eftir að leggja í fantasíuseríurnar hans - ég þarf ekki beinlínis að bæta bókum við mig - en þær verða örugglega þess virði þegar þar að kemur.
Svo er ég núna byrjaður á The Dead Zone eftir Stephen King. Hún er hæfilega löng. Eitthvað í kringum 400 blaðsíðurnar. Ætti að vera búinn með hana um helgina.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lagalistinn
19.1.2009 | 15:39
Hvað spilast í iPodnum um þessar mundir?
Alesha Dixon - The Boy Does Nothing
Frank - Money in My Pocket
Little Boots - Stuck on Repeat
Lagalistinn | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rogue (2007)
18.1.2009 | 18:38
Fyrir nokkrum árum komu foreldrar mínir heim frá Bandaríkjunum og gáfu mér kvikmyndina Wolf Creek. Þetta væri ekki frásögum færandi nema fyrir það að Wolf Creek er ansi hrottaleg og ógeðfelld hryllingsmynd og miðað við það sem ég hafði heyrt um hana, þá var ég ekkert sérstaklega spenntur fyrir henni.
En fyrst ég átti hana núna, þá fannst mér ég verða að horfa á hana, sem ég og gerði, og - voulá! - mér fannst hún bara ansi fín. Flott, vel gerð, spennandi og svolítið andstyggileg. Ég er enginn sérstakur aðdáandi hinna svokölluðu torture-porn mynda sem fylgdu í kjölfar Hostel, en sem betur fer er leikstjóri Wolf Creek, Greg McLean, svona hundrað sinnum færari en Eli Roth.
Ég var því ansi spenntur þegar ég heyrði að næsta mynd McLeans yrði Rogue - spennumynd um risakrókódí. Að mínu mati er alls ekki nóg til af myndum um risakrókódíla. Sú síðasta sem var næstum því þess virði að sjá var Lake Placid, sem flaut þó nær eingöngu á nokkrum góðum bröndurum og skemmtilegum leikarahóp.
Þessi tegund kvikmynda - þ.e. menn vs. náttúran/dýr/skrímsli - er í miklu uppáhaldi hjá mér, og ef sagan gerist í frumskógi þá eru næstum því 100% líkur á því að ég eigi eftir að fíla hana, sama hversu léleg hún er. Sjá t.d. Anaconda og Congo, sem eru snilldarverk í dulargervi.
Ég byrjaði því að horfa á Rogue með góðar vonir um að hún yrði mjög skemmtileg mynd. Hvernig æxluðust svo málin?
Jú, ég get ekki neitað því að myndin var skemmtileg. Hún byrjar ansi vel, með skemmtilegum persónum og góðum áströlskum húmor. Ástralska landslagið er sömuleiðis mjög fallegt og fyrri hluti myndarinnar lítur afskaplega vel út. McLean byggir spennuna upp hægt og rólega - kannski einum of hægt og rólega fyrir minn smekk - og passar sig á því að sýna krókódílinn stóra ekki of mikið. Óheppnar sögupersónur hverfa sporlaust og einu ummerkin um hvarfið er hreyfing í ánni sem þær stóðu við o.s.frv. Allt er þetta ágætlega gert en ekkert sérstaklega spennandi.
Þegar atburðarrásin fer almennilega í gang verður skemmtilegra að horfa, og þó svo myndin verði aldrei beinlínis leiðinleg þá er það ákveðinn galli að hún fer mjög troðnar slóðir í því hvernig eftirlifendurnir reyna að koma sér undan krókódílnum og í því hvernig krókódíllinn geymir fórnarlömb sín. Miðað við það hversu McLean virðist vera fær um að stjórna myndavélinni og hvernig hann nær að skapa áhugaverðar persónur, þá er hann ekkert sérstaklega laginn við að búa til frumlegar aðstæður til þess að koma persónunum og myndavélinni fyrir í.
Stóran hluta myndarinnar gat ég heldur ekki annað en séð hliðstæður milli hins ástralska McLeans og hins breska Neil Marshall. Báðir byrjuðu þeir feril sinn með ódýrum myndum sem eru voða þeirra-lenskar og tengjast úlfum á einn eða annan hátt (þ.e. Marshall með Dog Soldiers og svo Wolf Creek hjá McLean). Og svo fylgja þeir þessum fyrstu myndum sínum eftir með menn vs. náttúran mynd; Marshall með hina stórkostlegu The Descent og svo McLean með Rogue. En þar sem Marshall virðist fara fram frekar en eitthvað annað, þá er ekki annað hægt að segja um Rogue en að hún er veldur talsverðum vonbrigðum miðað við forvera hennar.
Þó svo skemmtileg B-hryllingsmynd um risakrókódíl sé alltaf ánægjuleg afþreying, þá vonaðist ég til þess að McLean myndi krydda aðeins upp á klisjuna. En því miður steinliggur Rogue í meðalmennskunni hvað varðar söguþráð og framvindu, og það eina sem upphefur hana er góður húmorinn og fínir leikarar. Ja, eða fín leikkona: Radha Mitchell er mjög skemmtileg í sínu hlutverki, en því miður fær hún ekki að vera aksjón-konan sem hún er kynnt sem í byrjun.
Ég mæli því eingöngu með Rogue fyrir þá sem fíluðu t.d. Anaconda, þó svo mér hafi persónulega fundist sú mynd miklu skemmtilegri. Það er enginn Jon Voight í Rogue. :(
2.5/5
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Dreams of number one last forever ...
18.1.2009 | 16:58
It's the only way to make you feel betttttteeeeeer!"
En ólíkt Rachel Stevens dreymir mig ekki um að eiga lag á toppnum, heldur langar mig bara í flottar sjónvarpsgræjur.
Hins vegar geri ég mér alveg grein fyrir því að a) ég er ekki forríkur (ennþá), og b) græjurnar sem mig langar mest í eru rán rán rándýrar.
Svo ég ætla að fara varlega til að byrja með.
Eins og með því að fá mér 24" LED Cinema Display skjá frá Apple. Helst vil ég samt bíða þangað til hann verður uppfærður og tengimöguleikarnir verða fleiri, því í augnablikinu er hann eingöngu hannaður fyrir Macbook tölvur og það er einfaldlega ekki nógu gott.
Mig langar nefnilega að tengja hann við aðra vöru sem er ekki enn komin út; nefnilega Mac Mini í nýrri og endurbættri útgáfu (sem er reyndar ennþá bara "rumored"). Upphaflega langaði mig í nýjan iMac, því þeir eru svo ógeðslega flottir, en svo talaði Kári mig í það að fá mér frekar Cinema Display skjá og Mac Mini, því þá get ég uppfært tölvuna í framtíðinni en átt skjáinn ennþá. Very smart thinking, Mr. Kári.
Og þar sem Cinema Display skjárinn er hi-def, þá þarf maður náttúrulega að fá sér almennilegan BluRay spilara til þess að njóta hans í botn.
Því miður er Apple ekki enn farið að framleiða tölvur með BluRay drifum, en það er aldrei að vita hverju þeir taka upp á í framtíðinni.
Best væri að sjálfsögðu að fá sér Playstation 3 tölvu, því þá fær maður tvær vörur fyrir eina: leikjatölvu og BluRay spilara. Reyndar get ég ekki ímyndað mér að ég eigi eftir að spila marga leiki, en ég vil ekki útiloka neitt.
Að tengja Playstation 3 við Mac Mini eða Cinema Display er ekki hægt (held ég .. please prove me wrong!) en í millitíðinni ætti maður að geta tengt e-skonar utanáliggjandi BluRay drif við Mac Mini tölvuna. Held ég. Vona ég. Þessi plön eru að sjálfsögðu öll á frumstigi eins og er.
Og eru líka bara byrjunin. Það segir sig sjálft að 24" skjár er engan veginn nógu stór til þess að njóta BluRay gæðanna til fullnustu. Nei, einhvern tímann í (náinn) framtíð ætla ég að fá mér milljón tommu sjónvarp eða bara skjávarpa og svo eitthvað brjálað hljóðkerfi. Þegar því takmarki verður náð, þá þýðir það líklegast að ég sé búinn að meika það feitt á einhverju sviði.
Ég hlakka mikið til þessa dags.
Apple | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
When there is no more room in hell ...
15.1.2009 | 16:07
Þegar maður hefur lítið að gera og helgin nálgast er stundum ágætt að leyfa sér smá hryllingsmyndamaraþon. Ég geri þetta nú ekki oft - síðasta skiptið var á hrekkjavöku og þar á undan ... man ekki hvenær það var. En á morgun, föstudaginn 16. janúar, ætla ég að taka fyrir eina þekktustu seríu hrollvekjugreinarinnar, þ.e. Dead-myndirnar hans George Romeros.
Lænuppið verður því eitthvað á þessa leið (glöggir geta kannski séð það fyrir ...): Night of the Living Dead fyrst, svo Dawn of the Dead (er að spá í að horfa á evrópska-köttið hans Argentos í fyrsta sinn, enda er sú útgáfa styttri), þá Day of the Dead og að lokum Land of the Dead, sem ég var að fá á 299 kr. á útsölu í Skífunni. Nei, það er nefnilega ekki bara rusl sem fæst þar.
Ef þið voruð glögg hér að ofan þá takið þið kannski eftir því að á þennan lista vantar síðustu Dead-myndina; Diary of the Dead sem kom út í fyrra. Ég sá þá mynd í bíó í Minneapolis og langaði til þess að gubba því hún var svo hrikalega léleg og yfirgengilega gervileg. Romero hefur yfirleitt tekist það vel að blanda saman hrylling, ádeilu og húmor, en í Diary misheppnaðist þessi blanda allsvakalega.
Í staðinn fyrir Diary, þá er það ekki ómögulegt að ég setji í tækið endurgerðina af Dawn í staðinn, ja eða kannski bara endurgerðina af Night sem Savini gerði í byrjun níunda áratugarins. Þetta fer að sjálfsögðu allt eftir stemningu, þreytu og matar/drykkjarbirgðum.
Ég hef ekki horft á þessar myndir í nokkuð langan tíma svo ég er vel spenntur fyrir þessu maraþoni og mun eflaust birta hér nánar útlistanir á tilfinningum mínum í garð þessara mynda svona snemma árs 2009.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)